Faðmlag Vilhjálms prins í stúkunni á Wembley stal senunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 23:15 Vilhjálms prins er harður stuðningsmaður Aston Villa og greinilega mjög góður vinur Norðmannsins John Carew, Getty/Marc Atkins Ekki slæmt að fá að faðma Vilhjálms prins í sigurvímu í stúkunni á Wembley leikvanginum. Vilhjálmur Bretaprins var með kátari mönnum á Wembley leikvanginum í gær þegar Aston Villa tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Aston Villa er komið aftur upp eftir þriggja tímabila fjarveru en þetta hefur verið skrautlegt tímabil hjá Villa mönnum. Liðið náði hins vegar inn í úrslitakeppnina með frábærum endaspretti og kláraði síðan 27 milljarða leikinn á Wembley með 2-1 sigri á Derby County. Hertoginn af Cambridge er harður stuðningsmaður Aston Villa en hann byrjaði að halda með félaginu á sínum tíma því hann vildi verða öðruvísi en skólafélagarnir sem héldu flestir með Manchester United eða Chelsea. Vilhjálmur prins sagði BBC frá því á sínum tíma að hann hafi ákveðið að velja félag sem var um miðja töfluna og lið sem hann tengdi við. Niðurstaðan var Aston Villa því þar var á ferðinni liði sem myndi bjóða upp á rússíbana stundir fyrir stuðningsmenn.A royal bromance. Prince William and John Carew went through every emotion watching Aston Villa. Read: https://t.co/e30Ryf5sQTpic.twitter.com/AEKSiwKAr3 — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Sjónvarpsvélarnar voru fljótar að finna Vilhjálm prins í stúkunni og hann komst oft í mynd þegar eitthvað spennandi var að gerast í leiknum. Vilhjálmur prins sást því fagna þegar þeir Anwar El Ghazi og John McGinn skoruðu mörk liðsins. Myndavélarnar voru líka á honum þegar lokaflautið gall eftir taugartrekkjandi lokamínútur eftir að Derby minnkaði muninn. Margir tóku líka eftir því að Vilhjálmur prins faðmaði Norðmanninn John Carew í leikslok. John Carew lék með Aston Villa í fjögur ár undir lok ferilsins síns og skorðai þá 37 mörk í 113 leikjum frá 2007 til 2011. Hann fór þaðan til West Ham og lék sitt síðasta tímabil. Það eru ekki allir sem fá að faðma prins á fótboltaleik en hinn 39 ára gamli John Carew er í þeim hópi. John Carew hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni en það muna kannski margir eftir honum í norska sjónvarpsþættinum „Heimebane" þar sem hann lék knattspyrnustjörnu í litlum bæ í Noregi.Prince William and John Carew enjoyed that! Aston Villa are back in the Premier League. pic.twitter.com/ghToTeAMz3 — ESPN FC (@ESPNFC) May 27, 2019The many emotions of Prince William & John Carew during the Championship Play-off final! pic.twitter.com/axVnVMbo17 — Soccer AM (@SoccerAM) May 27, 2019 Bretland England Enski boltinn Kóngafólk Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Ekki slæmt að fá að faðma Vilhjálms prins í sigurvímu í stúkunni á Wembley leikvanginum. Vilhjálmur Bretaprins var með kátari mönnum á Wembley leikvanginum í gær þegar Aston Villa tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Aston Villa er komið aftur upp eftir þriggja tímabila fjarveru en þetta hefur verið skrautlegt tímabil hjá Villa mönnum. Liðið náði hins vegar inn í úrslitakeppnina með frábærum endaspretti og kláraði síðan 27 milljarða leikinn á Wembley með 2-1 sigri á Derby County. Hertoginn af Cambridge er harður stuðningsmaður Aston Villa en hann byrjaði að halda með félaginu á sínum tíma því hann vildi verða öðruvísi en skólafélagarnir sem héldu flestir með Manchester United eða Chelsea. Vilhjálmur prins sagði BBC frá því á sínum tíma að hann hafi ákveðið að velja félag sem var um miðja töfluna og lið sem hann tengdi við. Niðurstaðan var Aston Villa því þar var á ferðinni liði sem myndi bjóða upp á rússíbana stundir fyrir stuðningsmenn.A royal bromance. Prince William and John Carew went through every emotion watching Aston Villa. Read: https://t.co/e30Ryf5sQTpic.twitter.com/AEKSiwKAr3 — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Sjónvarpsvélarnar voru fljótar að finna Vilhjálm prins í stúkunni og hann komst oft í mynd þegar eitthvað spennandi var að gerast í leiknum. Vilhjálmur prins sást því fagna þegar þeir Anwar El Ghazi og John McGinn skoruðu mörk liðsins. Myndavélarnar voru líka á honum þegar lokaflautið gall eftir taugartrekkjandi lokamínútur eftir að Derby minnkaði muninn. Margir tóku líka eftir því að Vilhjálmur prins faðmaði Norðmanninn John Carew í leikslok. John Carew lék með Aston Villa í fjögur ár undir lok ferilsins síns og skorðai þá 37 mörk í 113 leikjum frá 2007 til 2011. Hann fór þaðan til West Ham og lék sitt síðasta tímabil. Það eru ekki allir sem fá að faðma prins á fótboltaleik en hinn 39 ára gamli John Carew er í þeim hópi. John Carew hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni en það muna kannski margir eftir honum í norska sjónvarpsþættinum „Heimebane" þar sem hann lék knattspyrnustjörnu í litlum bæ í Noregi.Prince William and John Carew enjoyed that! Aston Villa are back in the Premier League. pic.twitter.com/ghToTeAMz3 — ESPN FC (@ESPNFC) May 27, 2019The many emotions of Prince William & John Carew during the Championship Play-off final! pic.twitter.com/axVnVMbo17 — Soccer AM (@SoccerAM) May 27, 2019
Bretland England Enski boltinn Kóngafólk Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira