Hitamælar Veðurstofu settu hundrað leiguíbúðir í frost Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. maí 2019 08:00 Heimavellir telja að biðin eftir að hægt verði að losna við mæla Veðurstofunnar sé of löng. mynd/Þórður Arason/Veðurstofan Leigufélagið Heimavellir hefur ákveðið að segja sig frá viðræðum við Reykjavíkurborg um fyrirhugaða uppbyggingu hundrað hagkvæmra leiguíbúða fyrir ungt fólk á Veðurstofureitnum svokallaða við Bústaðaveg. Viðræðurnar hafa staðið yfir frá því í nóvember í fyrra en að sögn framkvæmdastjóra leigufélagsins varð ekkert ósætti milli aðila. Hitamælar Veðurstofu Íslands á lóðinni hafi hins vegar skapað óyfirstíganlega hindrun. „Það er ekkert ósætti eða neitt slíkt og það er ekki eins og borgin hafi verið að draga lappirnar,“ segir Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla hf. „Það eru þarna hitamælar við Veðurstofuna sem eru búnir að mæla hitann í Reykjavík í einhverja áratugi. Ef þú byggir hús fyrir framan mælana þá eru mælingarnar ekki sambærilegar við það sem áður var. Þá þarf að færa mælana en svo þarf að keyra gömlu og nýju mælana saman í allt að tvö ár. Þá er þetta orðið það langur tími að við ákváðum að segja okkur frá þessu.“ Á meðan gömlu og nýju mælarnir væru að stilla saman strengi sína væri því allt byggingarverkefnið svo gott sem stopp. „Það væri hægt að grafa holuna og steypa sökkul. En ekki mikið meira en það,“ segir Arnar Gauti. Tilkynnt var um það þann 1. nóvember 2018 að borgarráð Reykjavíkurborgar hefði samþykkt að hefja viðræður við Heimavelli um lóðavilyrði vegna Veðurstofureitsins. Arnar Gauti segir viðræður hafa staðið við borgina síðan en í tilkynningu Heimavalla til Kauphallar Íslands segir að nú sé ljóst að aðilar nái ekki saman um „grundvallarforsendur verkefnisins og hafa Heimavellir því ákveðið að segja sig frá verkefninu.“ Sem fyrr segir stóð til að reisa þarna hundrað íbúðir ætlaðar ungu fólki í samvinnu við Ístak, Eflu og Glámu-Kím. Íbúðir sem vissulega er eftirspurn er eftir. Aðspurður hvort Heimavellir séu að horfa annað í framhaldinu fyrir verkefnið segir Arnar Gauti svo ekki vera. Félagið sé búið að festa kaup á 164 íbúðum á Hlíðarendareitnum sem byrji að koma til afhendingar í sumar og ætli að einbeita sér að því. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Leigufélagið Heimavellir hefur ákveðið að segja sig frá viðræðum við Reykjavíkurborg um fyrirhugaða uppbyggingu hundrað hagkvæmra leiguíbúða fyrir ungt fólk á Veðurstofureitnum svokallaða við Bústaðaveg. Viðræðurnar hafa staðið yfir frá því í nóvember í fyrra en að sögn framkvæmdastjóra leigufélagsins varð ekkert ósætti milli aðila. Hitamælar Veðurstofu Íslands á lóðinni hafi hins vegar skapað óyfirstíganlega hindrun. „Það er ekkert ósætti eða neitt slíkt og það er ekki eins og borgin hafi verið að draga lappirnar,“ segir Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla hf. „Það eru þarna hitamælar við Veðurstofuna sem eru búnir að mæla hitann í Reykjavík í einhverja áratugi. Ef þú byggir hús fyrir framan mælana þá eru mælingarnar ekki sambærilegar við það sem áður var. Þá þarf að færa mælana en svo þarf að keyra gömlu og nýju mælana saman í allt að tvö ár. Þá er þetta orðið það langur tími að við ákváðum að segja okkur frá þessu.“ Á meðan gömlu og nýju mælarnir væru að stilla saman strengi sína væri því allt byggingarverkefnið svo gott sem stopp. „Það væri hægt að grafa holuna og steypa sökkul. En ekki mikið meira en það,“ segir Arnar Gauti. Tilkynnt var um það þann 1. nóvember 2018 að borgarráð Reykjavíkurborgar hefði samþykkt að hefja viðræður við Heimavelli um lóðavilyrði vegna Veðurstofureitsins. Arnar Gauti segir viðræður hafa staðið við borgina síðan en í tilkynningu Heimavalla til Kauphallar Íslands segir að nú sé ljóst að aðilar nái ekki saman um „grundvallarforsendur verkefnisins og hafa Heimavellir því ákveðið að segja sig frá verkefninu.“ Sem fyrr segir stóð til að reisa þarna hundrað íbúðir ætlaðar ungu fólki í samvinnu við Ístak, Eflu og Glámu-Kím. Íbúðir sem vissulega er eftirspurn er eftir. Aðspurður hvort Heimavellir séu að horfa annað í framhaldinu fyrir verkefnið segir Arnar Gauti svo ekki vera. Félagið sé búið að festa kaup á 164 íbúðum á Hlíðarendareitnum sem byrji að koma til afhendingar í sumar og ætli að einbeita sér að því.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira