Nálgast sitt fyrra form Hjörvar Ólafsson skrifar 13. maí 2019 16:15 Dagný í leik með landsliðinu. vísir/getty Dagný Brynjarsdóttir gekk á nýjan leik til liðs við bandaríska knattspyrnuliðið Portland Thorns í byrjun febrúar síðastliðins. Dagný hafði ekkert spilað í tæpt eitt og hálft ár þegar hún hélt til Bandaríkjanna en hún hafði glímt við meiðsli og þar á eftir eignast barn. Það var því langþráð endurkoma þegar hún kom inn á sem varamaður í fyrstu umferð bandarísku NWSL-deildinni. Eftir það lék hún tvo leiki þar sem hún kom annars vegar inn á sem varamaður og var hins vegar skipt af velli eftir að hafa hafið leikinn. Leikurinn um helgina er sá fyrsti sem hún spilar frá upphafi til enda en hún skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri gegn Orlando Pride. Portland Thorns er eftir þennan sigur í fjórða sæti deildarinnar með átta stig eftir fjóra leiki en fjögur efstu lið deildarkeppninnar fara í úrslitakeppni eftir að deildarkeppninni lýkur. Síðast þegar Dagný spilaði með Portland Thorns varð liðið bandarískur meistari, árið 2017, en það var fyrsti meistaratitill Dagnýjar sem atvinnumanns í Bandaríkjunum. Hún varð áður háskólameistari með Florida State háskólanum árið 2015. „Það er algjörlega frábær tilfinning að vera komin í það gott líkamlegt form að geta spilað heilan leik og það er líka geggjað að vera búin að skora mitt fyrsta mark í mjög langan tíma. Ég myndi segja að ég væri komin í svona 85% form og það vantar mjög lítið upp á til þess að ég verði komin í mitt besta form,“ segir Dagný um leikinn um helgina. „Minn helsti styrkur sem íþróttamanns var líkamlegur styrkur og úthald og það er því mikilvægt fyrir mig að komast aftur á þann stað að geta hlaupið fram og til baka allan leikinn og látið til mín taka í návígjum. Þessa stundina þarf ég svolítið að velja hlaupin og vera klók og ég hlakka til að komast í mitt besta form á næstunni. Ég hef svo sem ekki sett mér neinn tímaramma í þeim efnum en ég finn verulegan mun á mér á svona tveggja vikna fresti. Mér finnst líklegt að ég verði komin í mitt besta form í landsleikjaglugganum í byrjun júní,“ segir landsliðssóknartengiliðurinn enn fremur. „Við erum klárlega með lið sem getur farið alla leið og unnið titilinn eins og síðast þegar ég var hérna. Við erum reyndar með þó nokkuð marga landsliðsmenn sem verða í burtu á meðan á heimsmeistaramótinu stendur í sumar og það mun reyna verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum með flesta landsliðsmenn að ég held þannig að þetta bitnar mest á okkur en ég held að við séum með nógu mikla breidd til þess að takast á við það,“ segir hún um framhaldið hjá Portland Thorns. „Ég er svo mjög spennt fyrir því að koma til móts við landsliðið í byrjun júní og spila æfingaleikina þar. Það var mjög gott fyrir mig að fá nokkrar mínútur í leikjunum í Algarve og kynnast Jóni Þóri. Ég er mjög spennt fyrir því að vinna með honum og hefja undankeppnina næsta haust. Ég held að það sé mjög hollt fyrir liðið og þá kannski sérstaklega fyrir mig að fá nýtt blóð í brúna. Freyr [Alexandersson] hefði pottþétt náð áfram góðum árangri með liðið, það er ekki það. Hann er hins vegar einn af þremur íslensku meistaraflokksþjálfurunum sem hafa þjálfað mig og mér finnst spennandi að fá nýjar áherslur og aðra rödd,“ segir hún um komandi verkefni með landsliðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti NWSL Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir gekk á nýjan leik til liðs við bandaríska knattspyrnuliðið Portland Thorns í byrjun febrúar síðastliðins. Dagný hafði ekkert spilað í tæpt eitt og hálft ár þegar hún hélt til Bandaríkjanna en hún hafði glímt við meiðsli og þar á eftir eignast barn. Það var því langþráð endurkoma þegar hún kom inn á sem varamaður í fyrstu umferð bandarísku NWSL-deildinni. Eftir það lék hún tvo leiki þar sem hún kom annars vegar inn á sem varamaður og var hins vegar skipt af velli eftir að hafa hafið leikinn. Leikurinn um helgina er sá fyrsti sem hún spilar frá upphafi til enda en hún skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri gegn Orlando Pride. Portland Thorns er eftir þennan sigur í fjórða sæti deildarinnar með átta stig eftir fjóra leiki en fjögur efstu lið deildarkeppninnar fara í úrslitakeppni eftir að deildarkeppninni lýkur. Síðast þegar Dagný spilaði með Portland Thorns varð liðið bandarískur meistari, árið 2017, en það var fyrsti meistaratitill Dagnýjar sem atvinnumanns í Bandaríkjunum. Hún varð áður háskólameistari með Florida State háskólanum árið 2015. „Það er algjörlega frábær tilfinning að vera komin í það gott líkamlegt form að geta spilað heilan leik og það er líka geggjað að vera búin að skora mitt fyrsta mark í mjög langan tíma. Ég myndi segja að ég væri komin í svona 85% form og það vantar mjög lítið upp á til þess að ég verði komin í mitt besta form,“ segir Dagný um leikinn um helgina. „Minn helsti styrkur sem íþróttamanns var líkamlegur styrkur og úthald og það er því mikilvægt fyrir mig að komast aftur á þann stað að geta hlaupið fram og til baka allan leikinn og látið til mín taka í návígjum. Þessa stundina þarf ég svolítið að velja hlaupin og vera klók og ég hlakka til að komast í mitt besta form á næstunni. Ég hef svo sem ekki sett mér neinn tímaramma í þeim efnum en ég finn verulegan mun á mér á svona tveggja vikna fresti. Mér finnst líklegt að ég verði komin í mitt besta form í landsleikjaglugganum í byrjun júní,“ segir landsliðssóknartengiliðurinn enn fremur. „Við erum klárlega með lið sem getur farið alla leið og unnið titilinn eins og síðast þegar ég var hérna. Við erum reyndar með þó nokkuð marga landsliðsmenn sem verða í burtu á meðan á heimsmeistaramótinu stendur í sumar og það mun reyna verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum með flesta landsliðsmenn að ég held þannig að þetta bitnar mest á okkur en ég held að við séum með nógu mikla breidd til þess að takast á við það,“ segir hún um framhaldið hjá Portland Thorns. „Ég er svo mjög spennt fyrir því að koma til móts við landsliðið í byrjun júní og spila æfingaleikina þar. Það var mjög gott fyrir mig að fá nokkrar mínútur í leikjunum í Algarve og kynnast Jóni Þóri. Ég er mjög spennt fyrir því að vinna með honum og hefja undankeppnina næsta haust. Ég held að það sé mjög hollt fyrir liðið og þá kannski sérstaklega fyrir mig að fá nýtt blóð í brúna. Freyr [Alexandersson] hefði pottþétt náð áfram góðum árangri með liðið, það er ekki það. Hann er hins vegar einn af þremur íslensku meistaraflokksþjálfurunum sem hafa þjálfað mig og mér finnst spennandi að fá nýjar áherslur og aðra rödd,“ segir hún um komandi verkefni með landsliðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti NWSL Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira