Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2019 12:55 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision. Vísir/Kolbeinn Tumi Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. Uppátækið sem vakið hefur mikla athygli var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Fararstjórinn segir enn óljóst hvort eða hvaða afleiðingar það muni hafa. Hann telur hljómsveitarmeðlimi þó ekki vera í neinni hættu. Hatari hafnaði í 10. sæti í Eurovision sem haldin var í Tel Aviv í gær. Sú mikla athygli sem íslenska atriðið hefur fengið um alla Evrópu náði hámarki í gærkvöldi þegar liðsmenn hljómsveitarinnar héldu palestínska fánanum á milli sín þegar tilkynnt var um stigin sem áhorfendur gáfu Hatara í símakosningu í beinni útsendingu. Liðsmenn sveitarinnar sýndu engin svipbrigði þegar myndavélunum var beint að þeim. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segir Ríkisútvarpið ekki hafa vitað af þessu uppátæki. „Þetta var ákvörðun listamannanna en mjög í anda þess sem þau hafa verið að segja og því sem þau hafa verið að halda fram. Þannig það kom kannski ekki stórkostlega á óvart,“ segir Felix. Einar Stefánsson, trommugimp Hatara, birti myndband á Facebook síðu sinni þar sem sjá mátti öryggisverði, sem virkuðu ákveðnir og ósáttir, taka fánana af þeim. Í myndbandinu heyrist í kvenrödd segja að hún sé hrædd og að hana langi upp á hótel. „Það voru einhverjir meðlimir í listahópnum sem voru skelkaðir þegar öryggisverðirnir koma og taka fánana. Og það veldur ákveðinni skelkun hjá einhverjum,“ segir Felix. Uppátækið var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Samkvæmt fréttamönnum Vísis sem staddir eru í Tel Aviv var það ljóst við komuna á hótelið að einn af dönsurum Hatara hefði ekki vitað af uppátækinu og greinilega ekki sáttur við það.Sjá einnig: Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifaðViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og má finna bæði stuðning og reiði í garð Hatara á netmiðlum. Ýmist eru hljómsveitarmeðlimir hylltir fyrir afstöðu sína eða gagnrýndir og sakaðir um gyðingahatur. Samtökin BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir uppátækið. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þó meðlimir Hatara hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið.Þá hafa erlendir miðlar fjallað um uppátæki Hatara en óljóst er hvort eða hvaða afleiðingar það mun hafa. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Haaretz munu skipuleggjendur Eurovision mögulega refsa Íslandi.Sjá einnig: Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í MadonnuFelix ræddi við framkvæmdastjóra keppninnar strax eftir atvikið í gær. Hann segir enn óljóst hvort einhverjar afleiðingarnar verði. Hann mun ræða aftur við stjórn keppninnar síðar í dag. „það er fjölmargir sem vilja ekki pólitík í Eurovision og það eru reglurnar. Svona uppákomur eru ekki algengar þannig þetta verður rætt alveg pottþétt.“ Felix segir að dagurinn í dag eigi að fara í afslöppun hjá hópnum og telur hann engan vera í hættu vegna uppátækisins. „Hér er ekki verið að ráðast á fólk á götum úti. Tel Aviv er ákaflega örugg og góð borg. Við förum bara að koma okkur heim í fyrramálið.“ Eurovision Ísrael Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira
Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. Uppátækið sem vakið hefur mikla athygli var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Fararstjórinn segir enn óljóst hvort eða hvaða afleiðingar það muni hafa. Hann telur hljómsveitarmeðlimi þó ekki vera í neinni hættu. Hatari hafnaði í 10. sæti í Eurovision sem haldin var í Tel Aviv í gær. Sú mikla athygli sem íslenska atriðið hefur fengið um alla Evrópu náði hámarki í gærkvöldi þegar liðsmenn hljómsveitarinnar héldu palestínska fánanum á milli sín þegar tilkynnt var um stigin sem áhorfendur gáfu Hatara í símakosningu í beinni útsendingu. Liðsmenn sveitarinnar sýndu engin svipbrigði þegar myndavélunum var beint að þeim. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segir Ríkisútvarpið ekki hafa vitað af þessu uppátæki. „Þetta var ákvörðun listamannanna en mjög í anda þess sem þau hafa verið að segja og því sem þau hafa verið að halda fram. Þannig það kom kannski ekki stórkostlega á óvart,“ segir Felix. Einar Stefánsson, trommugimp Hatara, birti myndband á Facebook síðu sinni þar sem sjá mátti öryggisverði, sem virkuðu ákveðnir og ósáttir, taka fánana af þeim. Í myndbandinu heyrist í kvenrödd segja að hún sé hrædd og að hana langi upp á hótel. „Það voru einhverjir meðlimir í listahópnum sem voru skelkaðir þegar öryggisverðirnir koma og taka fánana. Og það veldur ákveðinni skelkun hjá einhverjum,“ segir Felix. Uppátækið var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Samkvæmt fréttamönnum Vísis sem staddir eru í Tel Aviv var það ljóst við komuna á hótelið að einn af dönsurum Hatara hefði ekki vitað af uppátækinu og greinilega ekki sáttur við það.Sjá einnig: Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifaðViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og má finna bæði stuðning og reiði í garð Hatara á netmiðlum. Ýmist eru hljómsveitarmeðlimir hylltir fyrir afstöðu sína eða gagnrýndir og sakaðir um gyðingahatur. Samtökin BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir uppátækið. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þó meðlimir Hatara hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið.Þá hafa erlendir miðlar fjallað um uppátæki Hatara en óljóst er hvort eða hvaða afleiðingar það mun hafa. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Haaretz munu skipuleggjendur Eurovision mögulega refsa Íslandi.Sjá einnig: Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í MadonnuFelix ræddi við framkvæmdastjóra keppninnar strax eftir atvikið í gær. Hann segir enn óljóst hvort einhverjar afleiðingarnar verði. Hann mun ræða aftur við stjórn keppninnar síðar í dag. „það er fjölmargir sem vilja ekki pólitík í Eurovision og það eru reglurnar. Svona uppákomur eru ekki algengar þannig þetta verður rætt alveg pottþétt.“ Felix segir að dagurinn í dag eigi að fara í afslöppun hjá hópnum og telur hann engan vera í hættu vegna uppátækisins. „Hér er ekki verið að ráðast á fólk á götum úti. Tel Aviv er ákaflega örugg og góð borg. Við förum bara að koma okkur heim í fyrramálið.“
Eurovision Ísrael Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira