Nick Rhodes: Duran Duran aldrei í Eurovision Sighvatur Jónsson skrifar 18. maí 2019 18:30 Hljómsveitin Duran Duran, sem heldur tónleika á Íslandi eftir rúman mánuð, mun aldrei taka þátt í Eurovision. Þetta segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari sveitarinnar. Hann segist ekki hafa fylgst með söngvakeppninni í tíu ár hið minnsta. Duran Duran var stofnuð í Birmingham á Englandi fyrir 41 ári. Nick Rhodes hljómborðsleikari og John Taylor bassaleikari stofnuðu sveitina. Síðar bættust við trommuleikarinn Roger Taylor, gítarleikarinn Andy Taylor og söngvarinn Simon LeBon. Andy er hættur en hinir fjórir hafa starfað saman undanfarin ár.Nick Rhodes hlakkar mikið til að koma til Íslands aftur en Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005.Aftur til Íslands 14 árum síðar Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005. Nick Rhodes hlakkar til að koma aftur til Íslands. Tónleikarnir verða í Laugardalshöll 25. júní næstkomandi. Nick segir að hljómsveitarmeðlimir hafi ákveðið að spila á stöðum sem þeir heimsóttu ekki í síðustu tónleikaferð sveitarinnar. „Mér fannst ótrúlegt þegar ég uppgötvaði að það er liðinn áratugur og rúmlega það frá síðustu Íslandsferð okkar,“ segir Nick Rhodes. Duran Duran spilar í Danmörku þremur dögum síðar svo meðlimum sveitarinnar gefst ekki mikill tími til að skoða sig um hér á landi. „Við fáum vonandi einn frídag til að skoða okkur um á ykkar frábæra landi.“ Síðasta plata Duran Duran Paper Gods kom út 2015. Nick Rhodes segir að hljómsveitin vinni að nýrri plötu. „Vinna við nýju plötuna hófst fyrir nokkrum mánuðum. Þess á milli getum við leyft okkur að koma fram á tónleikum sem er mjög skemmtilegt. Við vildum ekki fara í stóra tónleikaferð heldur velja einstaka staði sem okkur langaði að spila á.“Fylgist ekki með Eurovision Samtalið við Nick barst að Eurovision sem nær hámarki með lokakeppninni í Tel Aviv í Ísrael í kvöld. Íslenska laginu Hatrið mun sigra hefur verið spáð góðu gengi, hæst hefur það farið í 4. sætið hjá veðbönkum. Hljómsveitin Hatari hefur vakið mikla athygli hjá erlendum fjölmiðlum - en ekki hjá Nick Rhodes, hljómborðsleikara Duran Duran. Hann segist ekki hafa fylgst með keppninni í áratug. „Það er mjög leiðinlegt að segja frá því að ég hef ekki séð eða heyrt eitt einasta Eurovisionlag í að minnsta kosti tíu ár. Ég fylgist ekkert með keppninni en ég veit að hún gleður marga,“ segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari Duran Duran.Í spilaranum að ofan geturðu heyrt viðtalið við Nick Rhodes í fullri lengd. Eurovision Tónlist Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Hljómsveitin Duran Duran, sem heldur tónleika á Íslandi eftir rúman mánuð, mun aldrei taka þátt í Eurovision. Þetta segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari sveitarinnar. Hann segist ekki hafa fylgst með söngvakeppninni í tíu ár hið minnsta. Duran Duran var stofnuð í Birmingham á Englandi fyrir 41 ári. Nick Rhodes hljómborðsleikari og John Taylor bassaleikari stofnuðu sveitina. Síðar bættust við trommuleikarinn Roger Taylor, gítarleikarinn Andy Taylor og söngvarinn Simon LeBon. Andy er hættur en hinir fjórir hafa starfað saman undanfarin ár.Nick Rhodes hlakkar mikið til að koma til Íslands aftur en Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005.Aftur til Íslands 14 árum síðar Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005. Nick Rhodes hlakkar til að koma aftur til Íslands. Tónleikarnir verða í Laugardalshöll 25. júní næstkomandi. Nick segir að hljómsveitarmeðlimir hafi ákveðið að spila á stöðum sem þeir heimsóttu ekki í síðustu tónleikaferð sveitarinnar. „Mér fannst ótrúlegt þegar ég uppgötvaði að það er liðinn áratugur og rúmlega það frá síðustu Íslandsferð okkar,“ segir Nick Rhodes. Duran Duran spilar í Danmörku þremur dögum síðar svo meðlimum sveitarinnar gefst ekki mikill tími til að skoða sig um hér á landi. „Við fáum vonandi einn frídag til að skoða okkur um á ykkar frábæra landi.“ Síðasta plata Duran Duran Paper Gods kom út 2015. Nick Rhodes segir að hljómsveitin vinni að nýrri plötu. „Vinna við nýju plötuna hófst fyrir nokkrum mánuðum. Þess á milli getum við leyft okkur að koma fram á tónleikum sem er mjög skemmtilegt. Við vildum ekki fara í stóra tónleikaferð heldur velja einstaka staði sem okkur langaði að spila á.“Fylgist ekki með Eurovision Samtalið við Nick barst að Eurovision sem nær hámarki með lokakeppninni í Tel Aviv í Ísrael í kvöld. Íslenska laginu Hatrið mun sigra hefur verið spáð góðu gengi, hæst hefur það farið í 4. sætið hjá veðbönkum. Hljómsveitin Hatari hefur vakið mikla athygli hjá erlendum fjölmiðlum - en ekki hjá Nick Rhodes, hljómborðsleikara Duran Duran. Hann segist ekki hafa fylgst með keppninni í áratug. „Það er mjög leiðinlegt að segja frá því að ég hef ekki séð eða heyrt eitt einasta Eurovisionlag í að minnsta kosti tíu ár. Ég fylgist ekkert með keppninni en ég veit að hún gleður marga,“ segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari Duran Duran.Í spilaranum að ofan geturðu heyrt viðtalið við Nick Rhodes í fullri lengd.
Eurovision Tónlist Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira