Nick Rhodes: Duran Duran aldrei í Eurovision Sighvatur Jónsson skrifar 18. maí 2019 18:30 Hljómsveitin Duran Duran, sem heldur tónleika á Íslandi eftir rúman mánuð, mun aldrei taka þátt í Eurovision. Þetta segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari sveitarinnar. Hann segist ekki hafa fylgst með söngvakeppninni í tíu ár hið minnsta. Duran Duran var stofnuð í Birmingham á Englandi fyrir 41 ári. Nick Rhodes hljómborðsleikari og John Taylor bassaleikari stofnuðu sveitina. Síðar bættust við trommuleikarinn Roger Taylor, gítarleikarinn Andy Taylor og söngvarinn Simon LeBon. Andy er hættur en hinir fjórir hafa starfað saman undanfarin ár.Nick Rhodes hlakkar mikið til að koma til Íslands aftur en Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005.Aftur til Íslands 14 árum síðar Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005. Nick Rhodes hlakkar til að koma aftur til Íslands. Tónleikarnir verða í Laugardalshöll 25. júní næstkomandi. Nick segir að hljómsveitarmeðlimir hafi ákveðið að spila á stöðum sem þeir heimsóttu ekki í síðustu tónleikaferð sveitarinnar. „Mér fannst ótrúlegt þegar ég uppgötvaði að það er liðinn áratugur og rúmlega það frá síðustu Íslandsferð okkar,“ segir Nick Rhodes. Duran Duran spilar í Danmörku þremur dögum síðar svo meðlimum sveitarinnar gefst ekki mikill tími til að skoða sig um hér á landi. „Við fáum vonandi einn frídag til að skoða okkur um á ykkar frábæra landi.“ Síðasta plata Duran Duran Paper Gods kom út 2015. Nick Rhodes segir að hljómsveitin vinni að nýrri plötu. „Vinna við nýju plötuna hófst fyrir nokkrum mánuðum. Þess á milli getum við leyft okkur að koma fram á tónleikum sem er mjög skemmtilegt. Við vildum ekki fara í stóra tónleikaferð heldur velja einstaka staði sem okkur langaði að spila á.“Fylgist ekki með Eurovision Samtalið við Nick barst að Eurovision sem nær hámarki með lokakeppninni í Tel Aviv í Ísrael í kvöld. Íslenska laginu Hatrið mun sigra hefur verið spáð góðu gengi, hæst hefur það farið í 4. sætið hjá veðbönkum. Hljómsveitin Hatari hefur vakið mikla athygli hjá erlendum fjölmiðlum - en ekki hjá Nick Rhodes, hljómborðsleikara Duran Duran. Hann segist ekki hafa fylgst með keppninni í áratug. „Það er mjög leiðinlegt að segja frá því að ég hef ekki séð eða heyrt eitt einasta Eurovisionlag í að minnsta kosti tíu ár. Ég fylgist ekkert með keppninni en ég veit að hún gleður marga,“ segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari Duran Duran.Í spilaranum að ofan geturðu heyrt viðtalið við Nick Rhodes í fullri lengd. Eurovision Tónlist Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Hljómsveitin Duran Duran, sem heldur tónleika á Íslandi eftir rúman mánuð, mun aldrei taka þátt í Eurovision. Þetta segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari sveitarinnar. Hann segist ekki hafa fylgst með söngvakeppninni í tíu ár hið minnsta. Duran Duran var stofnuð í Birmingham á Englandi fyrir 41 ári. Nick Rhodes hljómborðsleikari og John Taylor bassaleikari stofnuðu sveitina. Síðar bættust við trommuleikarinn Roger Taylor, gítarleikarinn Andy Taylor og söngvarinn Simon LeBon. Andy er hættur en hinir fjórir hafa starfað saman undanfarin ár.Nick Rhodes hlakkar mikið til að koma til Íslands aftur en Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005.Aftur til Íslands 14 árum síðar Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005. Nick Rhodes hlakkar til að koma aftur til Íslands. Tónleikarnir verða í Laugardalshöll 25. júní næstkomandi. Nick segir að hljómsveitarmeðlimir hafi ákveðið að spila á stöðum sem þeir heimsóttu ekki í síðustu tónleikaferð sveitarinnar. „Mér fannst ótrúlegt þegar ég uppgötvaði að það er liðinn áratugur og rúmlega það frá síðustu Íslandsferð okkar,“ segir Nick Rhodes. Duran Duran spilar í Danmörku þremur dögum síðar svo meðlimum sveitarinnar gefst ekki mikill tími til að skoða sig um hér á landi. „Við fáum vonandi einn frídag til að skoða okkur um á ykkar frábæra landi.“ Síðasta plata Duran Duran Paper Gods kom út 2015. Nick Rhodes segir að hljómsveitin vinni að nýrri plötu. „Vinna við nýju plötuna hófst fyrir nokkrum mánuðum. Þess á milli getum við leyft okkur að koma fram á tónleikum sem er mjög skemmtilegt. Við vildum ekki fara í stóra tónleikaferð heldur velja einstaka staði sem okkur langaði að spila á.“Fylgist ekki með Eurovision Samtalið við Nick barst að Eurovision sem nær hámarki með lokakeppninni í Tel Aviv í Ísrael í kvöld. Íslenska laginu Hatrið mun sigra hefur verið spáð góðu gengi, hæst hefur það farið í 4. sætið hjá veðbönkum. Hljómsveitin Hatari hefur vakið mikla athygli hjá erlendum fjölmiðlum - en ekki hjá Nick Rhodes, hljómborðsleikara Duran Duran. Hann segist ekki hafa fylgst með keppninni í áratug. „Það er mjög leiðinlegt að segja frá því að ég hef ekki séð eða heyrt eitt einasta Eurovisionlag í að minnsta kosti tíu ár. Ég fylgist ekkert með keppninni en ég veit að hún gleður marga,“ segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari Duran Duran.Í spilaranum að ofan geturðu heyrt viðtalið við Nick Rhodes í fullri lengd.
Eurovision Tónlist Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira