Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Hörður Ægisson skrifar 15. maí 2019 07:45 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Stoða. fréttablaðið/Daníel Fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), hyggst auka hlutafé sitt um allt að fjóra milljarða króna til að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins. Stoðir, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, hefur á síðustu vikum fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir samanlagt um níu milljarða króna. Hlutafjáraukningin fer fram með forgangsréttarútboði til hluthafa félagsins og lýkur skráningu á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ólíklegt þykir að samtals fjórir milljarðar eigi eftir að safnast í útboðinu heldur er talið, að sögn kunnugra, að niðurstaðan verði sú að hluthafar muni leggja félaginu til nærri þrjá milljarða króna í nýtt hlutafé. Eigið fé Stoða var um 18 milljarðar króna í ársbyrjun 2019. Stærstu hluthafar Stoða, sem lauk sölu á tæplega níu prósenta hlut sínum í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Garber fyrir 144 milljónir evra, jafnvirði um 19 milljarða króna, fyrir um ári eru eignarhaldsfélagið S121 með 62 prósenta hlut, Arion banki, sem á rúmlega 18 prósent, og þá fer Landsbankinn með 15 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins eiga sér nú stað þreifingar við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Miðað við eigið fé fjárfestingafélagsins má gróflega áætla að sá hlutur sé metinn á um þrjá milljarða króna. Hlutur Arion banka í Stoðum er á meðal eigna í félögum í óskyldum rekstri sem er auglýstur til sölu á vefsíðu bankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins er bankinn hins vegar ekki sagður vera undir tímapressu af hálfu Fjármálaeftirlitsins um að selja hlutinn, eins og sakir standa. Í byrjun apríl urðu Stoðir umsvifamesti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka. Félagið margfaldaði þá eignarhlut sinn í bankanum þegar það keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi Arion banka, seldi þá til innlendra og erlendra fjárfesta. Eftir kaupin eru Stoðir fimmti stærsti hluthafi bankans með 4,65 prósenta hlut sem er metinn á um 6,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Arion. Þá hóf félagið að fjárfesta í Símanum í liðnum mánuði og í lok síðustu viku kom fram í flöggun til Kauphallarinnar um að Stoðir væru komnar með rúmlega átta prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Markaðsvirði þess eignarhlutur, sem er meðal annars fjármagnaður í gegnum framvirka samninga hjá Kviku banka, er rúmlega 3,3 milljarðar króna. Stoðir eru eftir þau kaup langsamlega stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Símans. Sá hópur fjárfesta sem er með tögl og hagldir í Stoðum í gegnum S121 samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Þorsteini M. Jónssyni, áður aðaleiganda Vífilfells og fyrrverandi stjórnarmanni í Glitni og FL Group. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í ársbyrjun 2017 rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), hyggst auka hlutafé sitt um allt að fjóra milljarða króna til að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins. Stoðir, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, hefur á síðustu vikum fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir samanlagt um níu milljarða króna. Hlutafjáraukningin fer fram með forgangsréttarútboði til hluthafa félagsins og lýkur skráningu á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ólíklegt þykir að samtals fjórir milljarðar eigi eftir að safnast í útboðinu heldur er talið, að sögn kunnugra, að niðurstaðan verði sú að hluthafar muni leggja félaginu til nærri þrjá milljarða króna í nýtt hlutafé. Eigið fé Stoða var um 18 milljarðar króna í ársbyrjun 2019. Stærstu hluthafar Stoða, sem lauk sölu á tæplega níu prósenta hlut sínum í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Garber fyrir 144 milljónir evra, jafnvirði um 19 milljarða króna, fyrir um ári eru eignarhaldsfélagið S121 með 62 prósenta hlut, Arion banki, sem á rúmlega 18 prósent, og þá fer Landsbankinn með 15 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins eiga sér nú stað þreifingar við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Miðað við eigið fé fjárfestingafélagsins má gróflega áætla að sá hlutur sé metinn á um þrjá milljarða króna. Hlutur Arion banka í Stoðum er á meðal eigna í félögum í óskyldum rekstri sem er auglýstur til sölu á vefsíðu bankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins er bankinn hins vegar ekki sagður vera undir tímapressu af hálfu Fjármálaeftirlitsins um að selja hlutinn, eins og sakir standa. Í byrjun apríl urðu Stoðir umsvifamesti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka. Félagið margfaldaði þá eignarhlut sinn í bankanum þegar það keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi Arion banka, seldi þá til innlendra og erlendra fjárfesta. Eftir kaupin eru Stoðir fimmti stærsti hluthafi bankans með 4,65 prósenta hlut sem er metinn á um 6,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Arion. Þá hóf félagið að fjárfesta í Símanum í liðnum mánuði og í lok síðustu viku kom fram í flöggun til Kauphallarinnar um að Stoðir væru komnar með rúmlega átta prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Markaðsvirði þess eignarhlutur, sem er meðal annars fjármagnaður í gegnum framvirka samninga hjá Kviku banka, er rúmlega 3,3 milljarðar króna. Stoðir eru eftir þau kaup langsamlega stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Símans. Sá hópur fjárfesta sem er með tögl og hagldir í Stoðum í gegnum S121 samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Þorsteini M. Jónssyni, áður aðaleiganda Vífilfells og fyrrverandi stjórnarmanni í Glitni og FL Group. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í ársbyrjun 2017 rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira