Ragnar Þór segist hafa verið úthrópaður kvenhatari eftir stuðningskveðjur til Miðflokksins Sylvía Hall skrifar 26. maí 2019 15:42 Ragnar Þór segist ekki vera á leiðinni til liðs við Miðflokkinn, ekki frekar en aðra flokka. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáir sig um færslu sem hann birti til stuðnings þingmönnum Miðflokksins nú á dögunum í nýrri stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist vera orðinn „pólitískt viðundur“ í umræðunni. „Ég sendi baráttukveðjur til þeirra þingmanna sem standa vaktina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjörlega óviðunnandi og ómannúðlegar aðstæður, á vinnutíma sem varla getur talist boðlegur í nútíma samfélagi, í því að koma í veg fyrir að 3 Orkupakkinn verði samþykktur,“ skrifaði Ragnar Þór á Facebook-síðu sína á föstudag. Færsla hans vakti mikla athygli en hann er undrandi yfir því hversu hörð viðbrögðin voru.Sjá einnig: Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum „Ég skrifaði færslu til stuðnings þeim þingmönnum sem hafa lagt mikið á sig til að koma í veg fyrir að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn,“ skrifar Ragnar Þór í nýrri færslu. Hann segist vera mótfallinn því að markaðssvæða grunnstoðir samfélagsins og segir nærtækt dæmi vera einkavæðing bankanna sem hafi átt að lækka kostnað, auka samkeppni og vera samfélaginu og neytendum til góðs. Hann segir það ekki heillavænlegt fyrir samfélagið að einkavæða grunnstoðirnar. „Þetta þýðir samt ekki að ég sé á móti ESB, sé andstæðingur Evrópusambandsins. Þvert á móti sé ég marga kosti, en líka galla. Einhverjir gætu túlkað þá skoðun, að ég sé ekki ESB andstæðingur, að ég sé genginn til liðs við Samfylkinguna eða Viðreisn þar sem ég er hrifin af hugmyndum um fastgengisstefnu.“Segist vera pólitískt viðundur Ragnar heldur áfram að ræða skoðanir sínar og segist samsvara sig mörgum flokkum. Stuðningur hans við landbúnað gæti látið marga halda að hann væri Framsóknarmaður á meðan umhverfisáherslur hans gætu staðsett hann nær Vinstri Grænum. Hann hrósar baráttu Flokks fólksins gegn skerðingum í almannatryggingakerfinu gagnvart öryrkjum og ellilífeyrisþegum og segir áhuga sinn á þeirri baráttu jaðra við þráhyggju. Hann sé því afar ánægður með störf þess flokks í þeim málaflokki. Þá hrósar hann ríkisstjórninni fyrir „góða og lausnamiðaða vinnu“ og gott samstarf við gerð kjarasamninga. „Það er vandlifað í heimi málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta svo lengi sem skoðanir þínar eru „réttar“. Ég tel að pólitísk rétttrúnaðarstefna, og pólitískur rétttrúnaður almennt, sé það sem sundrar samfélögum. Alveg eins og hver önnur trúarbrögð.“ Hann segir persónulegar skoðanir sínar ekki endurspegla afstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Hann sætti sig við að vera „pólitískt viðundur“ því hann sé fyrst og fremst réttlætissinni. „Já og...... framferði títtnefndra þingmanna á Klausturbar voru þeim sjálfum og þjóð til háborinnar skammar,“ skrifar Ragnar Þór að lokum. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum Ragnar Þór Ingólfsson vill fresta atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust. 24. maí 2019 15:28 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáir sig um færslu sem hann birti til stuðnings þingmönnum Miðflokksins nú á dögunum í nýrri stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist vera orðinn „pólitískt viðundur“ í umræðunni. „Ég sendi baráttukveðjur til þeirra þingmanna sem standa vaktina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjörlega óviðunnandi og ómannúðlegar aðstæður, á vinnutíma sem varla getur talist boðlegur í nútíma samfélagi, í því að koma í veg fyrir að 3 Orkupakkinn verði samþykktur,“ skrifaði Ragnar Þór á Facebook-síðu sína á föstudag. Færsla hans vakti mikla athygli en hann er undrandi yfir því hversu hörð viðbrögðin voru.Sjá einnig: Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum „Ég skrifaði færslu til stuðnings þeim þingmönnum sem hafa lagt mikið á sig til að koma í veg fyrir að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn,“ skrifar Ragnar Þór í nýrri færslu. Hann segist vera mótfallinn því að markaðssvæða grunnstoðir samfélagsins og segir nærtækt dæmi vera einkavæðing bankanna sem hafi átt að lækka kostnað, auka samkeppni og vera samfélaginu og neytendum til góðs. Hann segir það ekki heillavænlegt fyrir samfélagið að einkavæða grunnstoðirnar. „Þetta þýðir samt ekki að ég sé á móti ESB, sé andstæðingur Evrópusambandsins. Þvert á móti sé ég marga kosti, en líka galla. Einhverjir gætu túlkað þá skoðun, að ég sé ekki ESB andstæðingur, að ég sé genginn til liðs við Samfylkinguna eða Viðreisn þar sem ég er hrifin af hugmyndum um fastgengisstefnu.“Segist vera pólitískt viðundur Ragnar heldur áfram að ræða skoðanir sínar og segist samsvara sig mörgum flokkum. Stuðningur hans við landbúnað gæti látið marga halda að hann væri Framsóknarmaður á meðan umhverfisáherslur hans gætu staðsett hann nær Vinstri Grænum. Hann hrósar baráttu Flokks fólksins gegn skerðingum í almannatryggingakerfinu gagnvart öryrkjum og ellilífeyrisþegum og segir áhuga sinn á þeirri baráttu jaðra við þráhyggju. Hann sé því afar ánægður með störf þess flokks í þeim málaflokki. Þá hrósar hann ríkisstjórninni fyrir „góða og lausnamiðaða vinnu“ og gott samstarf við gerð kjarasamninga. „Það er vandlifað í heimi málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta svo lengi sem skoðanir þínar eru „réttar“. Ég tel að pólitísk rétttrúnaðarstefna, og pólitískur rétttrúnaður almennt, sé það sem sundrar samfélögum. Alveg eins og hver önnur trúarbrögð.“ Hann segir persónulegar skoðanir sínar ekki endurspegla afstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Hann sætti sig við að vera „pólitískt viðundur“ því hann sé fyrst og fremst réttlætissinni. „Já og...... framferði títtnefndra þingmanna á Klausturbar voru þeim sjálfum og þjóð til háborinnar skammar,“ skrifar Ragnar Þór að lokum.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum Ragnar Þór Ingólfsson vill fresta atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust. 24. maí 2019 15:28 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum Ragnar Þór Ingólfsson vill fresta atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust. 24. maí 2019 15:28