Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Hörður Ægisson skrifar 15. maí 2019 07:45 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Stoða. fréttablaðið/Daníel Fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), hyggst auka hlutafé sitt um allt að fjóra milljarða króna til að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins. Stoðir, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, hefur á síðustu vikum fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir samanlagt um níu milljarða króna. Hlutafjáraukningin fer fram með forgangsréttarútboði til hluthafa félagsins og lýkur skráningu á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ólíklegt þykir að samtals fjórir milljarðar eigi eftir að safnast í útboðinu heldur er talið, að sögn kunnugra, að niðurstaðan verði sú að hluthafar muni leggja félaginu til nærri þrjá milljarða króna í nýtt hlutafé. Eigið fé Stoða var um 18 milljarðar króna í ársbyrjun 2019. Stærstu hluthafar Stoða, sem lauk sölu á tæplega níu prósenta hlut sínum í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Garber fyrir 144 milljónir evra, jafnvirði um 19 milljarða króna, fyrir um ári eru eignarhaldsfélagið S121 með 62 prósenta hlut, Arion banki, sem á rúmlega 18 prósent, og þá fer Landsbankinn með 15 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins eiga sér nú stað þreifingar við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Miðað við eigið fé fjárfestingafélagsins má gróflega áætla að sá hlutur sé metinn á um þrjá milljarða króna. Hlutur Arion banka í Stoðum er á meðal eigna í félögum í óskyldum rekstri sem er auglýstur til sölu á vefsíðu bankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins er bankinn hins vegar ekki sagður vera undir tímapressu af hálfu Fjármálaeftirlitsins um að selja hlutinn, eins og sakir standa. Í byrjun apríl urðu Stoðir umsvifamesti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka. Félagið margfaldaði þá eignarhlut sinn í bankanum þegar það keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi Arion banka, seldi þá til innlendra og erlendra fjárfesta. Eftir kaupin eru Stoðir fimmti stærsti hluthafi bankans með 4,65 prósenta hlut sem er metinn á um 6,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Arion. Þá hóf félagið að fjárfesta í Símanum í liðnum mánuði og í lok síðustu viku kom fram í flöggun til Kauphallarinnar um að Stoðir væru komnar með rúmlega átta prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Markaðsvirði þess eignarhlutur, sem er meðal annars fjármagnaður í gegnum framvirka samninga hjá Kviku banka, er rúmlega 3,3 milljarðar króna. Stoðir eru eftir þau kaup langsamlega stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Símans. Sá hópur fjárfesta sem er með tögl og hagldir í Stoðum í gegnum S121 samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Þorsteini M. Jónssyni, áður aðaleiganda Vífilfells og fyrrverandi stjórnarmanni í Glitni og FL Group. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í ársbyrjun 2017 rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), hyggst auka hlutafé sitt um allt að fjóra milljarða króna til að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins. Stoðir, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, hefur á síðustu vikum fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir samanlagt um níu milljarða króna. Hlutafjáraukningin fer fram með forgangsréttarútboði til hluthafa félagsins og lýkur skráningu á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ólíklegt þykir að samtals fjórir milljarðar eigi eftir að safnast í útboðinu heldur er talið, að sögn kunnugra, að niðurstaðan verði sú að hluthafar muni leggja félaginu til nærri þrjá milljarða króna í nýtt hlutafé. Eigið fé Stoða var um 18 milljarðar króna í ársbyrjun 2019. Stærstu hluthafar Stoða, sem lauk sölu á tæplega níu prósenta hlut sínum í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Garber fyrir 144 milljónir evra, jafnvirði um 19 milljarða króna, fyrir um ári eru eignarhaldsfélagið S121 með 62 prósenta hlut, Arion banki, sem á rúmlega 18 prósent, og þá fer Landsbankinn með 15 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins eiga sér nú stað þreifingar við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Miðað við eigið fé fjárfestingafélagsins má gróflega áætla að sá hlutur sé metinn á um þrjá milljarða króna. Hlutur Arion banka í Stoðum er á meðal eigna í félögum í óskyldum rekstri sem er auglýstur til sölu á vefsíðu bankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins er bankinn hins vegar ekki sagður vera undir tímapressu af hálfu Fjármálaeftirlitsins um að selja hlutinn, eins og sakir standa. Í byrjun apríl urðu Stoðir umsvifamesti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka. Félagið margfaldaði þá eignarhlut sinn í bankanum þegar það keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi Arion banka, seldi þá til innlendra og erlendra fjárfesta. Eftir kaupin eru Stoðir fimmti stærsti hluthafi bankans með 4,65 prósenta hlut sem er metinn á um 6,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Arion. Þá hóf félagið að fjárfesta í Símanum í liðnum mánuði og í lok síðustu viku kom fram í flöggun til Kauphallarinnar um að Stoðir væru komnar með rúmlega átta prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Markaðsvirði þess eignarhlutur, sem er meðal annars fjármagnaður í gegnum framvirka samninga hjá Kviku banka, er rúmlega 3,3 milljarðar króna. Stoðir eru eftir þau kaup langsamlega stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Símans. Sá hópur fjárfesta sem er með tögl og hagldir í Stoðum í gegnum S121 samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Þorsteini M. Jónssyni, áður aðaleiganda Vífilfells og fyrrverandi stjórnarmanni í Glitni og FL Group. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í ársbyrjun 2017 rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira