Lögreglustöðin á Akureyri sprungin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. maí 2019 13:45 Pláss- og aðstöðuleysi hrjáir lögregluna á Akureyri sem vill fá fjármagn til þess að byggja við lögreglustöðina. Lögreglustöðin við Þórunnarstræti á Akureyri var byggð árið 1967 og þótti bæði stór og rúmgóð þegar hún var tekin í notkun. Síðan er liðin rúm hálf öld og nú er svo komið að hún rúmar varla lengur starfsemi lögreglunnar. „Það bara þrengir að öllu, það þrengir að fólkinu sem er að vinna. Okkur vantar líka bara rými, okkur vantar skjalageymslur, okkur vantar betri rannsóknarrými, okkur vantar betri móttöku og mötuneyti og kaffistofu þannig að í rauninni er allt komið til sinna ára,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra.Plássleysið tekur á sig ýmsar myndir, sem dæmi um það má nefna skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið en þeir eru geymdir í fundarherbergi þangað til. Áhrifin á starfsmenn eru margvísleg.Ekki er til nein geymsla fyrir þessa skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið.Vísir/Tryggvi Páll„Þú finnur fyrir því strax og þú ferð í búningsklefann þinn. Hann er auðvitað allt of lítill og skápurinn sem þú setur þinn búnað í hann bara passar ekki lengur fyrir búnaðinn. Í rauninni strax og þú kemur í vinnuna um morguninn þá finnur þú fyrir því,“ segir Halla Bergþóra.Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir/Tryggvi PállÁrið 2016 hófust viðræður við yfirvöld um fjármuni til viðbyggingar en lítið hefur þokast í þeim málum og sem stendur hefur fjármagni ekki verið ráðstafað til stækkunar. Hagsmunaaðilar á svæðinu reyna nú að þrýsta á að fjármunir fáist til þess að byggja við stöðina en nóg er plássið. „Við erum svo lánsöm að hér er stór og góð lóð þannig að það þyrfti í raun bara að byggja við, sem er kannski ekkert svo rosalega dýrt miðað við að byggja heila nýja stöð.“ Akureyri Lögreglumál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira
Pláss- og aðstöðuleysi hrjáir lögregluna á Akureyri sem vill fá fjármagn til þess að byggja við lögreglustöðina. Lögreglustöðin við Þórunnarstræti á Akureyri var byggð árið 1967 og þótti bæði stór og rúmgóð þegar hún var tekin í notkun. Síðan er liðin rúm hálf öld og nú er svo komið að hún rúmar varla lengur starfsemi lögreglunnar. „Það bara þrengir að öllu, það þrengir að fólkinu sem er að vinna. Okkur vantar líka bara rými, okkur vantar skjalageymslur, okkur vantar betri rannsóknarrými, okkur vantar betri móttöku og mötuneyti og kaffistofu þannig að í rauninni er allt komið til sinna ára,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra.Plássleysið tekur á sig ýmsar myndir, sem dæmi um það má nefna skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið en þeir eru geymdir í fundarherbergi þangað til. Áhrifin á starfsmenn eru margvísleg.Ekki er til nein geymsla fyrir þessa skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið.Vísir/Tryggvi Páll„Þú finnur fyrir því strax og þú ferð í búningsklefann þinn. Hann er auðvitað allt of lítill og skápurinn sem þú setur þinn búnað í hann bara passar ekki lengur fyrir búnaðinn. Í rauninni strax og þú kemur í vinnuna um morguninn þá finnur þú fyrir því,“ segir Halla Bergþóra.Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir/Tryggvi PállÁrið 2016 hófust viðræður við yfirvöld um fjármuni til viðbyggingar en lítið hefur þokast í þeim málum og sem stendur hefur fjármagni ekki verið ráðstafað til stækkunar. Hagsmunaaðilar á svæðinu reyna nú að þrýsta á að fjármunir fáist til þess að byggja við stöðina en nóg er plássið. „Við erum svo lánsöm að hér er stór og góð lóð þannig að það þyrfti í raun bara að byggja við, sem er kannski ekkert svo rosalega dýrt miðað við að byggja heila nýja stöð.“
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira