Knattspyrnuþjálfari sem bjargar lífi barna og snýr niður innbrotsþjófa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2019 09:23 Júlíus Ármann Júlíusson kemur fólki reglulega til aðstoðar. Vísir Júlíus Ármann Júlíusson, knattspyrnuþjálfari hjá Aftureldingu, var svo sannarlega réttur maður á réttum stað um liðna helgi. Júlíus var á Hamborgarafabrikkunni á Akureyri þegar stóð í dreng í næsta bás. Móðirin ætlaði að rölta út með drenginn en Júlíus Ármann steig inn í. „Ég tek drenginn úr höndunum á henni og næ að fara með hægri höndina undir bringuna, einhvern veginn beygi mig niður með hann og slæ létt á milli herðablaðanna,“ segir Júlíus í samtali við Morgunblaðið í dag. Viðbrögðin hafi verið ósjálfráð. Honum hafi þótt skrýtið að enginn hafi gripið inn í fyrr. Móðirin hafi eðlilega verið í miklu áfalli en mjög þakklát þegar drengurinn hafði jafnað sig. Júlíus vill lítið gera úr atvikinu en skemmst er að minnast þegar hann kom einstæðri móður með ellefu daga gamalt barn til bjargar í október 2016.Sneri þjófinn niður á nærbuxunum Þá var maður að reyna að brjótast inn í hús í hverfi Júlíusar, lá á glugganum hjá konunni sem bjó á hæðinni fyrir neðan Júlíus Ármann. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“ Í framhaldinu hringdi kona Júlíusar á lögregluna sem kannaðist við innbrotsþjófinn. Svokallaður góðkunningi. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús,“ sagði Júlíus í viðtali við Vísi. Þá minnti Júlíus á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin. Lærdómurinn frá Akureyri sé að fara á skyndihjálparnámskeið og viðhalda kunnáttunni. Akureyri Mosfellsbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Júlíus Ármann Júlíusson, knattspyrnuþjálfari hjá Aftureldingu, var svo sannarlega réttur maður á réttum stað um liðna helgi. Júlíus var á Hamborgarafabrikkunni á Akureyri þegar stóð í dreng í næsta bás. Móðirin ætlaði að rölta út með drenginn en Júlíus Ármann steig inn í. „Ég tek drenginn úr höndunum á henni og næ að fara með hægri höndina undir bringuna, einhvern veginn beygi mig niður með hann og slæ létt á milli herðablaðanna,“ segir Júlíus í samtali við Morgunblaðið í dag. Viðbrögðin hafi verið ósjálfráð. Honum hafi þótt skrýtið að enginn hafi gripið inn í fyrr. Móðirin hafi eðlilega verið í miklu áfalli en mjög þakklát þegar drengurinn hafði jafnað sig. Júlíus vill lítið gera úr atvikinu en skemmst er að minnast þegar hann kom einstæðri móður með ellefu daga gamalt barn til bjargar í október 2016.Sneri þjófinn niður á nærbuxunum Þá var maður að reyna að brjótast inn í hús í hverfi Júlíusar, lá á glugganum hjá konunni sem bjó á hæðinni fyrir neðan Júlíus Ármann. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“ Í framhaldinu hringdi kona Júlíusar á lögregluna sem kannaðist við innbrotsþjófinn. Svokallaður góðkunningi. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús,“ sagði Júlíus í viðtali við Vísi. Þá minnti Júlíus á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin. Lærdómurinn frá Akureyri sé að fara á skyndihjálparnámskeið og viðhalda kunnáttunni.
Akureyri Mosfellsbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira