Samtök iðnaðarins segja innistæðu fyrir vaxtalækkun Hörður Ægisson skrifar 16. maí 2019 07:15 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Á stuttum tíma hefur slaki tekið við af spennu í efnahagslífinu, sem lýsir sér meðal annars í því að atvinnuleysi mældist í apríl 3,7 prósent borið saman við 2,3 prósent á sama tíma fyrir ári, og sterk rök eru þess vegna fyrir því að stýrivextir verði lækkaðir þegar vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður kynnt miðvikudaginn 22. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) en þar segir að fjórar meginforsendur séu fyrir því að ráðast í lækkun vaxta. Þannig hafi miklar breytingar orðið til hins verra í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins vegna minnkandi tekna af erlendum ferðamönnum eftir fall WOW air. Það hafi mikil áhrif á afkomu margra fyrirtækja sem þurfi að bregðast við breyttu ástandi með fækkun starfsfólks. Þá endurspeglast versnandi horfur í efnahagsmálum í þeirri staðreynd að væntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins hafa gerbreyst til hins verra. Vísitala efnahagslífsins, sem mælir mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar eða slæmar, hefur þannig ekki verið lægri síðan árið 2013. Væntingar til næstu sex mánaða eru áfram í sögulegi lágmarki en nýlega lækkaði Hagstofan hagvaxtarspá sína fyrir þetta ár í 0,2 prósenta samdrátt í hagkerfinu. Í þriðja lagi, að því er fram kemur í greiningunni, þá er það mat SI að nýir kjarasamningar við meirihluta vinnumarkaðarins, sem séu til ársins 2022 og skapa grundvöll að stöðugleika og framleiðnivexti, séu góð undirstaða fyrir lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Að lokum er á það bent að verðbólguvæntingar aðila á innlendum fjármálamarkaði hafi lækkað frá síðustu könnun sem hafi verið gerð í ársbyrjun. Vænta þeir þess að verðbólgan, sem mælist nú 3,3 prósent, verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö, sem er litlu meira en verðbólgumarkmið Seðlabankans. Á sama tíma og raunstýrivextir bankans, mældir sem munurinn á stýrivöxtum og verðbólguvæntingum, hafa verið að hækka þá hefur hins vegar verið vaxandi slaki í efnahagslífinu. Sú þróun, að því er segir í greiningu SI, er andstæð því sem rétt er við slíkar aðstæður, sem væri að draga úr aðhaldi peningastefnunnar. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Á stuttum tíma hefur slaki tekið við af spennu í efnahagslífinu, sem lýsir sér meðal annars í því að atvinnuleysi mældist í apríl 3,7 prósent borið saman við 2,3 prósent á sama tíma fyrir ári, og sterk rök eru þess vegna fyrir því að stýrivextir verði lækkaðir þegar vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður kynnt miðvikudaginn 22. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) en þar segir að fjórar meginforsendur séu fyrir því að ráðast í lækkun vaxta. Þannig hafi miklar breytingar orðið til hins verra í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins vegna minnkandi tekna af erlendum ferðamönnum eftir fall WOW air. Það hafi mikil áhrif á afkomu margra fyrirtækja sem þurfi að bregðast við breyttu ástandi með fækkun starfsfólks. Þá endurspeglast versnandi horfur í efnahagsmálum í þeirri staðreynd að væntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins hafa gerbreyst til hins verra. Vísitala efnahagslífsins, sem mælir mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar eða slæmar, hefur þannig ekki verið lægri síðan árið 2013. Væntingar til næstu sex mánaða eru áfram í sögulegi lágmarki en nýlega lækkaði Hagstofan hagvaxtarspá sína fyrir þetta ár í 0,2 prósenta samdrátt í hagkerfinu. Í þriðja lagi, að því er fram kemur í greiningunni, þá er það mat SI að nýir kjarasamningar við meirihluta vinnumarkaðarins, sem séu til ársins 2022 og skapa grundvöll að stöðugleika og framleiðnivexti, séu góð undirstaða fyrir lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Að lokum er á það bent að verðbólguvæntingar aðila á innlendum fjármálamarkaði hafi lækkað frá síðustu könnun sem hafi verið gerð í ársbyrjun. Vænta þeir þess að verðbólgan, sem mælist nú 3,3 prósent, verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö, sem er litlu meira en verðbólgumarkmið Seðlabankans. Á sama tíma og raunstýrivextir bankans, mældir sem munurinn á stýrivöxtum og verðbólguvæntingum, hafa verið að hækka þá hefur hins vegar verið vaxandi slaki í efnahagslífinu. Sú þróun, að því er segir í greiningu SI, er andstæð því sem rétt er við slíkar aðstæður, sem væri að draga úr aðhaldi peningastefnunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira