Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2019 16:49 Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut Vísir/Hanna Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi hafi numið 670 milljónum króna og hagnaður á hlut því verið 2,26. Þrátt fyrir það lækkuðu tekjur Sýnar um eitt prósent á milli ára og voru tæplega 5 milljarðar króna á fjórðungnum, samanborið við 5030 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Mestu munar þar um lækkun á tekjum vegna notkunar á heimasíma og fyrirtækjasíma í fastlínu, sem lækkaði um 77 milljónir króna á milli ára. Á móti kemur að tekjur af hvers kyns internetþjónustu jukust um 127 milljónir króna. Þá var söluhagnaður Sýnar af samruna Samruni P/F Hey, dótturfélags Sýnar hf. í Færeyjum og Nema, dótturfélag Tjaldurs, 817 milljónir króna. 49,9 prósent hlutur Sýnar í nýju sameinuðu félagi var færður samkvæmt hlutdeildaraðferð og því ekki hluti af samstæðureikningsskilum Sýnar hf. frá upphafi árs.Framkvæmdastjórar þurfi ekki langan aðlögunartíma Þá jókst einskiptikostnaður Sýnar vegna starfsloka stjórnenda á fjórðungnum um 22 milljónir króna á milli ára. Eins og fram hefur komið hafa verið miklar breytingar á framkvæmdastjórn félagsins á síðastliðnu ári. Þannig verður ný framkvæmdastjórn Sýnar, sem verður fullmönnuð í lok mánaðar, samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar. Haft er eftir Heiðar Guðjónssyni, sem er sjálfur nýráðinn forstjóri Sýnar, að þau sem koma ný inn í framkvæmdastjórnina þurfi þó ekki mikinn aðlögunartíma. Þau hafi áður unnið sem ráðgjafar fyrir félagið og þekki það vel. „Ég tel félagið einstaklega heppið með samsetningu hinnar nýju framkvæmdastjórnar og hlakka til að taka slaginn á markaði með þessum úrvalshópi. Félagið mun klára stefnumótun og skerpa á rekstrinum strax í júní. Við ætlum að veita viðskiptavinum okkur úrvals þjónustu og vera í fararbroddi með nýjungar,“ segir Heiðar og bætir við: „Vegna árstíðarsveiflu í rekstri verða næstu fjórðungar ársins betri. Við erum enn vissari um að horfur ársins náist og horfum björtum augum fram á við.“ Nánar má fræðast um árshlutareikning Sýnar í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.Vísir er í eigu Sýnar Tengdar fréttir Signý og Þórhallur nýir framkvæmdastjórar hjá Sýn Sýn hf. hefur ráðið Signýju Magnúsdóttur sem fjármálastjóra Sýnar og Þórhall Gunnarsson sem framkvæmdastjóra Miðla 2. maí 2019 12:03 Heiðar Guðjónsson ráðinn forstjóri Sýnar Lætur af stjórnarformennsku og tekur við forstjórastöðunni. 25. apríl 2019 18:08 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi hafi numið 670 milljónum króna og hagnaður á hlut því verið 2,26. Þrátt fyrir það lækkuðu tekjur Sýnar um eitt prósent á milli ára og voru tæplega 5 milljarðar króna á fjórðungnum, samanborið við 5030 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Mestu munar þar um lækkun á tekjum vegna notkunar á heimasíma og fyrirtækjasíma í fastlínu, sem lækkaði um 77 milljónir króna á milli ára. Á móti kemur að tekjur af hvers kyns internetþjónustu jukust um 127 milljónir króna. Þá var söluhagnaður Sýnar af samruna Samruni P/F Hey, dótturfélags Sýnar hf. í Færeyjum og Nema, dótturfélag Tjaldurs, 817 milljónir króna. 49,9 prósent hlutur Sýnar í nýju sameinuðu félagi var færður samkvæmt hlutdeildaraðferð og því ekki hluti af samstæðureikningsskilum Sýnar hf. frá upphafi árs.Framkvæmdastjórar þurfi ekki langan aðlögunartíma Þá jókst einskiptikostnaður Sýnar vegna starfsloka stjórnenda á fjórðungnum um 22 milljónir króna á milli ára. Eins og fram hefur komið hafa verið miklar breytingar á framkvæmdastjórn félagsins á síðastliðnu ári. Þannig verður ný framkvæmdastjórn Sýnar, sem verður fullmönnuð í lok mánaðar, samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar. Haft er eftir Heiðar Guðjónssyni, sem er sjálfur nýráðinn forstjóri Sýnar, að þau sem koma ný inn í framkvæmdastjórnina þurfi þó ekki mikinn aðlögunartíma. Þau hafi áður unnið sem ráðgjafar fyrir félagið og þekki það vel. „Ég tel félagið einstaklega heppið með samsetningu hinnar nýju framkvæmdastjórnar og hlakka til að taka slaginn á markaði með þessum úrvalshópi. Félagið mun klára stefnumótun og skerpa á rekstrinum strax í júní. Við ætlum að veita viðskiptavinum okkur úrvals þjónustu og vera í fararbroddi með nýjungar,“ segir Heiðar og bætir við: „Vegna árstíðarsveiflu í rekstri verða næstu fjórðungar ársins betri. Við erum enn vissari um að horfur ársins náist og horfum björtum augum fram á við.“ Nánar má fræðast um árshlutareikning Sýnar í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.Vísir er í eigu Sýnar
Tengdar fréttir Signý og Þórhallur nýir framkvæmdastjórar hjá Sýn Sýn hf. hefur ráðið Signýju Magnúsdóttur sem fjármálastjóra Sýnar og Þórhall Gunnarsson sem framkvæmdastjóra Miðla 2. maí 2019 12:03 Heiðar Guðjónsson ráðinn forstjóri Sýnar Lætur af stjórnarformennsku og tekur við forstjórastöðunni. 25. apríl 2019 18:08 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Signý og Þórhallur nýir framkvæmdastjórar hjá Sýn Sýn hf. hefur ráðið Signýju Magnúsdóttur sem fjármálastjóra Sýnar og Þórhall Gunnarsson sem framkvæmdastjóra Miðla 2. maí 2019 12:03
Heiðar Guðjónsson ráðinn forstjóri Sýnar Lætur af stjórnarformennsku og tekur við forstjórastöðunni. 25. apríl 2019 18:08