Ætlar að stórbæta réttindi leigjenda Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. maí 2019 12:45 Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Vísir/Vilhelm Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Félagsmálaráðherra segir að frumvarp um breytingar á húsleigulögum verði lagt fyrir Alþingi í haust þar sem komi fram verulegar réttarbætur fyrir leigjendur. Leigjendur hér á landi hafa lengi kvartað undan meira óöryggi en leigjendur í nágrannalöndunum, hvað varðar t.d. tíða hækkun leiguverðs eða skyndilega uppsögn samnings. Í janúar lagði átakshópur í húsnæðismálum til að húsaleigulög yrði endurskoðuð svo bæta mætti réttarstöðu þeirra þrjátíu þúsund einstaklinga sem eru á leigumarkaði hér á landi. Íbúðalánasjóður og Félagsmálaráðuneytið héldu Leigudaginn í dag á Hilton Reykjavík. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að umræður og vinnustofur þar verði nýttar í tillögur í frumvarp um breytingar á húsaleigulögum sem verður lagt fyrir Alþingi í haust. „Það sem er verið að skoða er hvort að ákvörðun leigufjárhæðar í upphafi leigu og heimildir til að breyta henni á leigutíma sé hægt að takmarka það eitthvað og líka lengd leigusamnings og uppsögn hans. Skilgreina langtímatímaleigu og úrræða og viðurlög gegnum brotum á ákvæðum húsaleigulaga,“ sagði Ásmundur Einar. Hann býst við að fram komi talsverðar breytingar á þessum málum enda sé kveðið á það í hinum svokallaða lífskjarasamningi stjórnvalda og vinnumarkaðarins. Ásmundur segir að litið verði til nágrannalanda í þessu samhengi þar sem réttindi leigjenda séu mun betri en hér á landi. Leigjendum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. „Það er 60% aukning frá tímabilinu 2004-2006 til 2014 til 2016. Á sama tíma jókst heildarfjöldi heimila aðeins um 14%. Misvægi er mikið. Leigjendur eru tekjulægsti hópur samfélagsins en vill gjarnan vera í eigin húsnæði þannig að þú sérð að það er mjög aðkallandi að stíga fast til jarðar þarna,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Félagsmálaráðherra segir að frumvarp um breytingar á húsleigulögum verði lagt fyrir Alþingi í haust þar sem komi fram verulegar réttarbætur fyrir leigjendur. Leigjendur hér á landi hafa lengi kvartað undan meira óöryggi en leigjendur í nágrannalöndunum, hvað varðar t.d. tíða hækkun leiguverðs eða skyndilega uppsögn samnings. Í janúar lagði átakshópur í húsnæðismálum til að húsaleigulög yrði endurskoðuð svo bæta mætti réttarstöðu þeirra þrjátíu þúsund einstaklinga sem eru á leigumarkaði hér á landi. Íbúðalánasjóður og Félagsmálaráðuneytið héldu Leigudaginn í dag á Hilton Reykjavík. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að umræður og vinnustofur þar verði nýttar í tillögur í frumvarp um breytingar á húsaleigulögum sem verður lagt fyrir Alþingi í haust. „Það sem er verið að skoða er hvort að ákvörðun leigufjárhæðar í upphafi leigu og heimildir til að breyta henni á leigutíma sé hægt að takmarka það eitthvað og líka lengd leigusamnings og uppsögn hans. Skilgreina langtímatímaleigu og úrræða og viðurlög gegnum brotum á ákvæðum húsaleigulaga,“ sagði Ásmundur Einar. Hann býst við að fram komi talsverðar breytingar á þessum málum enda sé kveðið á það í hinum svokallaða lífskjarasamningi stjórnvalda og vinnumarkaðarins. Ásmundur segir að litið verði til nágrannalanda í þessu samhengi þar sem réttindi leigjenda séu mun betri en hér á landi. Leigjendum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. „Það er 60% aukning frá tímabilinu 2004-2006 til 2014 til 2016. Á sama tíma jókst heildarfjöldi heimila aðeins um 14%. Misvægi er mikið. Leigjendur eru tekjulægsti hópur samfélagsins en vill gjarnan vera í eigin húsnæði þannig að þú sérð að það er mjög aðkallandi að stíga fast til jarðar þarna,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira