Faðmlag Vilhjálms prins í stúkunni á Wembley stal senunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 23:15 Vilhjálms prins er harður stuðningsmaður Aston Villa og greinilega mjög góður vinur Norðmannsins John Carew, Getty/Marc Atkins Ekki slæmt að fá að faðma Vilhjálms prins í sigurvímu í stúkunni á Wembley leikvanginum. Vilhjálmur Bretaprins var með kátari mönnum á Wembley leikvanginum í gær þegar Aston Villa tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Aston Villa er komið aftur upp eftir þriggja tímabila fjarveru en þetta hefur verið skrautlegt tímabil hjá Villa mönnum. Liðið náði hins vegar inn í úrslitakeppnina með frábærum endaspretti og kláraði síðan 27 milljarða leikinn á Wembley með 2-1 sigri á Derby County. Hertoginn af Cambridge er harður stuðningsmaður Aston Villa en hann byrjaði að halda með félaginu á sínum tíma því hann vildi verða öðruvísi en skólafélagarnir sem héldu flestir með Manchester United eða Chelsea. Vilhjálmur prins sagði BBC frá því á sínum tíma að hann hafi ákveðið að velja félag sem var um miðja töfluna og lið sem hann tengdi við. Niðurstaðan var Aston Villa því þar var á ferðinni liði sem myndi bjóða upp á rússíbana stundir fyrir stuðningsmenn.A royal bromance. Prince William and John Carew went through every emotion watching Aston Villa. Read: https://t.co/e30Ryf5sQTpic.twitter.com/AEKSiwKAr3 — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Sjónvarpsvélarnar voru fljótar að finna Vilhjálm prins í stúkunni og hann komst oft í mynd þegar eitthvað spennandi var að gerast í leiknum. Vilhjálmur prins sást því fagna þegar þeir Anwar El Ghazi og John McGinn skoruðu mörk liðsins. Myndavélarnar voru líka á honum þegar lokaflautið gall eftir taugartrekkjandi lokamínútur eftir að Derby minnkaði muninn. Margir tóku líka eftir því að Vilhjálmur prins faðmaði Norðmanninn John Carew í leikslok. John Carew lék með Aston Villa í fjögur ár undir lok ferilsins síns og skorðai þá 37 mörk í 113 leikjum frá 2007 til 2011. Hann fór þaðan til West Ham og lék sitt síðasta tímabil. Það eru ekki allir sem fá að faðma prins á fótboltaleik en hinn 39 ára gamli John Carew er í þeim hópi. John Carew hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni en það muna kannski margir eftir honum í norska sjónvarpsþættinum „Heimebane" þar sem hann lék knattspyrnustjörnu í litlum bæ í Noregi.Prince William and John Carew enjoyed that! Aston Villa are back in the Premier League. pic.twitter.com/ghToTeAMz3 — ESPN FC (@ESPNFC) May 27, 2019The many emotions of Prince William & John Carew during the Championship Play-off final! pic.twitter.com/axVnVMbo17 — Soccer AM (@SoccerAM) May 27, 2019 Bretland England Enski boltinn Kóngafólk Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira
Ekki slæmt að fá að faðma Vilhjálms prins í sigurvímu í stúkunni á Wembley leikvanginum. Vilhjálmur Bretaprins var með kátari mönnum á Wembley leikvanginum í gær þegar Aston Villa tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Aston Villa er komið aftur upp eftir þriggja tímabila fjarveru en þetta hefur verið skrautlegt tímabil hjá Villa mönnum. Liðið náði hins vegar inn í úrslitakeppnina með frábærum endaspretti og kláraði síðan 27 milljarða leikinn á Wembley með 2-1 sigri á Derby County. Hertoginn af Cambridge er harður stuðningsmaður Aston Villa en hann byrjaði að halda með félaginu á sínum tíma því hann vildi verða öðruvísi en skólafélagarnir sem héldu flestir með Manchester United eða Chelsea. Vilhjálmur prins sagði BBC frá því á sínum tíma að hann hafi ákveðið að velja félag sem var um miðja töfluna og lið sem hann tengdi við. Niðurstaðan var Aston Villa því þar var á ferðinni liði sem myndi bjóða upp á rússíbana stundir fyrir stuðningsmenn.A royal bromance. Prince William and John Carew went through every emotion watching Aston Villa. Read: https://t.co/e30Ryf5sQTpic.twitter.com/AEKSiwKAr3 — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Sjónvarpsvélarnar voru fljótar að finna Vilhjálm prins í stúkunni og hann komst oft í mynd þegar eitthvað spennandi var að gerast í leiknum. Vilhjálmur prins sást því fagna þegar þeir Anwar El Ghazi og John McGinn skoruðu mörk liðsins. Myndavélarnar voru líka á honum þegar lokaflautið gall eftir taugartrekkjandi lokamínútur eftir að Derby minnkaði muninn. Margir tóku líka eftir því að Vilhjálmur prins faðmaði Norðmanninn John Carew í leikslok. John Carew lék með Aston Villa í fjögur ár undir lok ferilsins síns og skorðai þá 37 mörk í 113 leikjum frá 2007 til 2011. Hann fór þaðan til West Ham og lék sitt síðasta tímabil. Það eru ekki allir sem fá að faðma prins á fótboltaleik en hinn 39 ára gamli John Carew er í þeim hópi. John Carew hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni en það muna kannski margir eftir honum í norska sjónvarpsþættinum „Heimebane" þar sem hann lék knattspyrnustjörnu í litlum bæ í Noregi.Prince William and John Carew enjoyed that! Aston Villa are back in the Premier League. pic.twitter.com/ghToTeAMz3 — ESPN FC (@ESPNFC) May 27, 2019The many emotions of Prince William & John Carew during the Championship Play-off final! pic.twitter.com/axVnVMbo17 — Soccer AM (@SoccerAM) May 27, 2019
Bretland England Enski boltinn Kóngafólk Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira