Liverpool fær miklu flottari búningsklefa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 15:00 Sóknarlína Liverpool er skipuð þeim Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mane. Getty/Michael Regan Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. Úrslitaleikurinn fer fram 1. júní næstkomandi en hann hefst klukakn 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liverpool liðið verður aftur á móti í búningsklefa Atletico Madrid liðsins sem er hinn glæsilegasti og miklu flottari en búningsklefinn þar sem gestir Atletico eru á leikjum sínum á Metropolitano leikvanginum. Ástæðan fyrir þessu eru öryggisráðstafanir á leikvanginum eins undarlega og það hljómar.Tottenham have drawn the short straw of the pokey away dressing room at the Wanda Metropolitano - despite the fact they are the home team in Champions League final #THFChttps://t.co/YUxk5FqGq0pic.twitter.com/STrkGeSBlS — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019Málið er að til að halda stuðningsmönnum félaganna aðskildum þá munu þeir koma að vellinum sitthvoru megin. Stuðningsmenn Tottenham fengu miða á norðurhluta vallarins og því var ákveðið að Tottenham yrði í klefanum sem er þeim megin. Liverpool verður aftur á móti í suðurhluta vallarins eða þeim megin á vellinum þar sem stuðningsmenn Liverpool liðsins fengu miða. Búningsklefi Atletico Madrid er hinn glæsilegasti sem þarf ekki að koma mikið á óvart enda um glænýjan leikvang að ræða. Á meðan klefi Tottenham er hálfgerður kústaskápur en verður mjög rúmt um leikmenn og starfsmenn Liverpool. Atletico Madrid hefur skipulagt sig vel fyrir þennan leik og enginn kemst nálægt vellinum án þess að hafa miða á leikinn. Stuðningsmenn liðanna verða því stöðvaðir nokkuð frá vellinum þar sem þeir þurfa að sýna gild miða. Engin bílaumferð verður heldur í eins kílómetra fjarlægð frá hinum. Leikvangurinn tekur 68 þúsund manns í sæti en af öryggisástæðum verða aðeins 63 þúsund á vellinum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. Úrslitaleikurinn fer fram 1. júní næstkomandi en hann hefst klukakn 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liverpool liðið verður aftur á móti í búningsklefa Atletico Madrid liðsins sem er hinn glæsilegasti og miklu flottari en búningsklefinn þar sem gestir Atletico eru á leikjum sínum á Metropolitano leikvanginum. Ástæðan fyrir þessu eru öryggisráðstafanir á leikvanginum eins undarlega og það hljómar.Tottenham have drawn the short straw of the pokey away dressing room at the Wanda Metropolitano - despite the fact they are the home team in Champions League final #THFChttps://t.co/YUxk5FqGq0pic.twitter.com/STrkGeSBlS — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019Málið er að til að halda stuðningsmönnum félaganna aðskildum þá munu þeir koma að vellinum sitthvoru megin. Stuðningsmenn Tottenham fengu miða á norðurhluta vallarins og því var ákveðið að Tottenham yrði í klefanum sem er þeim megin. Liverpool verður aftur á móti í suðurhluta vallarins eða þeim megin á vellinum þar sem stuðningsmenn Liverpool liðsins fengu miða. Búningsklefi Atletico Madrid er hinn glæsilegasti sem þarf ekki að koma mikið á óvart enda um glænýjan leikvang að ræða. Á meðan klefi Tottenham er hálfgerður kústaskápur en verður mjög rúmt um leikmenn og starfsmenn Liverpool. Atletico Madrid hefur skipulagt sig vel fyrir þennan leik og enginn kemst nálægt vellinum án þess að hafa miða á leikinn. Stuðningsmenn liðanna verða því stöðvaðir nokkuð frá vellinum þar sem þeir þurfa að sýna gild miða. Engin bílaumferð verður heldur í eins kílómetra fjarlægð frá hinum. Leikvangurinn tekur 68 þúsund manns í sæti en af öryggisástæðum verða aðeins 63 þúsund á vellinum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira