Með haglabyssuna og skotfæri í ólæstum bíl Sveinn Arnarsson skrifar 13. maí 2019 07:30 M aðurinn hefur áður komist í kast við lögin vegna slæmrar meðferðar á skotvopnum. Fréttablaðið/Auðunn Leiðrétt: Fullyrt var í upphafi að maðurinn hafi áður verið dæmdur sekur. Hann var hins vegar sýknaður í hæstarétti af meintum brotum sínum. Maðurinn hefur því ekki áður fengið á sig dóm. Það leiðréttist hér með og eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þeim mistökum. Karlmaður á sjötugsaldri var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur fyrir að hafa geymt haglabyssu sína og haglaskot í framsæti á bifreið fyrir utan verslun Nettó á Húsavík í október síðastliðnum. Einnig gleymdi hann að læsa bifreiðinni og skildi lyklana eftir í bílnum. Haglabyssan var þó ekki gerð upptæk. Maðurinn heitir Árni Logi Sigurbjörnsson og er meindýraeyðir í Norðurþingi. Hann hefur nokkrum sinnum átt í útistöðum við lögregluna síðustu árin. Eitt sinn fannst í íbúðarhúsnæði hans frystikista sem hafði að geyma hræ af fálkum, branduglum og smyrlum. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að allir fuglarnir höfðu verið drepnir með haglabyssu. Árni Logi sagði að hann hefði fundið frystikistuna á ruslahaugum og dröslað henni heim.Stoeger P-350 haglabyssaEinnig var hann kærður og dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi á síðasta áratug fyrir að hafa verið með vopnabúr sitt á glámbekk heima fyrir. Brotist var inn til hans og miklu magni skotvopna stolið. Vegna innbrotsins fékk hann á sig ákæru fyrir vanrækslu og að geyma ekki vopnin á sómasamlegan hátt. „Ég reyndi nú í tvígang að fresta málinu því lögfræðingur minn er að skoða þetta mál,“ segir Árni Logi við Fréttablaðið en hann hafði ekki heyrt af málalyktum þegar blaðamaður náði í hann. „En það er greinilegt að fulltrúi lögreglunnar vildi ekkert tala við mig.“ Hann segir þetta ekki hafa verið hættulegt fyrir utan verslun Nettó. „Nei, það er bara þannig að ég skaust inn í búðina til að skoða einhver skordýr þarna og gleymdi bara að læsa bílnum. Byssan er alltaf nálægt mér og ég er alla daga ársins með vopn á mér. Hins vegar er það ekki rétt að haglaskot hafi verið í byssunni eða framsætinu. Og þetta vopn var svo sem skaðlaust þarna óhlaðið,“ segir Árni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Norðurþing Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Leiðrétt: Fullyrt var í upphafi að maðurinn hafi áður verið dæmdur sekur. Hann var hins vegar sýknaður í hæstarétti af meintum brotum sínum. Maðurinn hefur því ekki áður fengið á sig dóm. Það leiðréttist hér með og eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þeim mistökum. Karlmaður á sjötugsaldri var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur fyrir að hafa geymt haglabyssu sína og haglaskot í framsæti á bifreið fyrir utan verslun Nettó á Húsavík í október síðastliðnum. Einnig gleymdi hann að læsa bifreiðinni og skildi lyklana eftir í bílnum. Haglabyssan var þó ekki gerð upptæk. Maðurinn heitir Árni Logi Sigurbjörnsson og er meindýraeyðir í Norðurþingi. Hann hefur nokkrum sinnum átt í útistöðum við lögregluna síðustu árin. Eitt sinn fannst í íbúðarhúsnæði hans frystikista sem hafði að geyma hræ af fálkum, branduglum og smyrlum. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að allir fuglarnir höfðu verið drepnir með haglabyssu. Árni Logi sagði að hann hefði fundið frystikistuna á ruslahaugum og dröslað henni heim.Stoeger P-350 haglabyssaEinnig var hann kærður og dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi á síðasta áratug fyrir að hafa verið með vopnabúr sitt á glámbekk heima fyrir. Brotist var inn til hans og miklu magni skotvopna stolið. Vegna innbrotsins fékk hann á sig ákæru fyrir vanrækslu og að geyma ekki vopnin á sómasamlegan hátt. „Ég reyndi nú í tvígang að fresta málinu því lögfræðingur minn er að skoða þetta mál,“ segir Árni Logi við Fréttablaðið en hann hafði ekki heyrt af málalyktum þegar blaðamaður náði í hann. „En það er greinilegt að fulltrúi lögreglunnar vildi ekkert tala við mig.“ Hann segir þetta ekki hafa verið hættulegt fyrir utan verslun Nettó. „Nei, það er bara þannig að ég skaust inn í búðina til að skoða einhver skordýr þarna og gleymdi bara að læsa bílnum. Byssan er alltaf nálægt mér og ég er alla daga ársins með vopn á mér. Hins vegar er það ekki rétt að haglaskot hafi verið í byssunni eða framsætinu. Og þetta vopn var svo sem skaðlaust þarna óhlaðið,“ segir Árni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Norðurþing Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira