EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 20:45 Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. Vísir/Vilhelm „Framtíðin bankar á dyrnar burtséð frá því hvað margir vilja berjast gegn henni,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinn við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Þar ræddi Áslaug Arna mikilvægi EES-samningsins í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um hann í sal Alþingis undanfarið. „Það má öllum vera ljóst, nema þeim sem kjósa að setja kíkinn á blinda augað, að sá samningur hefur gjörbreytt íslensku samfélagi, aukið bæði velmegun og frelsi - og eiga þeir sem innleiddu hann miklar þakkir skilið fyrir þá framsýni sem þeir sýndu. Margir þekkja ekki annað en Ísland innan EES samstarfsins og ég efast um að þeir sem muna eftir Íslandi utan EES vilji snúa aftur til þess tíma. Það er hins vegar margt annað sem er betra að hafa að leiðarljósi við mótun utanríkis- og viðskiptastefnu okkar en þessa eitruðu blöndu af afturhaldi, fortíðarþrá og framtíðarótta,“ sagði Áslaug Arna. Hún benti á að heimurinn hafi breyst hratt á síðustu áratugum og þær breytingar hafi ekki endilega orðið með ákvörðunum stjórnvalda. Fátt hafi breytt meiru en Internetið og enginn hafi í raun kosið Internetið. „Samhliða því og auknu viðskiptafrelsi er heimurinn allur orðinn hverfisverslunin okkar og íslensk fyrirtæki geta selt vörur, hugvit og þjónustu til allra heimshorna rétt eins og íslenskir neytendur hafa sömu tækifæri til að versla og nýta sér alþjóðlega þjónustu,“ sagði Áslaug. Hún sagði að alþjóðavæðing virðist ógnvænleg fyrir suma og ekki sé alltaf víst hvað sé handan við hornið. „Við stoppum ekki þessa þróun en við höfum alla burði til að taka þátt í henni. Framtíðin bankar á dyrnar burtséð frá því hvað margir vilja berjast gegn henni. Ísland mun halda áfram að breytast, verða frjálsara, betra og hagsælla en það var í gær.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
„Framtíðin bankar á dyrnar burtséð frá því hvað margir vilja berjast gegn henni,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinn við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Þar ræddi Áslaug Arna mikilvægi EES-samningsins í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um hann í sal Alþingis undanfarið. „Það má öllum vera ljóst, nema þeim sem kjósa að setja kíkinn á blinda augað, að sá samningur hefur gjörbreytt íslensku samfélagi, aukið bæði velmegun og frelsi - og eiga þeir sem innleiddu hann miklar þakkir skilið fyrir þá framsýni sem þeir sýndu. Margir þekkja ekki annað en Ísland innan EES samstarfsins og ég efast um að þeir sem muna eftir Íslandi utan EES vilji snúa aftur til þess tíma. Það er hins vegar margt annað sem er betra að hafa að leiðarljósi við mótun utanríkis- og viðskiptastefnu okkar en þessa eitruðu blöndu af afturhaldi, fortíðarþrá og framtíðarótta,“ sagði Áslaug Arna. Hún benti á að heimurinn hafi breyst hratt á síðustu áratugum og þær breytingar hafi ekki endilega orðið með ákvörðunum stjórnvalda. Fátt hafi breytt meiru en Internetið og enginn hafi í raun kosið Internetið. „Samhliða því og auknu viðskiptafrelsi er heimurinn allur orðinn hverfisverslunin okkar og íslensk fyrirtæki geta selt vörur, hugvit og þjónustu til allra heimshorna rétt eins og íslenskir neytendur hafa sömu tækifæri til að versla og nýta sér alþjóðlega þjónustu,“ sagði Áslaug. Hún sagði að alþjóðavæðing virðist ógnvænleg fyrir suma og ekki sé alltaf víst hvað sé handan við hornið. „Við stoppum ekki þessa þróun en við höfum alla burði til að taka þátt í henni. Framtíðin bankar á dyrnar burtséð frá því hvað margir vilja berjast gegn henni. Ísland mun halda áfram að breytast, verða frjálsara, betra og hagsælla en það var í gær.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira