Hitamælar Veðurstofu settu hundrað leiguíbúðir í frost Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. maí 2019 08:00 Heimavellir telja að biðin eftir að hægt verði að losna við mæla Veðurstofunnar sé of löng. mynd/Þórður Arason/Veðurstofan Leigufélagið Heimavellir hefur ákveðið að segja sig frá viðræðum við Reykjavíkurborg um fyrirhugaða uppbyggingu hundrað hagkvæmra leiguíbúða fyrir ungt fólk á Veðurstofureitnum svokallaða við Bústaðaveg. Viðræðurnar hafa staðið yfir frá því í nóvember í fyrra en að sögn framkvæmdastjóra leigufélagsins varð ekkert ósætti milli aðila. Hitamælar Veðurstofu Íslands á lóðinni hafi hins vegar skapað óyfirstíganlega hindrun. „Það er ekkert ósætti eða neitt slíkt og það er ekki eins og borgin hafi verið að draga lappirnar,“ segir Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla hf. „Það eru þarna hitamælar við Veðurstofuna sem eru búnir að mæla hitann í Reykjavík í einhverja áratugi. Ef þú byggir hús fyrir framan mælana þá eru mælingarnar ekki sambærilegar við það sem áður var. Þá þarf að færa mælana en svo þarf að keyra gömlu og nýju mælana saman í allt að tvö ár. Þá er þetta orðið það langur tími að við ákváðum að segja okkur frá þessu.“ Á meðan gömlu og nýju mælarnir væru að stilla saman strengi sína væri því allt byggingarverkefnið svo gott sem stopp. „Það væri hægt að grafa holuna og steypa sökkul. En ekki mikið meira en það,“ segir Arnar Gauti. Tilkynnt var um það þann 1. nóvember 2018 að borgarráð Reykjavíkurborgar hefði samþykkt að hefja viðræður við Heimavelli um lóðavilyrði vegna Veðurstofureitsins. Arnar Gauti segir viðræður hafa staðið við borgina síðan en í tilkynningu Heimavalla til Kauphallar Íslands segir að nú sé ljóst að aðilar nái ekki saman um „grundvallarforsendur verkefnisins og hafa Heimavellir því ákveðið að segja sig frá verkefninu.“ Sem fyrr segir stóð til að reisa þarna hundrað íbúðir ætlaðar ungu fólki í samvinnu við Ístak, Eflu og Glámu-Kím. Íbúðir sem vissulega er eftirspurn er eftir. Aðspurður hvort Heimavellir séu að horfa annað í framhaldinu fyrir verkefnið segir Arnar Gauti svo ekki vera. Félagið sé búið að festa kaup á 164 íbúðum á Hlíðarendareitnum sem byrji að koma til afhendingar í sumar og ætli að einbeita sér að því. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Leigufélagið Heimavellir hefur ákveðið að segja sig frá viðræðum við Reykjavíkurborg um fyrirhugaða uppbyggingu hundrað hagkvæmra leiguíbúða fyrir ungt fólk á Veðurstofureitnum svokallaða við Bústaðaveg. Viðræðurnar hafa staðið yfir frá því í nóvember í fyrra en að sögn framkvæmdastjóra leigufélagsins varð ekkert ósætti milli aðila. Hitamælar Veðurstofu Íslands á lóðinni hafi hins vegar skapað óyfirstíganlega hindrun. „Það er ekkert ósætti eða neitt slíkt og það er ekki eins og borgin hafi verið að draga lappirnar,“ segir Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla hf. „Það eru þarna hitamælar við Veðurstofuna sem eru búnir að mæla hitann í Reykjavík í einhverja áratugi. Ef þú byggir hús fyrir framan mælana þá eru mælingarnar ekki sambærilegar við það sem áður var. Þá þarf að færa mælana en svo þarf að keyra gömlu og nýju mælana saman í allt að tvö ár. Þá er þetta orðið það langur tími að við ákváðum að segja okkur frá þessu.“ Á meðan gömlu og nýju mælarnir væru að stilla saman strengi sína væri því allt byggingarverkefnið svo gott sem stopp. „Það væri hægt að grafa holuna og steypa sökkul. En ekki mikið meira en það,“ segir Arnar Gauti. Tilkynnt var um það þann 1. nóvember 2018 að borgarráð Reykjavíkurborgar hefði samþykkt að hefja viðræður við Heimavelli um lóðavilyrði vegna Veðurstofureitsins. Arnar Gauti segir viðræður hafa staðið við borgina síðan en í tilkynningu Heimavalla til Kauphallar Íslands segir að nú sé ljóst að aðilar nái ekki saman um „grundvallarforsendur verkefnisins og hafa Heimavellir því ákveðið að segja sig frá verkefninu.“ Sem fyrr segir stóð til að reisa þarna hundrað íbúðir ætlaðar ungu fólki í samvinnu við Ístak, Eflu og Glámu-Kím. Íbúðir sem vissulega er eftirspurn er eftir. Aðspurður hvort Heimavellir séu að horfa annað í framhaldinu fyrir verkefnið segir Arnar Gauti svo ekki vera. Félagið sé búið að festa kaup á 164 íbúðum á Hlíðarendareitnum sem byrji að koma til afhendingar í sumar og ætli að einbeita sér að því.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent