Sigraði Hatari Eurovision? Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 19. maí 2019 11:00 Hatari á því augnabliki þegar stigin til Íslands voru lesin og fánar Palestínu fóru á loft. Íþróttafréttamenn læra það snemma að maður getur ekki sigrað keppni. Maður getur unnið keppni, sigrað í keppni en aðeins sigrað andstæðinginn. Ísland sigrar Frakkland en Frakkar vinna HM. Þannig unnu Hollendingar Eurovision í gær og má segja að þeir hafi sigrað hin löndin 25. Matthías Tryggvi Haraldsson og félagar hans í Hatara hafa haldið því hátt á lofti í viðtölum undanfarnar vikur að þeir ætluðu að sigra Eurovision. Lítil málvilla, skiptir engu máli nema kannski fyrir fámennar Facebook-grúppur um málfar. Íslenskur blaðamaður gaukaði því að Matthíasi um daginn að hann væri að nota orðið sigra á rangan hátt. Maður sigraði bara andstæðing, en ekki keppni. Matthías var fljótur að til svars, óræður á þann hátt að ekki er skýrt hvort um grín sé að ræða, og benti á að kannski væri það Eurovision sem að Hatari væri að reyna að sigra. Leggja að velli. Hatari vann svo sannarlega ekki Eurovision en lenti í tíunda sæti sem er besti árangur Íslands í áratug. En sigraði Hatari mögulega Eurovision? Um það verða jafnskiptar skoðanir og á átökum Ísraela og Palestínumanna. Hatari skráði sig í það minnsta til leiks í Söngvakeppnina heima á Íslandi, vann hana, greindi frá boðskap sínum og andstöðu sinni við hernám Ísraela í Palestínu. Hér úti hafa þeir dansað á línu í viðtölum við fjölmiðla sem þó hafa getað rifjað upp fyrri ummæli. Þannig að skoðun þeirra var alveg ljós. En hún varð kristaltær í gærkvöldi þegar líklega um 200 milljónir manna, sem fæstar hafa heyrt um íslensku hljómsveitina Hatara, varð þess vís að hljómsveit frá Íslandi stæði með Palestínu í baráttunni við Ísrael. Eurovision bannar pólitískan áróður í keppnum sínum. Hatari braut reglurnar og ekki að sjá að Eurovision hafi neinar leiðir til að refsa sveitinni. Því má kannski spyrja hvort að Hatari hafi komið, séð og SIGRAÐ Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision? Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Liðsmenn íslenska Eurovision-hópsins voru brattir eftir að úrslitakvöldinu lauk. 19. maí 2019 00:15 Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. 19. maí 2019 00:36 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Íþróttafréttamenn læra það snemma að maður getur ekki sigrað keppni. Maður getur unnið keppni, sigrað í keppni en aðeins sigrað andstæðinginn. Ísland sigrar Frakkland en Frakkar vinna HM. Þannig unnu Hollendingar Eurovision í gær og má segja að þeir hafi sigrað hin löndin 25. Matthías Tryggvi Haraldsson og félagar hans í Hatara hafa haldið því hátt á lofti í viðtölum undanfarnar vikur að þeir ætluðu að sigra Eurovision. Lítil málvilla, skiptir engu máli nema kannski fyrir fámennar Facebook-grúppur um málfar. Íslenskur blaðamaður gaukaði því að Matthíasi um daginn að hann væri að nota orðið sigra á rangan hátt. Maður sigraði bara andstæðing, en ekki keppni. Matthías var fljótur að til svars, óræður á þann hátt að ekki er skýrt hvort um grín sé að ræða, og benti á að kannski væri það Eurovision sem að Hatari væri að reyna að sigra. Leggja að velli. Hatari vann svo sannarlega ekki Eurovision en lenti í tíunda sæti sem er besti árangur Íslands í áratug. En sigraði Hatari mögulega Eurovision? Um það verða jafnskiptar skoðanir og á átökum Ísraela og Palestínumanna. Hatari skráði sig í það minnsta til leiks í Söngvakeppnina heima á Íslandi, vann hana, greindi frá boðskap sínum og andstöðu sinni við hernám Ísraela í Palestínu. Hér úti hafa þeir dansað á línu í viðtölum við fjölmiðla sem þó hafa getað rifjað upp fyrri ummæli. Þannig að skoðun þeirra var alveg ljós. En hún varð kristaltær í gærkvöldi þegar líklega um 200 milljónir manna, sem fæstar hafa heyrt um íslensku hljómsveitina Hatara, varð þess vís að hljómsveit frá Íslandi stæði með Palestínu í baráttunni við Ísrael. Eurovision bannar pólitískan áróður í keppnum sínum. Hatari braut reglurnar og ekki að sjá að Eurovision hafi neinar leiðir til að refsa sveitinni. Því má kannski spyrja hvort að Hatari hafi komið, séð og SIGRAÐ Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision?
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Liðsmenn íslenska Eurovision-hópsins voru brattir eftir að úrslitakvöldinu lauk. 19. maí 2019 00:15 Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. 19. maí 2019 00:36 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42
Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Liðsmenn íslenska Eurovision-hópsins voru brattir eftir að úrslitakvöldinu lauk. 19. maí 2019 00:15
Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. 19. maí 2019 00:36