Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2019 12:55 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision. Vísir/Kolbeinn Tumi Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. Uppátækið sem vakið hefur mikla athygli var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Fararstjórinn segir enn óljóst hvort eða hvaða afleiðingar það muni hafa. Hann telur hljómsveitarmeðlimi þó ekki vera í neinni hættu. Hatari hafnaði í 10. sæti í Eurovision sem haldin var í Tel Aviv í gær. Sú mikla athygli sem íslenska atriðið hefur fengið um alla Evrópu náði hámarki í gærkvöldi þegar liðsmenn hljómsveitarinnar héldu palestínska fánanum á milli sín þegar tilkynnt var um stigin sem áhorfendur gáfu Hatara í símakosningu í beinni útsendingu. Liðsmenn sveitarinnar sýndu engin svipbrigði þegar myndavélunum var beint að þeim. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segir Ríkisútvarpið ekki hafa vitað af þessu uppátæki. „Þetta var ákvörðun listamannanna en mjög í anda þess sem þau hafa verið að segja og því sem þau hafa verið að halda fram. Þannig það kom kannski ekki stórkostlega á óvart,“ segir Felix. Einar Stefánsson, trommugimp Hatara, birti myndband á Facebook síðu sinni þar sem sjá mátti öryggisverði, sem virkuðu ákveðnir og ósáttir, taka fánana af þeim. Í myndbandinu heyrist í kvenrödd segja að hún sé hrædd og að hana langi upp á hótel. „Það voru einhverjir meðlimir í listahópnum sem voru skelkaðir þegar öryggisverðirnir koma og taka fánana. Og það veldur ákveðinni skelkun hjá einhverjum,“ segir Felix. Uppátækið var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Samkvæmt fréttamönnum Vísis sem staddir eru í Tel Aviv var það ljóst við komuna á hótelið að einn af dönsurum Hatara hefði ekki vitað af uppátækinu og greinilega ekki sáttur við það.Sjá einnig: Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifaðViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og má finna bæði stuðning og reiði í garð Hatara á netmiðlum. Ýmist eru hljómsveitarmeðlimir hylltir fyrir afstöðu sína eða gagnrýndir og sakaðir um gyðingahatur. Samtökin BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir uppátækið. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þó meðlimir Hatara hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið.Þá hafa erlendir miðlar fjallað um uppátæki Hatara en óljóst er hvort eða hvaða afleiðingar það mun hafa. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Haaretz munu skipuleggjendur Eurovision mögulega refsa Íslandi.Sjá einnig: Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í MadonnuFelix ræddi við framkvæmdastjóra keppninnar strax eftir atvikið í gær. Hann segir enn óljóst hvort einhverjar afleiðingarnar verði. Hann mun ræða aftur við stjórn keppninnar síðar í dag. „það er fjölmargir sem vilja ekki pólitík í Eurovision og það eru reglurnar. Svona uppákomur eru ekki algengar þannig þetta verður rætt alveg pottþétt.“ Felix segir að dagurinn í dag eigi að fara í afslöppun hjá hópnum og telur hann engan vera í hættu vegna uppátækisins. „Hér er ekki verið að ráðast á fólk á götum úti. Tel Aviv er ákaflega örugg og góð borg. Við förum bara að koma okkur heim í fyrramálið.“ Eurovision Ísrael Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. Uppátækið sem vakið hefur mikla athygli var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Fararstjórinn segir enn óljóst hvort eða hvaða afleiðingar það muni hafa. Hann telur hljómsveitarmeðlimi þó ekki vera í neinni hættu. Hatari hafnaði í 10. sæti í Eurovision sem haldin var í Tel Aviv í gær. Sú mikla athygli sem íslenska atriðið hefur fengið um alla Evrópu náði hámarki í gærkvöldi þegar liðsmenn hljómsveitarinnar héldu palestínska fánanum á milli sín þegar tilkynnt var um stigin sem áhorfendur gáfu Hatara í símakosningu í beinni útsendingu. Liðsmenn sveitarinnar sýndu engin svipbrigði þegar myndavélunum var beint að þeim. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segir Ríkisútvarpið ekki hafa vitað af þessu uppátæki. „Þetta var ákvörðun listamannanna en mjög í anda þess sem þau hafa verið að segja og því sem þau hafa verið að halda fram. Þannig það kom kannski ekki stórkostlega á óvart,“ segir Felix. Einar Stefánsson, trommugimp Hatara, birti myndband á Facebook síðu sinni þar sem sjá mátti öryggisverði, sem virkuðu ákveðnir og ósáttir, taka fánana af þeim. Í myndbandinu heyrist í kvenrödd segja að hún sé hrædd og að hana langi upp á hótel. „Það voru einhverjir meðlimir í listahópnum sem voru skelkaðir þegar öryggisverðirnir koma og taka fánana. Og það veldur ákveðinni skelkun hjá einhverjum,“ segir Felix. Uppátækið var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Samkvæmt fréttamönnum Vísis sem staddir eru í Tel Aviv var það ljóst við komuna á hótelið að einn af dönsurum Hatara hefði ekki vitað af uppátækinu og greinilega ekki sáttur við það.Sjá einnig: Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifaðViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og má finna bæði stuðning og reiði í garð Hatara á netmiðlum. Ýmist eru hljómsveitarmeðlimir hylltir fyrir afstöðu sína eða gagnrýndir og sakaðir um gyðingahatur. Samtökin BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir uppátækið. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þó meðlimir Hatara hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið.Þá hafa erlendir miðlar fjallað um uppátæki Hatara en óljóst er hvort eða hvaða afleiðingar það mun hafa. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Haaretz munu skipuleggjendur Eurovision mögulega refsa Íslandi.Sjá einnig: Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í MadonnuFelix ræddi við framkvæmdastjóra keppninnar strax eftir atvikið í gær. Hann segir enn óljóst hvort einhverjar afleiðingarnar verði. Hann mun ræða aftur við stjórn keppninnar síðar í dag. „það er fjölmargir sem vilja ekki pólitík í Eurovision og það eru reglurnar. Svona uppákomur eru ekki algengar þannig þetta verður rætt alveg pottþétt.“ Felix segir að dagurinn í dag eigi að fara í afslöppun hjá hópnum og telur hann engan vera í hættu vegna uppátækisins. „Hér er ekki verið að ráðast á fólk á götum úti. Tel Aviv er ákaflega örugg og góð borg. Við förum bara að koma okkur heim í fyrramálið.“
Eurovision Ísrael Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira