Ragnar Þór segist hafa verið úthrópaður kvenhatari eftir stuðningskveðjur til Miðflokksins Sylvía Hall skrifar 26. maí 2019 15:42 Ragnar Þór segist ekki vera á leiðinni til liðs við Miðflokkinn, ekki frekar en aðra flokka. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáir sig um færslu sem hann birti til stuðnings þingmönnum Miðflokksins nú á dögunum í nýrri stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist vera orðinn „pólitískt viðundur“ í umræðunni. „Ég sendi baráttukveðjur til þeirra þingmanna sem standa vaktina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjörlega óviðunnandi og ómannúðlegar aðstæður, á vinnutíma sem varla getur talist boðlegur í nútíma samfélagi, í því að koma í veg fyrir að 3 Orkupakkinn verði samþykktur,“ skrifaði Ragnar Þór á Facebook-síðu sína á föstudag. Færsla hans vakti mikla athygli en hann er undrandi yfir því hversu hörð viðbrögðin voru.Sjá einnig: Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum „Ég skrifaði færslu til stuðnings þeim þingmönnum sem hafa lagt mikið á sig til að koma í veg fyrir að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn,“ skrifar Ragnar Þór í nýrri færslu. Hann segist vera mótfallinn því að markaðssvæða grunnstoðir samfélagsins og segir nærtækt dæmi vera einkavæðing bankanna sem hafi átt að lækka kostnað, auka samkeppni og vera samfélaginu og neytendum til góðs. Hann segir það ekki heillavænlegt fyrir samfélagið að einkavæða grunnstoðirnar. „Þetta þýðir samt ekki að ég sé á móti ESB, sé andstæðingur Evrópusambandsins. Þvert á móti sé ég marga kosti, en líka galla. Einhverjir gætu túlkað þá skoðun, að ég sé ekki ESB andstæðingur, að ég sé genginn til liðs við Samfylkinguna eða Viðreisn þar sem ég er hrifin af hugmyndum um fastgengisstefnu.“Segist vera pólitískt viðundur Ragnar heldur áfram að ræða skoðanir sínar og segist samsvara sig mörgum flokkum. Stuðningur hans við landbúnað gæti látið marga halda að hann væri Framsóknarmaður á meðan umhverfisáherslur hans gætu staðsett hann nær Vinstri Grænum. Hann hrósar baráttu Flokks fólksins gegn skerðingum í almannatryggingakerfinu gagnvart öryrkjum og ellilífeyrisþegum og segir áhuga sinn á þeirri baráttu jaðra við þráhyggju. Hann sé því afar ánægður með störf þess flokks í þeim málaflokki. Þá hrósar hann ríkisstjórninni fyrir „góða og lausnamiðaða vinnu“ og gott samstarf við gerð kjarasamninga. „Það er vandlifað í heimi málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta svo lengi sem skoðanir þínar eru „réttar“. Ég tel að pólitísk rétttrúnaðarstefna, og pólitískur rétttrúnaður almennt, sé það sem sundrar samfélögum. Alveg eins og hver önnur trúarbrögð.“ Hann segir persónulegar skoðanir sínar ekki endurspegla afstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Hann sætti sig við að vera „pólitískt viðundur“ því hann sé fyrst og fremst réttlætissinni. „Já og...... framferði títtnefndra þingmanna á Klausturbar voru þeim sjálfum og þjóð til háborinnar skammar,“ skrifar Ragnar Þór að lokum. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum Ragnar Þór Ingólfsson vill fresta atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust. 24. maí 2019 15:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáir sig um færslu sem hann birti til stuðnings þingmönnum Miðflokksins nú á dögunum í nýrri stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist vera orðinn „pólitískt viðundur“ í umræðunni. „Ég sendi baráttukveðjur til þeirra þingmanna sem standa vaktina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjörlega óviðunnandi og ómannúðlegar aðstæður, á vinnutíma sem varla getur talist boðlegur í nútíma samfélagi, í því að koma í veg fyrir að 3 Orkupakkinn verði samþykktur,“ skrifaði Ragnar Þór á Facebook-síðu sína á föstudag. Færsla hans vakti mikla athygli en hann er undrandi yfir því hversu hörð viðbrögðin voru.Sjá einnig: Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum „Ég skrifaði færslu til stuðnings þeim þingmönnum sem hafa lagt mikið á sig til að koma í veg fyrir að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn,“ skrifar Ragnar Þór í nýrri færslu. Hann segist vera mótfallinn því að markaðssvæða grunnstoðir samfélagsins og segir nærtækt dæmi vera einkavæðing bankanna sem hafi átt að lækka kostnað, auka samkeppni og vera samfélaginu og neytendum til góðs. Hann segir það ekki heillavænlegt fyrir samfélagið að einkavæða grunnstoðirnar. „Þetta þýðir samt ekki að ég sé á móti ESB, sé andstæðingur Evrópusambandsins. Þvert á móti sé ég marga kosti, en líka galla. Einhverjir gætu túlkað þá skoðun, að ég sé ekki ESB andstæðingur, að ég sé genginn til liðs við Samfylkinguna eða Viðreisn þar sem ég er hrifin af hugmyndum um fastgengisstefnu.“Segist vera pólitískt viðundur Ragnar heldur áfram að ræða skoðanir sínar og segist samsvara sig mörgum flokkum. Stuðningur hans við landbúnað gæti látið marga halda að hann væri Framsóknarmaður á meðan umhverfisáherslur hans gætu staðsett hann nær Vinstri Grænum. Hann hrósar baráttu Flokks fólksins gegn skerðingum í almannatryggingakerfinu gagnvart öryrkjum og ellilífeyrisþegum og segir áhuga sinn á þeirri baráttu jaðra við þráhyggju. Hann sé því afar ánægður með störf þess flokks í þeim málaflokki. Þá hrósar hann ríkisstjórninni fyrir „góða og lausnamiðaða vinnu“ og gott samstarf við gerð kjarasamninga. „Það er vandlifað í heimi málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta svo lengi sem skoðanir þínar eru „réttar“. Ég tel að pólitísk rétttrúnaðarstefna, og pólitískur rétttrúnaður almennt, sé það sem sundrar samfélögum. Alveg eins og hver önnur trúarbrögð.“ Hann segir persónulegar skoðanir sínar ekki endurspegla afstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Hann sætti sig við að vera „pólitískt viðundur“ því hann sé fyrst og fremst réttlætissinni. „Já og...... framferði títtnefndra þingmanna á Klausturbar voru þeim sjálfum og þjóð til háborinnar skammar,“ skrifar Ragnar Þór að lokum.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum Ragnar Þór Ingólfsson vill fresta atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust. 24. maí 2019 15:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum Ragnar Þór Ingólfsson vill fresta atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust. 24. maí 2019 15:28