Bjarkey: Óásættanlegt að einn þingflokkur haldi lýðræðinu í uppnámi Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 20:00 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, skaut föstum skotum á þingflokk Miðflokksins vegna málþófs þeirra í umræðum um þriðja orkupakkann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „Það er óásættanlegt að einn þingflokkur taki sér þá stöðu að halda löggjafanum og þar með lýðræðinu í uppnámi. Slíkt á ekki að líðast,“ sagði Bjarkey.Talað í tvær vikur Bjarkey útlistaði fjölda þeirra mála sem bíða afgreiðslu og óljóst er hvort takist að ljúka fyrir þinglok vegna málþófs þingmanna Miðflokks. Nefndi hún meðal annars Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, þingsályktunartillögu um áætlun gegn ofbeldi og afleiðingum þess, frumvarp félagsmálaráðherra um sérstaka uppbót vegna framfærslu og meðferð atvinnutekna, lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og frumvarp um rétt barna sem aðstandendur þegar foreldri glímir við alvarleg veikindi eða fellur frá.Kominn tími til að uppskera „En það er alls óvíst hvort og þá hvenær þessi mál fá hér fram að ganga vegna þeirrar stöðu sem við stöndum nú frammi fyrir. Vegna þess að einn þingflokkur hefur tekið það að sér að tala hér í tæpar tvær vikur, á milli þess sem hann sannfærir þing og þjóð um að þeir séu alls ekki að stunda málþóf. Á meðan bíðum við hin 54 sem eigum sæti hér á Alþingi, eftir því að geta tekið þessi góðu og þörfu mál til umræðu og afgreiðslu,“ sagði Bjarkey. Þingmaðurinn sagði að yfirstandandi þing hafi verið starfssamt og afkastamikið og nú sé komið að því að uppskera. „Þannig virkar Alþingi, þingið okkar í lýðræðissamfélagi. Það er óásættanlegt að einn þingflokkur taki sér þá stöðu að halda löggjafanum og þar með lýðræðinu í uppnámi. Slíkt á ekki að líðast. Forseti, meirihluti Alþingis vill ljúka 149. þingi með afgreiðslu mála eins og lög gera ráð fyrir. Á þessum bjarta degi er full ástæða fyrir sóknarhug og bjartsýni. Samfélagið á það skilið að við höldum áfram að sækja fram, fyrir alla landsmenn og framtíðina,“ sagði Bjarkey. Alþingi Vinstri græn Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, skaut föstum skotum á þingflokk Miðflokksins vegna málþófs þeirra í umræðum um þriðja orkupakkann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „Það er óásættanlegt að einn þingflokkur taki sér þá stöðu að halda löggjafanum og þar með lýðræðinu í uppnámi. Slíkt á ekki að líðast,“ sagði Bjarkey.Talað í tvær vikur Bjarkey útlistaði fjölda þeirra mála sem bíða afgreiðslu og óljóst er hvort takist að ljúka fyrir þinglok vegna málþófs þingmanna Miðflokks. Nefndi hún meðal annars Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, þingsályktunartillögu um áætlun gegn ofbeldi og afleiðingum þess, frumvarp félagsmálaráðherra um sérstaka uppbót vegna framfærslu og meðferð atvinnutekna, lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og frumvarp um rétt barna sem aðstandendur þegar foreldri glímir við alvarleg veikindi eða fellur frá.Kominn tími til að uppskera „En það er alls óvíst hvort og þá hvenær þessi mál fá hér fram að ganga vegna þeirrar stöðu sem við stöndum nú frammi fyrir. Vegna þess að einn þingflokkur hefur tekið það að sér að tala hér í tæpar tvær vikur, á milli þess sem hann sannfærir þing og þjóð um að þeir séu alls ekki að stunda málþóf. Á meðan bíðum við hin 54 sem eigum sæti hér á Alþingi, eftir því að geta tekið þessi góðu og þörfu mál til umræðu og afgreiðslu,“ sagði Bjarkey. Þingmaðurinn sagði að yfirstandandi þing hafi verið starfssamt og afkastamikið og nú sé komið að því að uppskera. „Þannig virkar Alþingi, þingið okkar í lýðræðissamfélagi. Það er óásættanlegt að einn þingflokkur taki sér þá stöðu að halda löggjafanum og þar með lýðræðinu í uppnámi. Slíkt á ekki að líðast. Forseti, meirihluti Alþingis vill ljúka 149. þingi með afgreiðslu mála eins og lög gera ráð fyrir. Á þessum bjarta degi er full ástæða fyrir sóknarhug og bjartsýni. Samfélagið á það skilið að við höldum áfram að sækja fram, fyrir alla landsmenn og framtíðina,“ sagði Bjarkey.
Alþingi Vinstri græn Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira