Langflestir sem keyra á dýr stinga af Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2019 14:30 Tilkynnt var um 140 lömb og ær sem drápust í umferðinni í Austur-Skaftafellssýslu í fyrra. Vísir/Stefán Aðeins fimmtán prósent ökumanna, sem keyra á búfé á Suðurlandi tilkynna það til lögreglu eða til eiganda skepnunnar, hinir stinga af. Á hverju ári eru keyrt á um hundrað og þrjátíu kindur eða lömb í Austur Skaftafellssýslu, aðallega á vorin og sumrin. Sauðburði er nú víða að ljúka eða er lokið. Það þýðir að kindurnar og lömbin fara á beit í sumarhaga. Víða gengur fé við þjóðvegi landsins með tilheyrandi hættu, ekki síst þar sem lausaganga er leyfð. Með aukinni umferð ferðamanna hefur færst mjög í vöxt að ekið sé á búfé á Suðurlandi, langoftast sauðfé. Ástandið er langverst í Austur-Skaftafellssýslu þar sem tilkynnt var um hundrað og fjörutíu kindur og lömb sem drápust í umferðinni á síðasta ári. Grétar Már Þorkelsson, lögreglumaður á Höfn, heldur utan um málaflokkinn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Sýslan sé löng, um 220 kílómetrar. Þar af sé aðeins girt á um þrjátíu kílómetra kafla í Nesjunum. Þar sé lausaganga búfjár bönnuð. „Almennt sér er lausagangan ekki bönnuð og ekki einu sinni stórgripa þannig að það er líka eitthvað sem þarf að skoða. Þetta er auðvitað vandamál sem Vegagerð, sveitarfélög og bændur þurfa að leysa í sameiningu og finna einhverja lausn á,“ segir hann. Gríðarlegt tjón verði á bílum og bílar hafa oltið eftir árekstur við dýr. Grétar Már segir að ærin eða lömbin drepist yfirleitt strax. Alltof fáir tilkynni hins vegar að þeir hafi ekið á búfé. „Þetta er nú sjaldnast tilkynnt. Ég myndi halda að þetta væru svona 15% af þessum tilvikum sem eru tilkynnt til lögreglu. Þetta er eitthvað sem við fáum bara frá bændum og sjáum á vegunum,“ segir hann. Þá eru ótalin tilfelli þar sem ekið er á búfé sem sleppur en drepst svo úti í haga. Tilvikin geta því verið enn fleiri. Hornafjörður Landbúnaður Umferðaröryggi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Aðeins fimmtán prósent ökumanna, sem keyra á búfé á Suðurlandi tilkynna það til lögreglu eða til eiganda skepnunnar, hinir stinga af. Á hverju ári eru keyrt á um hundrað og þrjátíu kindur eða lömb í Austur Skaftafellssýslu, aðallega á vorin og sumrin. Sauðburði er nú víða að ljúka eða er lokið. Það þýðir að kindurnar og lömbin fara á beit í sumarhaga. Víða gengur fé við þjóðvegi landsins með tilheyrandi hættu, ekki síst þar sem lausaganga er leyfð. Með aukinni umferð ferðamanna hefur færst mjög í vöxt að ekið sé á búfé á Suðurlandi, langoftast sauðfé. Ástandið er langverst í Austur-Skaftafellssýslu þar sem tilkynnt var um hundrað og fjörutíu kindur og lömb sem drápust í umferðinni á síðasta ári. Grétar Már Þorkelsson, lögreglumaður á Höfn, heldur utan um málaflokkinn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Sýslan sé löng, um 220 kílómetrar. Þar af sé aðeins girt á um þrjátíu kílómetra kafla í Nesjunum. Þar sé lausaganga búfjár bönnuð. „Almennt sér er lausagangan ekki bönnuð og ekki einu sinni stórgripa þannig að það er líka eitthvað sem þarf að skoða. Þetta er auðvitað vandamál sem Vegagerð, sveitarfélög og bændur þurfa að leysa í sameiningu og finna einhverja lausn á,“ segir hann. Gríðarlegt tjón verði á bílum og bílar hafa oltið eftir árekstur við dýr. Grétar Már segir að ærin eða lömbin drepist yfirleitt strax. Alltof fáir tilkynni hins vegar að þeir hafi ekið á búfé. „Þetta er nú sjaldnast tilkynnt. Ég myndi halda að þetta væru svona 15% af þessum tilvikum sem eru tilkynnt til lögreglu. Þetta er eitthvað sem við fáum bara frá bændum og sjáum á vegunum,“ segir hann. Þá eru ótalin tilfelli þar sem ekið er á búfé sem sleppur en drepst svo úti í haga. Tilvikin geta því verið enn fleiri.
Hornafjörður Landbúnaður Umferðaröryggi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira