Sunna steig á vigtina í gær og var 115,9 pund sem er aðeins yfir 115 pundunum sem miðað er við. Leyfilegt er að vera einu pundi þyngri og flaug Sunna því í gegnum vigtunina.
Hún mætir nýliðanum Kailin Curran í kvöld en bardaginn verður fyrstur á dagskrá þar sem að tveir aðrir bardagakappar náðu ekki vigt og þurfti aðeins að hrista upp í kvöldinu.
Sunna hefur ekki barist í tvö ár í Invicta en er ósigruð þar með þrjá sigra og ekkert tap. Hún fær nú magnað tækifæri að verða strávigtarmeistari en sú sem stendur uppi sem sigurvegari á þessu tólf kvenna móti í kvöld verður nýr meistari.
Hér að neðan má sjá vigtunina í Kansas í gær þar sem að Sunna stillti sér upp á móti Kailin Curran og fór bara vel á með þeim fyrir stríðið í kvöld.