Forseti danska þingsins segir Eurovision alltof mikið hommaball Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 19:08 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins. Fréttablaðið/Anton Brink Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins og stofnandi Þjóðarflokksins, segir Eurovision farið að snúast alltof mikið um homma og transfólk. Ummælin hafa vakið mikla athygli í Danmörku en hún leggur líka til að þjóðirnar syngi í auknum æmli á móðurmáli sínu, dönsku í tilfelli Dana.Tillykke til Leonora dejligt Danmark går videre i Grand Prix. Det er en dejlig sang, Danmark stiller med. Men ellers enig med Ivan Pedersen fra Laban. Alt for meget bøsse, drag og gejl i Eurovision. Og så gerne, alle sang nationalsprog. Vi skal da synge dansk#dkpol https://t.co/gdAxprPXgS— Pia Kjærsgaard (@Pia_Kjaersgaard) May 17, 2019 Pia tekur bolta danska tónlistarmannsins Ivan Pedersen á lofti sem ollu usla fyrr í vikunni. Sá hafði orð á því að Eurovision væri orðið að alltof mikilli hommahátíð. Sjálfur tók Pedersen þátt í undankeppninni í Danmörku 1982 og hafnaði í neðsta sæti. „Það eina sem skiptir máli er að koma út úr skápnum eða að hafa farið í vel heppnaða kynleiðréttingu og hafa styrk til að vera maður sjálfur, bara ekki venjulegur,“ sagði Pedersen en orð hans sköpuðu mikla umræðu. Skoðun hans hefur fengið byr undir báða vængi með tísti þingforsetans sem líkir Eurovision við hommaball. „Það er eins og Eurovision séð orðið að stóru hommaballi og mér finnst ekki að það eigi að vera þannig,“ segir Pia. Aðspurð hve stórt hlutfall homma sé í lagi segir Pia það ekki hennar að svara. „Fólk verður að meta það sjálft. Mér finnst hommar mega nýta hæfileika sína í hvað sem er, hvort sem það er í stjórnmálum, Eurovision eða sem blaðamenn.“ Óhætt er að segja að margir í tónlistarsamfélaginu í Danmörku hafi mótmælt orðum Piu „Flott Pia?! Bæði að stjórna því hvernig við semjum tónlistina okkar og óska þess að skrúfa niður í fjölbreytileikanum,“ segir Anna Lidell, formaður DJBFA sem er fjölmennasta tónskáldafélag í Danmörku. „Eurovision er hátíð þar sem á að vera pláss fyrir alla.“ Töluverðar deilur sköpuðust hér á landi sumarið 2018 þegar Pia var heiðursgestur á hundrað ára fullveldisafmæli Íslendinga. „Hún er einn af frumkvöðlum nýfasískra, nýrasískra hreyfinga úti um alla Evrópu,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, við það tilefni. Danmörk Eurovision Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins og stofnandi Þjóðarflokksins, segir Eurovision farið að snúast alltof mikið um homma og transfólk. Ummælin hafa vakið mikla athygli í Danmörku en hún leggur líka til að þjóðirnar syngi í auknum æmli á móðurmáli sínu, dönsku í tilfelli Dana.Tillykke til Leonora dejligt Danmark går videre i Grand Prix. Det er en dejlig sang, Danmark stiller med. Men ellers enig med Ivan Pedersen fra Laban. Alt for meget bøsse, drag og gejl i Eurovision. Og så gerne, alle sang nationalsprog. Vi skal da synge dansk#dkpol https://t.co/gdAxprPXgS— Pia Kjærsgaard (@Pia_Kjaersgaard) May 17, 2019 Pia tekur bolta danska tónlistarmannsins Ivan Pedersen á lofti sem ollu usla fyrr í vikunni. Sá hafði orð á því að Eurovision væri orðið að alltof mikilli hommahátíð. Sjálfur tók Pedersen þátt í undankeppninni í Danmörku 1982 og hafnaði í neðsta sæti. „Það eina sem skiptir máli er að koma út úr skápnum eða að hafa farið í vel heppnaða kynleiðréttingu og hafa styrk til að vera maður sjálfur, bara ekki venjulegur,“ sagði Pedersen en orð hans sköpuðu mikla umræðu. Skoðun hans hefur fengið byr undir báða vængi með tísti þingforsetans sem líkir Eurovision við hommaball. „Það er eins og Eurovision séð orðið að stóru hommaballi og mér finnst ekki að það eigi að vera þannig,“ segir Pia. Aðspurð hve stórt hlutfall homma sé í lagi segir Pia það ekki hennar að svara. „Fólk verður að meta það sjálft. Mér finnst hommar mega nýta hæfileika sína í hvað sem er, hvort sem það er í stjórnmálum, Eurovision eða sem blaðamenn.“ Óhætt er að segja að margir í tónlistarsamfélaginu í Danmörku hafi mótmælt orðum Piu „Flott Pia?! Bæði að stjórna því hvernig við semjum tónlistina okkar og óska þess að skrúfa niður í fjölbreytileikanum,“ segir Anna Lidell, formaður DJBFA sem er fjölmennasta tónskáldafélag í Danmörku. „Eurovision er hátíð þar sem á að vera pláss fyrir alla.“ Töluverðar deilur sköpuðust hér á landi sumarið 2018 þegar Pia var heiðursgestur á hundrað ára fullveldisafmæli Íslendinga. „Hún er einn af frumkvöðlum nýfasískra, nýrasískra hreyfinga úti um alla Evrópu,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, við það tilefni.
Danmörk Eurovision Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira