Martin Hermannsson og félagar í þýska liðinu Alba Berlin tóku forystu í einvígi sínu við Ratiopharm Ulm í 8-liða úrslitum þýsku Bundesligunnar í körfubolta.
Alba lenti í þrijða sæti deildarinnar og spilar því við liðið í sjötta sæti í 8-liða úrslitunum og er með heimaleikjarétt í einvíginu.
Martin skoraði 14 stig í 107-78 sigri Berlínarliðsins en heimamenn voru með yfirhöndina í leiknum allan tímann. Gestirnir unnu þriðja leikhluta með einu stigi, en það kom ekki að sök því Alba leiddi 60-43 í hálfleik.
Liðin mætast öðru sinni á þriðjudag, 21. maí, á heimavelli Ulm. Það lið sem fyrst vinnur þrjá leiki fer í undanúrslit.
Sigur í fyrsta leik úrslitakeppninnar hjá Martin
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
