Sagði umræðu Miðflokksmanna hafa dýpkað skilning og þekkingu á þriðja orkupakkanum Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 22:17 Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður. Fréttablaðið/Anton Brink Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn ekki hafa farið fram á dagskrárvald á Alþingi heldur boðist til að greiða götu annarra mála, en það hafi ekki verið þegið. Þetta sagði Þorsteinn í ræðu sinni við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld þar sem hann minnti á að forseti Alþingi ráði dagskrá þingsins og afhendi engum dagskrárvaldið. Hann sagði umræður um þriðja orkupakkann hafa staðið yfir í áður óþekkta lengd en Miðflokksmenn kvarti ekki, oft var þörf en nú er nauðsyn. Benti Þorsteinn á að margt hefði komið í ljós á þeim dögum sem umræðurnar hafa staðið yfir. Vildi Þorsteinn meina að nú væri komið í ljós að flokksmenn Vinstri grænna væru orðnir helstu málsvarar markaðsvæðingar orkuauðlinda þjóðarinnar og vilji stuðla að því að hér verði reistir stórir vindmyllugarðar og smávirkjanir með tilheyrandi náttúruspjöllum. Þá sagði hann að ekki hefði verið vitað fyrir þessa umræðu að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndu ganga á bak samþykktum flokkstofnanna sinna um málið. Vildi Þorsteinn meina að fyrir tíu dögum hafi ekki verið vitað að orkupakki fjögur væri tilbúinn og að full fjármagnaður sæstrengur væri í bakgarði Íslendinga og að sá sem stæði að honum héldi því fram að stuðningur við verkið væri að aukast. Þá hafi sú skoðun verið leidd fram í dagsljósið með þessum umræðum að fyrirvarar þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann væru ónýtir. Þá benti Þorsteinn á að nú væri komið í ljós að stjórnlagadómstóll Noregs ætlar að taka orkupakkann fyrir í haust. Hann sagði umræður Miðflokksmanna hafa dýpkað skilning og þekkingu á málinu en þeir átti sig ekki enn á því hví lá svo á að keyra málið í gegnum þingið í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Þorsteinn sagði að Miðflokksmenn myndu aftur berjast svo fyrir hagsmuni þjóðarinnar og framtíð barnanna. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn ekki hafa farið fram á dagskrárvald á Alþingi heldur boðist til að greiða götu annarra mála, en það hafi ekki verið þegið. Þetta sagði Þorsteinn í ræðu sinni við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld þar sem hann minnti á að forseti Alþingi ráði dagskrá þingsins og afhendi engum dagskrárvaldið. Hann sagði umræður um þriðja orkupakkann hafa staðið yfir í áður óþekkta lengd en Miðflokksmenn kvarti ekki, oft var þörf en nú er nauðsyn. Benti Þorsteinn á að margt hefði komið í ljós á þeim dögum sem umræðurnar hafa staðið yfir. Vildi Þorsteinn meina að nú væri komið í ljós að flokksmenn Vinstri grænna væru orðnir helstu málsvarar markaðsvæðingar orkuauðlinda þjóðarinnar og vilji stuðla að því að hér verði reistir stórir vindmyllugarðar og smávirkjanir með tilheyrandi náttúruspjöllum. Þá sagði hann að ekki hefði verið vitað fyrir þessa umræðu að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndu ganga á bak samþykktum flokkstofnanna sinna um málið. Vildi Þorsteinn meina að fyrir tíu dögum hafi ekki verið vitað að orkupakki fjögur væri tilbúinn og að full fjármagnaður sæstrengur væri í bakgarði Íslendinga og að sá sem stæði að honum héldi því fram að stuðningur við verkið væri að aukast. Þá hafi sú skoðun verið leidd fram í dagsljósið með þessum umræðum að fyrirvarar þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann væru ónýtir. Þá benti Þorsteinn á að nú væri komið í ljós að stjórnlagadómstóll Noregs ætlar að taka orkupakkann fyrir í haust. Hann sagði umræður Miðflokksmanna hafa dýpkað skilning og þekkingu á málinu en þeir átti sig ekki enn á því hví lá svo á að keyra málið í gegnum þingið í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Þorsteinn sagði að Miðflokksmenn myndu aftur berjast svo fyrir hagsmuni þjóðarinnar og framtíð barnanna.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira