Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2019 22:30 Sebastian Kurz, kanslari Þýskalands. AP/Michael Gruber Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. Það gerði hann í kjölfar þess að Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi Frelsisflokksins, sagði af sér í dag vegna myndbands þar sem hann virtist lofa konu, sem þóttist vera í forsvari fyrir rússneskan auðjöfur, opinberum samningum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og fjármagn. Strache sagði konunni að ef auðjöfurinn sem hún þóttist vera í forsvari fyrir keypti eitt af stærstu dagblöðum Austurríkis og sæi til þess að umfjöllun um Frelsisflokkinn væri jákvæðari. Hann nefndi nokkra blaðamenn sem þyrfti að reka og aðra sem hann vildi að yrði gert hærra undir höfði. Þar að auki ræddi hann við hana um það hvernig hægt væri að koma fjármunum til flokksins með leiðum sem færu fram hjá opinberu eftirliti. Myndbandið var birt í gær af þýsku miðlunum Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung og var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Ekki liggur fyrir hver konan er í rauninni. Þegar Strache sagði af sér í dag kenndi hann áfengi um og sagðist hafa hagað sér eins og táningur. Þá sagði hann hegðun sína hafa verið heimskulega og óábyrga en hann hélt því þó fram að myndbandið hefði verið tekið úr samhengi. Myndbandið allt myndi sýna aðra mynd en hann sagðist segja af sér til að valda ríkisstjórninni ekki skaða. Það var þó of seint, því eins og áður segir sleit Kurz ríkisstjórnarsamstarfinu í kvöld og segist hann hafa sagt Alexander Van der Bellen, forseta Austurríkis, um að halda ætti kosningar sem fyrst. „Eftir myndband gærdagsins, verð ég að segja eins og er: Nú er komið nóg,“ sagði Kurz við blaðamenn í dag. Kurz sagði myndbandið vera mjög alvarlegt og þá sérstaklega varðandi viðhorf Strache til almannafés, fjölmiðla og misbeitingar valds. Þá tók hann fram að hann hefði orðið fyrir persónulegum móðgunum í myndbandinu. Þá sagðist Kurz nokkrum sinnum hafa átt í vandræðum með Frelsisflokkinn. Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. Það gerði hann í kjölfar þess að Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi Frelsisflokksins, sagði af sér í dag vegna myndbands þar sem hann virtist lofa konu, sem þóttist vera í forsvari fyrir rússneskan auðjöfur, opinberum samningum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og fjármagn. Strache sagði konunni að ef auðjöfurinn sem hún þóttist vera í forsvari fyrir keypti eitt af stærstu dagblöðum Austurríkis og sæi til þess að umfjöllun um Frelsisflokkinn væri jákvæðari. Hann nefndi nokkra blaðamenn sem þyrfti að reka og aðra sem hann vildi að yrði gert hærra undir höfði. Þar að auki ræddi hann við hana um það hvernig hægt væri að koma fjármunum til flokksins með leiðum sem færu fram hjá opinberu eftirliti. Myndbandið var birt í gær af þýsku miðlunum Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung og var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Ekki liggur fyrir hver konan er í rauninni. Þegar Strache sagði af sér í dag kenndi hann áfengi um og sagðist hafa hagað sér eins og táningur. Þá sagði hann hegðun sína hafa verið heimskulega og óábyrga en hann hélt því þó fram að myndbandið hefði verið tekið úr samhengi. Myndbandið allt myndi sýna aðra mynd en hann sagðist segja af sér til að valda ríkisstjórninni ekki skaða. Það var þó of seint, því eins og áður segir sleit Kurz ríkisstjórnarsamstarfinu í kvöld og segist hann hafa sagt Alexander Van der Bellen, forseta Austurríkis, um að halda ætti kosningar sem fyrst. „Eftir myndband gærdagsins, verð ég að segja eins og er: Nú er komið nóg,“ sagði Kurz við blaðamenn í dag. Kurz sagði myndbandið vera mjög alvarlegt og þá sérstaklega varðandi viðhorf Strache til almannafés, fjölmiðla og misbeitingar valds. Þá tók hann fram að hann hefði orðið fyrir persónulegum móðgunum í myndbandinu. Þá sagðist Kurz nokkrum sinnum hafa átt í vandræðum með Frelsisflokkinn.
Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04