EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. maí 2019 07:30 Í yfirlýsingu segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum. Fréttablaðið/Ernir „Ákvæði þriðja orkupakka ESB hafa á engan hátt áhrif á full yfirráð EFTA-ríkjanna í EES yfir orkuauðlindum sínum og ráðstöfun þeirra og hagnýtingu,“ segir í yfirlýsingu Íslands, Noregs og Liechtenstein sem var sett fram í bókun á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag. Í yfirlýsingunni er áréttað að ákvarðanir um tengingu raforkukerfa EFTA-ríkjanna við innri raforkumarkað ESB séu alfarið á forræði EFTA-ríkjanna sjálfra. Er yfirlýsingin í samræmi við yfirlýsingu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB frá því í mars síðastliðnum. Bjarni Már Magnússon, dósent og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR, segir að yfirlýsing EFTA-ríkjanna skapi engin ný sjálfstæð réttindi eða skyldur fyrir Ísland. „Aftur á móti er vert að benda á að í þjóðarétti er skýrt að aðilar að milliríkjasamningi geta komið sér saman um hvernig beri að skýra ákvæði samnings, einhvern þátt sem tengist samningi eða hvernig beri að framkvæma hann.“ Það séu engar skráðar reglur í þjóðarétti fyrir því hvernig eigi að ná slíku samkomulagi. Lykilatriði sé að sýna fram á vilja samningsaðila sem hafi, líkt og við almenna samningsgerð, mikið að segja í þjóðarétti. „Ég tel að með góðum rökum megi halda fram að yfirlýsing EFTA-ríkjanna annars vegar og yfirlýsing utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB hins vegar feli í sér slíkt samkomulag sem taka eigi tillit til við lögskýringu samkvæmt þjóðarétti. Svo eru þetta mikilvægar pólitískar yfirlýsingar.“ Yfirlýsing EFTA-ríkjanna tekur einnig á sérstöðu Íslands þar sem landið sé ekki tengt raforkukerfi ESB. Segir að af þeim sökum hafi stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans engin raunveruleg áhrif hér á landi svo lengi sem sæstrengur hafi ekki verið lagður. Kæmi til lagningar sæstrengs og tengingar við raforkumarkað ESB yrði leyst úr ágreiningsmálum á vettvangi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en ekki ACER, samstarfsstofnunar eftirlitsaðila. Á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar var lesin upp yfirlýsing fulltrúa ESB þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að þriðji orkupakkinn yrði samþykktur á öllu EES-svæðinu. Slíkt væri forsenda hnökralausra orkuviðskipta milli ESB-ríkja og EFTA-ríkja í EES sem væru þegar tengd sameiginlegum orkumarkaði.Hvað er EFTA? EES? Sameiginlega EES-nefndin?EFTA Fríverslunarsamtök Evrópu voru stofnuð 1960 en Ísland gerðist aðili að þeim tíu árum síðar. Í dag eru aðeins fjögur ríki í EFTA, auk Íslands eru það Noregur, Liechtenstein og Sviss. Það síðastnefnda er hið eina sem ekki er aðili að EES.EES Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var komið á fót árið 1992 með samkomulagi Evrópusambandsins og EFTA. Þannig fengu EFTA-ríkin aðild að innri markaði ESB.Sameiginlega EES-nefndin Nefndin er helsti samstarfsvettvangur ESB annars vegar og EES-ríkjanna hins vegar. Þar eru teknar ákvarðanir um hvaða ESB-gerðir skuli teknar upp í EES-samninginn og innleiddar á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira
„Ákvæði þriðja orkupakka ESB hafa á engan hátt áhrif á full yfirráð EFTA-ríkjanna í EES yfir orkuauðlindum sínum og ráðstöfun þeirra og hagnýtingu,“ segir í yfirlýsingu Íslands, Noregs og Liechtenstein sem var sett fram í bókun á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag. Í yfirlýsingunni er áréttað að ákvarðanir um tengingu raforkukerfa EFTA-ríkjanna við innri raforkumarkað ESB séu alfarið á forræði EFTA-ríkjanna sjálfra. Er yfirlýsingin í samræmi við yfirlýsingu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB frá því í mars síðastliðnum. Bjarni Már Magnússon, dósent og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR, segir að yfirlýsing EFTA-ríkjanna skapi engin ný sjálfstæð réttindi eða skyldur fyrir Ísland. „Aftur á móti er vert að benda á að í þjóðarétti er skýrt að aðilar að milliríkjasamningi geta komið sér saman um hvernig beri að skýra ákvæði samnings, einhvern þátt sem tengist samningi eða hvernig beri að framkvæma hann.“ Það séu engar skráðar reglur í þjóðarétti fyrir því hvernig eigi að ná slíku samkomulagi. Lykilatriði sé að sýna fram á vilja samningsaðila sem hafi, líkt og við almenna samningsgerð, mikið að segja í þjóðarétti. „Ég tel að með góðum rökum megi halda fram að yfirlýsing EFTA-ríkjanna annars vegar og yfirlýsing utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB hins vegar feli í sér slíkt samkomulag sem taka eigi tillit til við lögskýringu samkvæmt þjóðarétti. Svo eru þetta mikilvægar pólitískar yfirlýsingar.“ Yfirlýsing EFTA-ríkjanna tekur einnig á sérstöðu Íslands þar sem landið sé ekki tengt raforkukerfi ESB. Segir að af þeim sökum hafi stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans engin raunveruleg áhrif hér á landi svo lengi sem sæstrengur hafi ekki verið lagður. Kæmi til lagningar sæstrengs og tengingar við raforkumarkað ESB yrði leyst úr ágreiningsmálum á vettvangi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en ekki ACER, samstarfsstofnunar eftirlitsaðila. Á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar var lesin upp yfirlýsing fulltrúa ESB þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að þriðji orkupakkinn yrði samþykktur á öllu EES-svæðinu. Slíkt væri forsenda hnökralausra orkuviðskipta milli ESB-ríkja og EFTA-ríkja í EES sem væru þegar tengd sameiginlegum orkumarkaði.Hvað er EFTA? EES? Sameiginlega EES-nefndin?EFTA Fríverslunarsamtök Evrópu voru stofnuð 1960 en Ísland gerðist aðili að þeim tíu árum síðar. Í dag eru aðeins fjögur ríki í EFTA, auk Íslands eru það Noregur, Liechtenstein og Sviss. Það síðastnefnda er hið eina sem ekki er aðili að EES.EES Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var komið á fót árið 1992 með samkomulagi Evrópusambandsins og EFTA. Þannig fengu EFTA-ríkin aðild að innri markaði ESB.Sameiginlega EES-nefndin Nefndin er helsti samstarfsvettvangur ESB annars vegar og EES-ríkjanna hins vegar. Þar eru teknar ákvarðanir um hvaða ESB-gerðir skuli teknar upp í EES-samninginn og innleiddar á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira