Einlægt viðtal við Matthías og Klemens: „Um leið og við gerum þetta, þá stígum við inn í óvissuna“ Andri Eysteinsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. maí 2019 17:37 Matthías og Klemens vissu ekki hver vann keppnina fyrr en löngu eftir að henni lauk. Vísir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Nikulásson Hannigan segjast hafa fundið fyrir miklum viðbrögðum við uppátæki sínu á úrslitakvöldi Eurovision í gær, þar sem meðlimir sveitarinnar héldu uppi palestínskum fánum þegar Íslandi voru veitt stig. Þeir taki allri gagnrýni með opnum örmum. „Palestínumenn og Ísraelsmenn komu stuðningi sínum til skila með faðmlögum í gær en líka með aðhrópunum. Það er mjög afhjúpandi hvernig hver og einn bregst við, við erum auðvitað fyrst og fremst bara í spennufalli í dag,“ sagði Matthías í viðtali við Kolbein Tuma Daðason í Tel Aviv í dag. Aðspurðir hvort löngu hafi verið ákveðið að sýna fánana sagði Klemens það að minnsta kosti alltaf hafa verið í spilunum. „Ef maður er að tala um einhverja bombu þá fannst okkur þetta ekki vera bomban, náttúrulega gjörningurinn, atriðið og listin var bomban og við stöndum fyrir listinni,“ sagði Klemens og tók Matthías undir þau orð. Eins og Vísir greindi frá í gær voru ekki allir meðlimir hópsins meðvitaðir um að fánunum yrði haldið á lofti. Aðspurðir út í það sögu drengirnir að skilningur hafi ríkt innan hópsins um fyrir hvað Hatari stæði fyrir og hvert hópurinn stefndi. „Það var ekki alveg búið að negla niður hver áætlunin væri. Svikamylla var ekki búin að senda á okkur dagskránna, þess vegna var allt í órói svona á síðustu sekúndunum. Mikið að gerast,“ sagði Klemens.Sjá einnig: Palestínufáninn á lofti þegar Hatari birtist á skjánumAtvikið umdeilda, í beinni útsendingu.Skjáskot/RÚVMatthías bætti því svo við að sveitin hafi með uppátæki sínu stigið skref inn í óvissuna. „Það gat enginn reiknað út nákvæmlega hver viðbrögðin yrðu. Það kemur þarna öryggisvörður og einhver aðhróp. Við vissum ekki hvað myndi nákvæmlega gerast og hverjar afleiðingarnar yrðu. Skiljanlega eru viðbrögðin ólík og fjölbreytt.“Vissu ekki að Holland hefði unnið Báðir sögðust þeir Matthías og Klemens hafa verið í mikilli geðshræringu eftir að fánunum hafði verið haldið á lofti. Raunar svo miklu að þeir tóku ekki eftir því þegar tilkynnt var að Holland hefði borið sigur úr býtum í keppninni. „Já, við fréttum það bara þegar við vorum komin upp á hótel að það var Hollendingurinn sem vann, við viljum senda honum hamingjuóskir,“ sagði Matthías. Klemens tók undir það og sagði bæði lag og rödd Hollendingsins Duncan Laurence hafa verið fallegt.Hollendingurinn Duncan Laurence fór með sigur af hólmi í gærkvöldi.Michael Campanella/GettyTjá sig lítið um samsæriskenningar Samsæriskenningar þess efnis að ísraelskir hljóðmenn hafi skrúfað niður í Matthíasi um miðbik atriðisins hafa náð nokkru flugi á Twitter. Tvær línur í flutningi Matthíasar heyrðust hreinlega ekki og eru uppi ólíkar kenningar um hvað hafi gerst. Aðspurður út í samsæriskenningar þessu tengdu sagðist Matthías lítið vita um það. „No comment. Samsæriskenningar eru nú oft skemmtilegar, hvort sem þær eru á rökum reistar eða ekki.“ Tónleikaferðalag í vændum Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvað sé á döfinni eftir sigurgöngu hatursins um Evrópu. Drengirnir segjast nú hyggja á tónleikaferðalag um Ísland. Ferðin ber yfirskriftina „Þjóðarskömm“ og nú þegar er hægt að næla sér í miða á tónleika með sveitinni auk varnings tengdum Hatara, á þar til gerðum vefsíðum. Aðspurðir hvort Hatari hafi náð markmiði sínu með þátttöku í keppninni, heimsóknum til Palestínu, fjölmiðlaviðtölum og fleiru, gáfu sveitarmeðlimir nokkuð óræð svör. „Eins og við höfum sagt þá er engin ein bomba sem að réttlætir hlutina. Við höfum reynt að fylgja okkar sannfæringu og vonandi fengið fólk til að hlusta á eitthvað annað en froðusnakk,“ sagði Matthías. Klemens bætti því við að sveitin hafi samkvæm sjálfri sér og alltaf gert það sem henni hafi fundist rétt. „Menn mega hafa skoðun á því, það er alveg sjálfsagt. Við erum fyrst og fremst þakklátir fyrir allan stuðninginn sem við höfum fengið og alla sem hjálpuðu okkur á þessari vegferð. Það eru margir sem við skuldum þakkir.“ Það er ljóst að Hatari hefur fangað athygli fjölmargra um allan heim og eflaust munu margir fylgjast spenntir með sveitinni í framtíðinni. Eurovision Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Nikulásson Hannigan segjast hafa fundið fyrir miklum viðbrögðum við uppátæki sínu á úrslitakvöldi Eurovision í gær, þar sem meðlimir sveitarinnar héldu uppi palestínskum fánum þegar Íslandi voru veitt stig. Þeir taki allri gagnrýni með opnum örmum. „Palestínumenn og Ísraelsmenn komu stuðningi sínum til skila með faðmlögum í gær en líka með aðhrópunum. Það er mjög afhjúpandi hvernig hver og einn bregst við, við erum auðvitað fyrst og fremst bara í spennufalli í dag,“ sagði Matthías í viðtali við Kolbein Tuma Daðason í Tel Aviv í dag. Aðspurðir hvort löngu hafi verið ákveðið að sýna fánana sagði Klemens það að minnsta kosti alltaf hafa verið í spilunum. „Ef maður er að tala um einhverja bombu þá fannst okkur þetta ekki vera bomban, náttúrulega gjörningurinn, atriðið og listin var bomban og við stöndum fyrir listinni,“ sagði Klemens og tók Matthías undir þau orð. Eins og Vísir greindi frá í gær voru ekki allir meðlimir hópsins meðvitaðir um að fánunum yrði haldið á lofti. Aðspurðir út í það sögu drengirnir að skilningur hafi ríkt innan hópsins um fyrir hvað Hatari stæði fyrir og hvert hópurinn stefndi. „Það var ekki alveg búið að negla niður hver áætlunin væri. Svikamylla var ekki búin að senda á okkur dagskránna, þess vegna var allt í órói svona á síðustu sekúndunum. Mikið að gerast,“ sagði Klemens.Sjá einnig: Palestínufáninn á lofti þegar Hatari birtist á skjánumAtvikið umdeilda, í beinni útsendingu.Skjáskot/RÚVMatthías bætti því svo við að sveitin hafi með uppátæki sínu stigið skref inn í óvissuna. „Það gat enginn reiknað út nákvæmlega hver viðbrögðin yrðu. Það kemur þarna öryggisvörður og einhver aðhróp. Við vissum ekki hvað myndi nákvæmlega gerast og hverjar afleiðingarnar yrðu. Skiljanlega eru viðbrögðin ólík og fjölbreytt.“Vissu ekki að Holland hefði unnið Báðir sögðust þeir Matthías og Klemens hafa verið í mikilli geðshræringu eftir að fánunum hafði verið haldið á lofti. Raunar svo miklu að þeir tóku ekki eftir því þegar tilkynnt var að Holland hefði borið sigur úr býtum í keppninni. „Já, við fréttum það bara þegar við vorum komin upp á hótel að það var Hollendingurinn sem vann, við viljum senda honum hamingjuóskir,“ sagði Matthías. Klemens tók undir það og sagði bæði lag og rödd Hollendingsins Duncan Laurence hafa verið fallegt.Hollendingurinn Duncan Laurence fór með sigur af hólmi í gærkvöldi.Michael Campanella/GettyTjá sig lítið um samsæriskenningar Samsæriskenningar þess efnis að ísraelskir hljóðmenn hafi skrúfað niður í Matthíasi um miðbik atriðisins hafa náð nokkru flugi á Twitter. Tvær línur í flutningi Matthíasar heyrðust hreinlega ekki og eru uppi ólíkar kenningar um hvað hafi gerst. Aðspurður út í samsæriskenningar þessu tengdu sagðist Matthías lítið vita um það. „No comment. Samsæriskenningar eru nú oft skemmtilegar, hvort sem þær eru á rökum reistar eða ekki.“ Tónleikaferðalag í vændum Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvað sé á döfinni eftir sigurgöngu hatursins um Evrópu. Drengirnir segjast nú hyggja á tónleikaferðalag um Ísland. Ferðin ber yfirskriftina „Þjóðarskömm“ og nú þegar er hægt að næla sér í miða á tónleika með sveitinni auk varnings tengdum Hatara, á þar til gerðum vefsíðum. Aðspurðir hvort Hatari hafi náð markmiði sínu með þátttöku í keppninni, heimsóknum til Palestínu, fjölmiðlaviðtölum og fleiru, gáfu sveitarmeðlimir nokkuð óræð svör. „Eins og við höfum sagt þá er engin ein bomba sem að réttlætir hlutina. Við höfum reynt að fylgja okkar sannfæringu og vonandi fengið fólk til að hlusta á eitthvað annað en froðusnakk,“ sagði Matthías. Klemens bætti því við að sveitin hafi samkvæm sjálfri sér og alltaf gert það sem henni hafi fundist rétt. „Menn mega hafa skoðun á því, það er alveg sjálfsagt. Við erum fyrst og fremst þakklátir fyrir allan stuðninginn sem við höfum fengið og alla sem hjálpuðu okkur á þessari vegferð. Það eru margir sem við skuldum þakkir.“ Það er ljóst að Hatari hefur fangað athygli fjölmargra um allan heim og eflaust munu margir fylgjast spenntir með sveitinni í framtíðinni.
Eurovision Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira