Gunnar Bragi hafði alla helgina til að skrifa minnihlutaálit Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2019 18:30 Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð. Meirihluti utanríkismálanefndar Alþingis afgreiddi í dag álit vegna þingsályktunartillögu utanríkisráðherra vegna þriðja orkupakkans. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, atkvæði Miðflokksins og verður önnur umræða um tillöguna á Alþingi á morgun. Miðflokkurinn sendi frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem segir að aðeins sé gefinn einn dagur til þess að leggja fram minnihlutaálit. Það sé óeðlilega skammur tími. Svo segir: „Það má ljóst vera að ætlunin er að þröngva málinu í gegnum Alþingi á sem skemmstum tíma þrátt fyrir að málið valdi mörgum áhyggjum og mikil andstaða sé við það meðal þjóðarinnar.“ Á fundi utanríkismálanefndar á föstudag voru þingmenn í nefndinni upplýstir um að unnið yrði álit vegna þingsályktunartillögunnar sem yrði lagt fram í dag. Gunnar Bragi Sveinsson, fulltrúi Miðflokksins í utanríkismálanefnd, hafði því alla helgina til að vinna minnihlutaálit en gerði það ekki. Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð hafa skipst á að sitja fundi nefndarinnar að undanförnu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis. Vísir/EyþórLogi Einarsson formaður Samfylkinngarinnar og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu að upplýsingagjöf til þingmanna í nefndinni hafi verið ábótavant. „Mér finnst formaður nefndarinnar, Áslaug Arna, hafa haldið alveg sérstaklega vel á þessu máli. Það voru allir upplýstir um það að þeir gætu sent inn beiðni um gesti og það voru margir fundir og margir gestir. Við höfum tekið langan tíma í þetta. Það var tilkynnt á föstudag að málið yrði tekið út á mánudag, það kæmi nefndarálit þá og síðan yrði málið tekið fljótlega á dagskrá. Þannig að ég get ekki séð að það sé neitt að þessum vinnubrögðum,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð. Meirihluti utanríkismálanefndar Alþingis afgreiddi í dag álit vegna þingsályktunartillögu utanríkisráðherra vegna þriðja orkupakkans. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, atkvæði Miðflokksins og verður önnur umræða um tillöguna á Alþingi á morgun. Miðflokkurinn sendi frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem segir að aðeins sé gefinn einn dagur til þess að leggja fram minnihlutaálit. Það sé óeðlilega skammur tími. Svo segir: „Það má ljóst vera að ætlunin er að þröngva málinu í gegnum Alþingi á sem skemmstum tíma þrátt fyrir að málið valdi mörgum áhyggjum og mikil andstaða sé við það meðal þjóðarinnar.“ Á fundi utanríkismálanefndar á föstudag voru þingmenn í nefndinni upplýstir um að unnið yrði álit vegna þingsályktunartillögunnar sem yrði lagt fram í dag. Gunnar Bragi Sveinsson, fulltrúi Miðflokksins í utanríkismálanefnd, hafði því alla helgina til að vinna minnihlutaálit en gerði það ekki. Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð hafa skipst á að sitja fundi nefndarinnar að undanförnu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis. Vísir/EyþórLogi Einarsson formaður Samfylkinngarinnar og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu að upplýsingagjöf til þingmanna í nefndinni hafi verið ábótavant. „Mér finnst formaður nefndarinnar, Áslaug Arna, hafa haldið alveg sérstaklega vel á þessu máli. Það voru allir upplýstir um það að þeir gætu sent inn beiðni um gesti og það voru margir fundir og margir gestir. Við höfum tekið langan tíma í þetta. Það var tilkynnt á föstudag að málið yrði tekið út á mánudag, það kæmi nefndarálit þá og síðan yrði málið tekið fljótlega á dagskrá. Þannig að ég get ekki séð að það sé neitt að þessum vinnubrögðum,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira