Tugir flóttamanna drukkna undan ströndum Túnis Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 10. maí 2019 19:23 Flóttamenn bíða eftir að ganga frá borði björgunarskips. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty/Jesus Merida Að minnsta kosti 65 flóttamenn drukknuðu í dag þegar báti þeirra hvolfdi á Miðjarðarhafinu, rétt fyrir utan strendur Túnis. Hópurinn hafði siglt frá Líbíu í von um að ná til Evrópu, samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Slysið er eitt mannskæðasta slys á flóttamönnum á leið til Evrópu það sem af er ári en ríkismiðill Túnis, Afrique Presse sagði að minnsta kosti 70 manns hafa látið lífið. Vincent Cochetel, sendifulltrúi UNHCR fyrir Miðjarðarhafið sagði í tilkynningu „þetta er skelfilegt slys og hræðileg áminning á það hve miklar hættur fólk sem reynir að komast yfir Miðjarðarhafið þarf að kljást við.“ Á fyrstu fimm mánuðum ársins 2019 er vitað til að 164 einstaklingar hafi látið lífið á leiðinni yfir hafið. Þetta er lægri tala en síðustu ár, en hærra hlutfall en hefur verið. Nú deyr 1 á móti hverjum 3 sem ná til Evrópu. UNHCR sagði bátinn hafa lagt af stað frá Líbíu á fimmtudag, þar sem stríðandi fylkingar hafa hertekið Trípólí, höfuðborg landsins, síðast liðnar fimm vikur. Vitað er til þess að 16 manns hafi lifað slysið af og aðeins einn var færður á spítala en hinir bíða þess að fá að ganga á land í Zarzis og bíða þess í herskipi Túniska sjóhersins. Afrique Presse sagði bátinn hafa sokkið um 40 sjómílum norður af strönd Sfax og að fólkinu sem eftir var hafi verið bjargað af sjómönnum. Aðeins þrjú lík hafa fundist eftir slysið. Flóttamenn Líbía Túnis Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Að minnsta kosti 65 flóttamenn drukknuðu í dag þegar báti þeirra hvolfdi á Miðjarðarhafinu, rétt fyrir utan strendur Túnis. Hópurinn hafði siglt frá Líbíu í von um að ná til Evrópu, samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Slysið er eitt mannskæðasta slys á flóttamönnum á leið til Evrópu það sem af er ári en ríkismiðill Túnis, Afrique Presse sagði að minnsta kosti 70 manns hafa látið lífið. Vincent Cochetel, sendifulltrúi UNHCR fyrir Miðjarðarhafið sagði í tilkynningu „þetta er skelfilegt slys og hræðileg áminning á það hve miklar hættur fólk sem reynir að komast yfir Miðjarðarhafið þarf að kljást við.“ Á fyrstu fimm mánuðum ársins 2019 er vitað til að 164 einstaklingar hafi látið lífið á leiðinni yfir hafið. Þetta er lægri tala en síðustu ár, en hærra hlutfall en hefur verið. Nú deyr 1 á móti hverjum 3 sem ná til Evrópu. UNHCR sagði bátinn hafa lagt af stað frá Líbíu á fimmtudag, þar sem stríðandi fylkingar hafa hertekið Trípólí, höfuðborg landsins, síðast liðnar fimm vikur. Vitað er til þess að 16 manns hafi lifað slysið af og aðeins einn var færður á spítala en hinir bíða þess að fá að ganga á land í Zarzis og bíða þess í herskipi Túniska sjóhersins. Afrique Presse sagði bátinn hafa sokkið um 40 sjómílum norður af strönd Sfax og að fólkinu sem eftir var hafi verið bjargað af sjómönnum. Aðeins þrjú lík hafa fundist eftir slysið.
Flóttamenn Líbía Túnis Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira