Nýsköpun í náttúruvernd Hildur Björnsdóttir skrifar 13. maí 2019 08:00 Í lok nítjándu aldar blasti óvenjulegur umhverfisvandi við stórborgum heims. Tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga, en þeim fylgdi ótæpilegt magn af hrossaskít. Dagblaðið Times birti dómsdagsskáp. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Til þess kom þó aldrei. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Nýsköpun leysti af hólmi dráttarklárinn, ferðamynstur breyttust og þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er eitt stærsta viðfangsefni samtímans. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna telur 70-90% nauðsynlegra aðgerða í loftslagsmálum bundin sveitarstjórnarstiginu. Hér gegna sveitarstjórnir því lykilhlutverki. Reykjavíkurborg stefnir að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Umhverfisvænni samgöngur verða þungavigtarþáttur á þeirri vegferð. Um aldamótin fylgdi hestknúnum samgöngum umhverfisvandi. Í dag fylgir vélknúnum samgöngum umhverfisvandi. Sem fyrr liggur lausnin í nýsköpun – orkuskipti og almenningssamgöngur munu gegna lykilhlutverki í átt að kolefnishlutleysi. Hér þarf borgin að tryggja frjóan jarðveg fyrir tækni og nýjar lausnir. Í vikunni sem leið samþykkti borgarráð helmingsfækkun bensínstöðva í borgarlandinu, enda fádæma fjöldi stöðva í borginni miðað við íbúatölu. Samhljómur var um þá tillögu Sjálfstæðismanna að ná þessu metnaðarfulla markmiði fyrir 2025. Það er jákvætt skref í rétta átt. Reykjavíkurborg er í kjöraðstöðu til að vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Aðgangur að hreinni íslenskri orku ætti að tryggja okkur forystu í orkuskiptum. Smæðin ætti að tryggja okkur forystu í kolefnishlutleysi. Borgin getur gert miklu betur. Mýmargir telja aukna áherslu á náttúruvernd ógn við atvinnulífið. Nýsköpun, atvinnuuppbygging og náttúruvernd eiga þó margvíslega samleið. Við eigum að skapa farveg fyrir þekkingu og hugvit – fyrir nýsköpun og lausnir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Í því felast tækifæri til atvinnuuppbyggingar og verðmætasköpunar – en ekki síst tækifæri til náttúruverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í lok nítjándu aldar blasti óvenjulegur umhverfisvandi við stórborgum heims. Tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga, en þeim fylgdi ótæpilegt magn af hrossaskít. Dagblaðið Times birti dómsdagsskáp. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Til þess kom þó aldrei. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Nýsköpun leysti af hólmi dráttarklárinn, ferðamynstur breyttust og þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er eitt stærsta viðfangsefni samtímans. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna telur 70-90% nauðsynlegra aðgerða í loftslagsmálum bundin sveitarstjórnarstiginu. Hér gegna sveitarstjórnir því lykilhlutverki. Reykjavíkurborg stefnir að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Umhverfisvænni samgöngur verða þungavigtarþáttur á þeirri vegferð. Um aldamótin fylgdi hestknúnum samgöngum umhverfisvandi. Í dag fylgir vélknúnum samgöngum umhverfisvandi. Sem fyrr liggur lausnin í nýsköpun – orkuskipti og almenningssamgöngur munu gegna lykilhlutverki í átt að kolefnishlutleysi. Hér þarf borgin að tryggja frjóan jarðveg fyrir tækni og nýjar lausnir. Í vikunni sem leið samþykkti borgarráð helmingsfækkun bensínstöðva í borgarlandinu, enda fádæma fjöldi stöðva í borginni miðað við íbúatölu. Samhljómur var um þá tillögu Sjálfstæðismanna að ná þessu metnaðarfulla markmiði fyrir 2025. Það er jákvætt skref í rétta átt. Reykjavíkurborg er í kjöraðstöðu til að vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Aðgangur að hreinni íslenskri orku ætti að tryggja okkur forystu í orkuskiptum. Smæðin ætti að tryggja okkur forystu í kolefnishlutleysi. Borgin getur gert miklu betur. Mýmargir telja aukna áherslu á náttúruvernd ógn við atvinnulífið. Nýsköpun, atvinnuuppbygging og náttúruvernd eiga þó margvíslega samleið. Við eigum að skapa farveg fyrir þekkingu og hugvit – fyrir nýsköpun og lausnir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Í því felast tækifæri til atvinnuuppbyggingar og verðmætasköpunar – en ekki síst tækifæri til náttúruverndar.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar