Faðmlag Vilhjálms prins í stúkunni á Wembley stal senunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 23:15 Vilhjálms prins er harður stuðningsmaður Aston Villa og greinilega mjög góður vinur Norðmannsins John Carew, Getty/Marc Atkins Ekki slæmt að fá að faðma Vilhjálms prins í sigurvímu í stúkunni á Wembley leikvanginum. Vilhjálmur Bretaprins var með kátari mönnum á Wembley leikvanginum í gær þegar Aston Villa tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Aston Villa er komið aftur upp eftir þriggja tímabila fjarveru en þetta hefur verið skrautlegt tímabil hjá Villa mönnum. Liðið náði hins vegar inn í úrslitakeppnina með frábærum endaspretti og kláraði síðan 27 milljarða leikinn á Wembley með 2-1 sigri á Derby County. Hertoginn af Cambridge er harður stuðningsmaður Aston Villa en hann byrjaði að halda með félaginu á sínum tíma því hann vildi verða öðruvísi en skólafélagarnir sem héldu flestir með Manchester United eða Chelsea. Vilhjálmur prins sagði BBC frá því á sínum tíma að hann hafi ákveðið að velja félag sem var um miðja töfluna og lið sem hann tengdi við. Niðurstaðan var Aston Villa því þar var á ferðinni liði sem myndi bjóða upp á rússíbana stundir fyrir stuðningsmenn.A royal bromance. Prince William and John Carew went through every emotion watching Aston Villa. Read: https://t.co/e30Ryf5sQTpic.twitter.com/AEKSiwKAr3 — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Sjónvarpsvélarnar voru fljótar að finna Vilhjálm prins í stúkunni og hann komst oft í mynd þegar eitthvað spennandi var að gerast í leiknum. Vilhjálmur prins sást því fagna þegar þeir Anwar El Ghazi og John McGinn skoruðu mörk liðsins. Myndavélarnar voru líka á honum þegar lokaflautið gall eftir taugartrekkjandi lokamínútur eftir að Derby minnkaði muninn. Margir tóku líka eftir því að Vilhjálmur prins faðmaði Norðmanninn John Carew í leikslok. John Carew lék með Aston Villa í fjögur ár undir lok ferilsins síns og skorðai þá 37 mörk í 113 leikjum frá 2007 til 2011. Hann fór þaðan til West Ham og lék sitt síðasta tímabil. Það eru ekki allir sem fá að faðma prins á fótboltaleik en hinn 39 ára gamli John Carew er í þeim hópi. John Carew hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni en það muna kannski margir eftir honum í norska sjónvarpsþættinum „Heimebane" þar sem hann lék knattspyrnustjörnu í litlum bæ í Noregi.Prince William and John Carew enjoyed that! Aston Villa are back in the Premier League. pic.twitter.com/ghToTeAMz3 — ESPN FC (@ESPNFC) May 27, 2019The many emotions of Prince William & John Carew during the Championship Play-off final! pic.twitter.com/axVnVMbo17 — Soccer AM (@SoccerAM) May 27, 2019 Bretland England Enski boltinn Kóngafólk Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Sjá meira
Ekki slæmt að fá að faðma Vilhjálms prins í sigurvímu í stúkunni á Wembley leikvanginum. Vilhjálmur Bretaprins var með kátari mönnum á Wembley leikvanginum í gær þegar Aston Villa tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Aston Villa er komið aftur upp eftir þriggja tímabila fjarveru en þetta hefur verið skrautlegt tímabil hjá Villa mönnum. Liðið náði hins vegar inn í úrslitakeppnina með frábærum endaspretti og kláraði síðan 27 milljarða leikinn á Wembley með 2-1 sigri á Derby County. Hertoginn af Cambridge er harður stuðningsmaður Aston Villa en hann byrjaði að halda með félaginu á sínum tíma því hann vildi verða öðruvísi en skólafélagarnir sem héldu flestir með Manchester United eða Chelsea. Vilhjálmur prins sagði BBC frá því á sínum tíma að hann hafi ákveðið að velja félag sem var um miðja töfluna og lið sem hann tengdi við. Niðurstaðan var Aston Villa því þar var á ferðinni liði sem myndi bjóða upp á rússíbana stundir fyrir stuðningsmenn.A royal bromance. Prince William and John Carew went through every emotion watching Aston Villa. Read: https://t.co/e30Ryf5sQTpic.twitter.com/AEKSiwKAr3 — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Sjónvarpsvélarnar voru fljótar að finna Vilhjálm prins í stúkunni og hann komst oft í mynd þegar eitthvað spennandi var að gerast í leiknum. Vilhjálmur prins sást því fagna þegar þeir Anwar El Ghazi og John McGinn skoruðu mörk liðsins. Myndavélarnar voru líka á honum þegar lokaflautið gall eftir taugartrekkjandi lokamínútur eftir að Derby minnkaði muninn. Margir tóku líka eftir því að Vilhjálmur prins faðmaði Norðmanninn John Carew í leikslok. John Carew lék með Aston Villa í fjögur ár undir lok ferilsins síns og skorðai þá 37 mörk í 113 leikjum frá 2007 til 2011. Hann fór þaðan til West Ham og lék sitt síðasta tímabil. Það eru ekki allir sem fá að faðma prins á fótboltaleik en hinn 39 ára gamli John Carew er í þeim hópi. John Carew hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni en það muna kannski margir eftir honum í norska sjónvarpsþættinum „Heimebane" þar sem hann lék knattspyrnustjörnu í litlum bæ í Noregi.Prince William and John Carew enjoyed that! Aston Villa are back in the Premier League. pic.twitter.com/ghToTeAMz3 — ESPN FC (@ESPNFC) May 27, 2019The many emotions of Prince William & John Carew during the Championship Play-off final! pic.twitter.com/axVnVMbo17 — Soccer AM (@SoccerAM) May 27, 2019
Bretland England Enski boltinn Kóngafólk Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Sjá meira