Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 23:46 Johnson & Johnson er sakað um að hafa visvitandi ýtt undir ópíóðafaraldurinn. getty/Andrew Harrer Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Johnson & Johnson neitar allri sök og segir markaðssetninguna hafa verið ábyrga. Þetta er það fyrsta af 2.000 málum sem ríki Bandaríkjanna höfða gegn lyfjafyrirtækjum vegna ópíóða faraldursins. Á hverjum degi deyja 130 bandarískir einstaklingar að meðaltali, vegna ofskammts af ópíóðalyfjum, samkvæmt tölum Centers for Disease Control and Prevention. Árið 2017 dóu 70.200 einstaklingar af ofskammti og höfðu 68% þeirra tekið inn ópíóðalyf, bæði með lyfjaávísun og ólöglega.Dómsmálið Í opnunaryfirlýsingu sagði saksóknari Johnson & Johnson, auk lyfjarisanna Purdue Pharma, sem framleiðir OxyContin, og Teva Pharmaceuticals hafa þrýst á lækna að skrifa út fleiri lyfseðla fyrir ópíóðalyfjum á 10. áratugnum, með misvísandi markaðssetningu. Brad Beckworth, saksóknari í málinu, sagði Johnson & Johnson hafa markaðssett ópíóða sem „örugga og skilvirka leið til að takast á við daglega verki“ en hafa lagt lítið upp úr því hve ávanabindandi lyfið væri og þar með ýtt undir offramboð af lyfinu. „Ef boðið er upp á of mikið af þessum lyfjum leiðir það til dauða fólks,“ sagði hann. Mike Hunter, ríkissaksóknari Oklahoma, sagði við dómssalinn að það væri tími til kominn að gera fyrirtækin „ábyrg fyrir gjörðum sínum.“ „Þetta er stærsta heilbrigðisógn, sem hefur verið búin til af mönnum, í sögu þessa ríkis. Til að segja alveg eins og er, þá er þetta neyðarástand voðalegt fyrir Oklahoma,“ bætti hann við. Larry Ottaway, lögmaður Johnson & Johnson, sagði að markaðssetning fyrirtækisins hafi ekki haldið neinu öðru fram en US Food and Drug Administration gerði árið 2009, sem sagði verkjalyf, væru þau notuð á réttan hátt, sjaldan ávanabindandi. „Við erum ekki að gera lítið úr neinum, en staðreyndir eru staðreyndir,“ sagði hann. OxyContin sem framleitt er af Purdue Pharma er eitt umtalaðasta ópíóðalyf sem framleitt hefur verið.getty/George FreySáttagreiðslur Purdue Pharma og Teva Pharmaceuticals sömdu um sáttagreiðslur í málinu en Purdue greiddi Oklahoma 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Teva samþykkti á sunnudag að greiða 10,5 milljarða íslenskra króna í sáttagreiðslur. Fjármagnið sem lyfjarisarnir greiða mun verða varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma. Bandaríkin Fíkn Heilsa Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Sjá meira
Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Johnson & Johnson neitar allri sök og segir markaðssetninguna hafa verið ábyrga. Þetta er það fyrsta af 2.000 málum sem ríki Bandaríkjanna höfða gegn lyfjafyrirtækjum vegna ópíóða faraldursins. Á hverjum degi deyja 130 bandarískir einstaklingar að meðaltali, vegna ofskammts af ópíóðalyfjum, samkvæmt tölum Centers for Disease Control and Prevention. Árið 2017 dóu 70.200 einstaklingar af ofskammti og höfðu 68% þeirra tekið inn ópíóðalyf, bæði með lyfjaávísun og ólöglega.Dómsmálið Í opnunaryfirlýsingu sagði saksóknari Johnson & Johnson, auk lyfjarisanna Purdue Pharma, sem framleiðir OxyContin, og Teva Pharmaceuticals hafa þrýst á lækna að skrifa út fleiri lyfseðla fyrir ópíóðalyfjum á 10. áratugnum, með misvísandi markaðssetningu. Brad Beckworth, saksóknari í málinu, sagði Johnson & Johnson hafa markaðssett ópíóða sem „örugga og skilvirka leið til að takast á við daglega verki“ en hafa lagt lítið upp úr því hve ávanabindandi lyfið væri og þar með ýtt undir offramboð af lyfinu. „Ef boðið er upp á of mikið af þessum lyfjum leiðir það til dauða fólks,“ sagði hann. Mike Hunter, ríkissaksóknari Oklahoma, sagði við dómssalinn að það væri tími til kominn að gera fyrirtækin „ábyrg fyrir gjörðum sínum.“ „Þetta er stærsta heilbrigðisógn, sem hefur verið búin til af mönnum, í sögu þessa ríkis. Til að segja alveg eins og er, þá er þetta neyðarástand voðalegt fyrir Oklahoma,“ bætti hann við. Larry Ottaway, lögmaður Johnson & Johnson, sagði að markaðssetning fyrirtækisins hafi ekki haldið neinu öðru fram en US Food and Drug Administration gerði árið 2009, sem sagði verkjalyf, væru þau notuð á réttan hátt, sjaldan ávanabindandi. „Við erum ekki að gera lítið úr neinum, en staðreyndir eru staðreyndir,“ sagði hann. OxyContin sem framleitt er af Purdue Pharma er eitt umtalaðasta ópíóðalyf sem framleitt hefur verið.getty/George FreySáttagreiðslur Purdue Pharma og Teva Pharmaceuticals sömdu um sáttagreiðslur í málinu en Purdue greiddi Oklahoma 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Teva samþykkti á sunnudag að greiða 10,5 milljarða íslenskra króna í sáttagreiðslur. Fjármagnið sem lyfjarisarnir greiða mun verða varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma.
Bandaríkin Fíkn Heilsa Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Sjá meira