Bílastæðin skipta máli Jökull Sólberg Auðunsson skrifar 15. maí 2019 08:00 Í Reykjavík eru 104 þúsund skráðar fólksbifreiðar og 176 þúsund bílastæði skráð á Bílastæðasjá. Í miðbænum rekur Bílastæðasjóður sjö bílastæðahús með 1.086 bílastæðum. Þegar greinin er rituð um laugardagseftirmiðdegi eru 63% þeirra stæða laus. Utandyra er 3.671 gjaldskylt bílastæði. Ofan á þetta bætast einkarekin bílastæðahús, til dæmis í Hörpu (454), Höfðatorgi (1.300) og Hafnartorgi (1.160). Bílastæði taka hvorki meira né minna en 25,8% af landsvæði Reykjavíkur og skráðum bílum fjölgar hraðar en íbúum í Reykjavík. Tilgangur bílastæða er að geyma bíla þegar þeir eru ekki í notkun. Því nær áfangastað farþega, því hentugra, þar sem það dregur úr þörf fyrir göngu og styttir heildarferðatíma. Bílastæðin sem eru næst inngöngum fyllast yfirleitt fyrst og ökumenn fórna oft eigin tíma og akstri til að freista þess að næla sér í eitt slíkt stæði í stað þess að leggja lengra í burtu. Það er fátt sem gleður augað fyrir gangandi á ferð um bílaplön og ekki hjálpar mengun, hávaði og umferð þeirra sem hafa ekki gómað gott stæði. Fólk hreinlega dýrkar að fá gott bílastæði, sérstaklega fyrir framan World Class í Laugum. Skjáskot úr bílastæðavefsjánni. Fólksbifreiðar sitja ónotaðar 95% af líftíma sínum. Bílastæðaþörfin hefur þó meira með þægindin að gera; þ.e. hversu líklegt það er að laust bílastæði sé nálægt áfangastað bílstjórans — sem er yfirleitt inngangur ýmiss konar bygginga. Þess vegna eru 1,7 bílastæði á hvern skráðan bíl í Reykjavík. Að auki þarf Reykjavík að taka á móti bílum frá nærliggjandi bæjarfélögum oftar en þau taka á móti bílum frá Reykjavík. Þetta ferðamynstur orsakast af fjölda fjölmennra vinnustaða í Reykjavík og hvað íbúðabyggð hefur þanist út í jaðar höfuðborgarsvæðisins. Ég bý í Barmahlíð. Hverfið markast af Bústaðavegi, Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Hlíðarenda. Á þessu svæði búa 4.294 manns í 1.610 íbúðum. Hér er pláss fyrir 440 bíla í bílskúrum og 3.303 bílastæði utandyra. Íbúðirnar telja 173 þúsund fermetra. Hér er grunnskóli, leikskóli, skrifstofukjarni við Hlíðarenda, kjörbúð, gleraugnabúð og hárgreiðslustofa. Með öðrum orðum, dæmigert hverfi í Reykjavík þegar litið er til þéttleika og skipulags. Ef við gerum ráð fyrir að eitt bílastæði utandyra sé 14,5 fermetrar dekka bílastæði um 7% af landsvæði hverfisins. Þar eru ekki taldir fermetrar fyrir innkeyrslur, bílskúra og annað svæði sem mótast hefur að kröfum kyrrstæðra bifreiða. Heil 48% af landsvæði Reykjavíkur eru helguð umferðarmannvirkjum með einum eða öðrum hætti; vegir, hraðbrautir, bílastæði, veghelgunarsvæði, mislæg gatnamót og annað sem styður ferðir borgarbúa. Nú stendur til að fækka bílastæðum í borginni. Það er ekki Bjössi í World Class sem vill að fólk hiti upp með rösklegri göngu heldur eru það borgaryfirvöld sem sjá tækifæri til að nýta landsvæði betur. Hlutdeild hjólandi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Aukin hjólamenning kallar á endurskoðun á hönnun gatna með öryggi allra að sjónarmiði. Samkvæmt úttekt Vegagerðarinnar eru alvarlegustu slys hjólandi á gatnamótum þar sem kyrrstæðir bílar aðskilja umferð bíla og gangandi. Í mörgum tilfellum ætti sá sem hjólar að vera bílmegin við bílastæðin, þ.e.a.s. „í umferðinni“, en margir treysta sér síður í þær aðstæður. Slysin sem um ræðir eiga sér þannig stað að hjól þverar veg á milli gangbrauta en bíll beygir inn í götuna, ökumaður sér ekki þann sem hjólar fyrir kyrrstæðum bílum og ekur í veg fyrir hjólið. Á götum sem þessum má fórna bílastæðum í staðinn fyrir auka akrein, hjólastíg, bæta við gróðri eða víkka gangbrautir. Snorrabraut er gott dæmi um hönnun á götu sem gæti breyst við lokun þeirra 90 bílastæða sem liggja meðfram akreinum. Á móti væri hægt að skipuleggja öruggari og vistvænni götu án grindverka og kyrrstæðra bíla. Þetta er gata þar sem bílar keyra oft yfir hámarkshraða sem er 50 km/klst. og skapa hættu fyrir börn sem sækja Austurbæjarskóla líkt og við Hringbraut þar sem íbúar börðust fyrir hægari umferð eftir alvarlegt slys fyrr á árinu. Það eru oft kyrrstæðir bílar sem gefa bílstjórum þá tilfinningu að lítið mannlíf sé í götunni og óhætt sé að auka hraðann. Fyrsta stigs áhrif lokunar bílastæða eru vistvænni og betur skipulagðar götur. Bílstjórar, sem eru í mörgum tilfellum íbúar í nærliggjandi íbúðum, þurfa þá að jafnaði að leggja á sig fleiri spor þegar þeir sækja þetta svæði. En annars stigs áhrif lokunar eru enn áhugaverðari. Þegar götur styðja betur hjól, gangandi og almenningssamgöngur þá fækkar bílferðum á svæðinu. Fleiri sjá sér hag í að taka strætó, hjóla og ganga. Þannig dregur að lokum úr umferð við það eitt að loka bílastæðum og bílstjórar sem voru komnir í harðari samkeppni um færri stæði hafa að lokum færri bíla til að keppa við. Það er að jafnaði nóg af stæðum í borginni. Lokum stæðum þar sem kyrrstæðir bílar eru í vegi fyrir betri og öruggari borg. Höfum í huga hverju er fórnað fyrir bílinn. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Jökull Sólberg Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík eru 104 þúsund skráðar fólksbifreiðar og 176 þúsund bílastæði skráð á Bílastæðasjá. Í miðbænum rekur Bílastæðasjóður sjö bílastæðahús með 1.086 bílastæðum. Þegar greinin er rituð um laugardagseftirmiðdegi eru 63% þeirra stæða laus. Utandyra er 3.671 gjaldskylt bílastæði. Ofan á þetta bætast einkarekin bílastæðahús, til dæmis í Hörpu (454), Höfðatorgi (1.300) og Hafnartorgi (1.160). Bílastæði taka hvorki meira né minna en 25,8% af landsvæði Reykjavíkur og skráðum bílum fjölgar hraðar en íbúum í Reykjavík. Tilgangur bílastæða er að geyma bíla þegar þeir eru ekki í notkun. Því nær áfangastað farþega, því hentugra, þar sem það dregur úr þörf fyrir göngu og styttir heildarferðatíma. Bílastæðin sem eru næst inngöngum fyllast yfirleitt fyrst og ökumenn fórna oft eigin tíma og akstri til að freista þess að næla sér í eitt slíkt stæði í stað þess að leggja lengra í burtu. Það er fátt sem gleður augað fyrir gangandi á ferð um bílaplön og ekki hjálpar mengun, hávaði og umferð þeirra sem hafa ekki gómað gott stæði. Fólk hreinlega dýrkar að fá gott bílastæði, sérstaklega fyrir framan World Class í Laugum. Skjáskot úr bílastæðavefsjánni. Fólksbifreiðar sitja ónotaðar 95% af líftíma sínum. Bílastæðaþörfin hefur þó meira með þægindin að gera; þ.e. hversu líklegt það er að laust bílastæði sé nálægt áfangastað bílstjórans — sem er yfirleitt inngangur ýmiss konar bygginga. Þess vegna eru 1,7 bílastæði á hvern skráðan bíl í Reykjavík. Að auki þarf Reykjavík að taka á móti bílum frá nærliggjandi bæjarfélögum oftar en þau taka á móti bílum frá Reykjavík. Þetta ferðamynstur orsakast af fjölda fjölmennra vinnustaða í Reykjavík og hvað íbúðabyggð hefur þanist út í jaðar höfuðborgarsvæðisins. Ég bý í Barmahlíð. Hverfið markast af Bústaðavegi, Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Hlíðarenda. Á þessu svæði búa 4.294 manns í 1.610 íbúðum. Hér er pláss fyrir 440 bíla í bílskúrum og 3.303 bílastæði utandyra. Íbúðirnar telja 173 þúsund fermetra. Hér er grunnskóli, leikskóli, skrifstofukjarni við Hlíðarenda, kjörbúð, gleraugnabúð og hárgreiðslustofa. Með öðrum orðum, dæmigert hverfi í Reykjavík þegar litið er til þéttleika og skipulags. Ef við gerum ráð fyrir að eitt bílastæði utandyra sé 14,5 fermetrar dekka bílastæði um 7% af landsvæði hverfisins. Þar eru ekki taldir fermetrar fyrir innkeyrslur, bílskúra og annað svæði sem mótast hefur að kröfum kyrrstæðra bifreiða. Heil 48% af landsvæði Reykjavíkur eru helguð umferðarmannvirkjum með einum eða öðrum hætti; vegir, hraðbrautir, bílastæði, veghelgunarsvæði, mislæg gatnamót og annað sem styður ferðir borgarbúa. Nú stendur til að fækka bílastæðum í borginni. Það er ekki Bjössi í World Class sem vill að fólk hiti upp með rösklegri göngu heldur eru það borgaryfirvöld sem sjá tækifæri til að nýta landsvæði betur. Hlutdeild hjólandi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Aukin hjólamenning kallar á endurskoðun á hönnun gatna með öryggi allra að sjónarmiði. Samkvæmt úttekt Vegagerðarinnar eru alvarlegustu slys hjólandi á gatnamótum þar sem kyrrstæðir bílar aðskilja umferð bíla og gangandi. Í mörgum tilfellum ætti sá sem hjólar að vera bílmegin við bílastæðin, þ.e.a.s. „í umferðinni“, en margir treysta sér síður í þær aðstæður. Slysin sem um ræðir eiga sér þannig stað að hjól þverar veg á milli gangbrauta en bíll beygir inn í götuna, ökumaður sér ekki þann sem hjólar fyrir kyrrstæðum bílum og ekur í veg fyrir hjólið. Á götum sem þessum má fórna bílastæðum í staðinn fyrir auka akrein, hjólastíg, bæta við gróðri eða víkka gangbrautir. Snorrabraut er gott dæmi um hönnun á götu sem gæti breyst við lokun þeirra 90 bílastæða sem liggja meðfram akreinum. Á móti væri hægt að skipuleggja öruggari og vistvænni götu án grindverka og kyrrstæðra bíla. Þetta er gata þar sem bílar keyra oft yfir hámarkshraða sem er 50 km/klst. og skapa hættu fyrir börn sem sækja Austurbæjarskóla líkt og við Hringbraut þar sem íbúar börðust fyrir hægari umferð eftir alvarlegt slys fyrr á árinu. Það eru oft kyrrstæðir bílar sem gefa bílstjórum þá tilfinningu að lítið mannlíf sé í götunni og óhætt sé að auka hraðann. Fyrsta stigs áhrif lokunar bílastæða eru vistvænni og betur skipulagðar götur. Bílstjórar, sem eru í mörgum tilfellum íbúar í nærliggjandi íbúðum, þurfa þá að jafnaði að leggja á sig fleiri spor þegar þeir sækja þetta svæði. En annars stigs áhrif lokunar eru enn áhugaverðari. Þegar götur styðja betur hjól, gangandi og almenningssamgöngur þá fækkar bílferðum á svæðinu. Fleiri sjá sér hag í að taka strætó, hjóla og ganga. Þannig dregur að lokum úr umferð við það eitt að loka bílastæðum og bílstjórar sem voru komnir í harðari samkeppni um færri stæði hafa að lokum færri bíla til að keppa við. Það er að jafnaði nóg af stæðum í borginni. Lokum stæðum þar sem kyrrstæðir bílar eru í vegi fyrir betri og öruggari borg. Höfum í huga hverju er fórnað fyrir bílinn. Höfundur er ráðgjafi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun