Það fór mikið fyrir Íslendingunum þegar Bergischer og Füchse Berlin mættust í þýsku Bundesligunni í handbolta í kvöld.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur af mörkum Bergischer sem vann 28-26 sigur á heimavelli sínum. Bjarki Már Elísson var markahæstur í liðii gestanna frá Berlín.
Gestirnir voru með yfirhöndina í upphafi en heimamenn komust yfir þegar líða tók á fyrri hálfleik og var staðan 14-12 þegar gengið var til búningsherbergja.
Bergischer náði mest sjö marka forystu í seinni hálfleik en hleypti gestunum aftur inn í leikinn og lauk leiknum með tveggja marka sigri Bergischer.
Bæði lið sitja þægilega um miðja deild þegar líða fer að lokum deildararinnar.
