Liverpool fær miklu flottari búningsklefa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 15:00 Sóknarlína Liverpool er skipuð þeim Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mane. Getty/Michael Regan Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. Úrslitaleikurinn fer fram 1. júní næstkomandi en hann hefst klukakn 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liverpool liðið verður aftur á móti í búningsklefa Atletico Madrid liðsins sem er hinn glæsilegasti og miklu flottari en búningsklefinn þar sem gestir Atletico eru á leikjum sínum á Metropolitano leikvanginum. Ástæðan fyrir þessu eru öryggisráðstafanir á leikvanginum eins undarlega og það hljómar.Tottenham have drawn the short straw of the pokey away dressing room at the Wanda Metropolitano - despite the fact they are the home team in Champions League final #THFChttps://t.co/YUxk5FqGq0pic.twitter.com/STrkGeSBlS — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019Málið er að til að halda stuðningsmönnum félaganna aðskildum þá munu þeir koma að vellinum sitthvoru megin. Stuðningsmenn Tottenham fengu miða á norðurhluta vallarins og því var ákveðið að Tottenham yrði í klefanum sem er þeim megin. Liverpool verður aftur á móti í suðurhluta vallarins eða þeim megin á vellinum þar sem stuðningsmenn Liverpool liðsins fengu miða. Búningsklefi Atletico Madrid er hinn glæsilegasti sem þarf ekki að koma mikið á óvart enda um glænýjan leikvang að ræða. Á meðan klefi Tottenham er hálfgerður kústaskápur en verður mjög rúmt um leikmenn og starfsmenn Liverpool. Atletico Madrid hefur skipulagt sig vel fyrir þennan leik og enginn kemst nálægt vellinum án þess að hafa miða á leikinn. Stuðningsmenn liðanna verða því stöðvaðir nokkuð frá vellinum þar sem þeir þurfa að sýna gild miða. Engin bílaumferð verður heldur í eins kílómetra fjarlægð frá hinum. Leikvangurinn tekur 68 þúsund manns í sæti en af öryggisástæðum verða aðeins 63 þúsund á vellinum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. Úrslitaleikurinn fer fram 1. júní næstkomandi en hann hefst klukakn 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liverpool liðið verður aftur á móti í búningsklefa Atletico Madrid liðsins sem er hinn glæsilegasti og miklu flottari en búningsklefinn þar sem gestir Atletico eru á leikjum sínum á Metropolitano leikvanginum. Ástæðan fyrir þessu eru öryggisráðstafanir á leikvanginum eins undarlega og það hljómar.Tottenham have drawn the short straw of the pokey away dressing room at the Wanda Metropolitano - despite the fact they are the home team in Champions League final #THFChttps://t.co/YUxk5FqGq0pic.twitter.com/STrkGeSBlS — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019Málið er að til að halda stuðningsmönnum félaganna aðskildum þá munu þeir koma að vellinum sitthvoru megin. Stuðningsmenn Tottenham fengu miða á norðurhluta vallarins og því var ákveðið að Tottenham yrði í klefanum sem er þeim megin. Liverpool verður aftur á móti í suðurhluta vallarins eða þeim megin á vellinum þar sem stuðningsmenn Liverpool liðsins fengu miða. Búningsklefi Atletico Madrid er hinn glæsilegasti sem þarf ekki að koma mikið á óvart enda um glænýjan leikvang að ræða. Á meðan klefi Tottenham er hálfgerður kústaskápur en verður mjög rúmt um leikmenn og starfsmenn Liverpool. Atletico Madrid hefur skipulagt sig vel fyrir þennan leik og enginn kemst nálægt vellinum án þess að hafa miða á leikinn. Stuðningsmenn liðanna verða því stöðvaðir nokkuð frá vellinum þar sem þeir þurfa að sýna gild miða. Engin bílaumferð verður heldur í eins kílómetra fjarlægð frá hinum. Leikvangurinn tekur 68 þúsund manns í sæti en af öryggisástæðum verða aðeins 63 þúsund á vellinum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira