Styttri vinnuvika hefur jákvæð áhrif birnadrofn@frettabladid.is skrifar 4. maí 2019 08:30 Jákvæð áhrif af styttri vinnuviku var meðal niðurstaðna tilraunaverkefnis hjá Reykjavíkurborg. Vísir/vilhelm Greina má jákvæð áhrif styttri vinnuviku hjá starfsfólki þeirra vinnustaða sem tóku þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Starfsfólkið finnur bæði fyrir aukinni starfsánægju og betri andlegri og líkamlegri líðan. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin var út um niðurstöður verkefnisins. Árið 2015 fór Reykjavíkurborg af stað með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar í tveimur starfsstöðvum borgarinnar. Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og skrifstofu Barnaverndar. Vinnustundum var fækkað úr 40 klukkustundum á viku í 35 á Þjónustumiðstöðinni og úr 40 í 36 á skrifstofu Barnaverndar. Verkefnið var unnið í samvinnu við BSRB. Niðurstöðurnar sem fram koma í skýrslunni eru úr fyrri hluta verkefnisins en verkefnið er tvíþætt. Annars vegar er um samvinnu BSRB og Reykjavíkurborgar að ræða og hins vegar samvinnu BSRB og ríkisins. Ekki var mælanlegur munur á viðhorfi til þjónustu og opnunartíma stofnananna en veikindadögum fækkaði og engar breytingar voru á hreyfingum á málaskrá Barnaverndar. Yfirvinna jókst lítillega á báðum stöðum. Innan Barnaverndar er yfirvinna í formi bakvakta sem unnar eru á föstudögum en á þjónustumiðstöðinni fellur hún innan fastlaunasamninga svo launakostnaður eykst ekki. Ekki mátti greina minni árangur eða skilvirkni innan starfstöðvanna þrátt fyrir færri vinnustundir ásamt því að streitueinkenni starfsfólks drógust saman. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir niðurstöður verkefnisins vera innlegg í þá vinnu sem fram undan er hjá opinbera vinnumarkaðnum í gerð kjarasamninga. En yfir 100 kjarasamningar opinberra starfsmanna eru lausir í lok maí. „Niðurstaðan af þessu verkefni er auðvitað innlegg í vinnuna sem fram undan er og við höfum fundið það að opinberi vinnumarkaðurinn hefur líkt og sá almenni verið að leggja áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Ásmundur og bætir því við að tekin hafi verið ákvörðun í ríkisstjórn um að framlengja verkefnið á þeim starfsstöðvum þar sem það hefur verið innleitt þar til samist hefur á opinbera vinnumarkaðnum.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fréttablaðið/Anton BrinkFormaður BSRB, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, segir niðurstöðu verkefnisins jákvæða. „Niðurstaðan er mjög skýr um að allir þessir neikvæðu þættir sem við vildum sjá dragast saman eru að gera það eins og andleg og líkamleg streitueinkenni og einkenni kulnunar. Síðan eru jákvæðu þættirnir að aukast eins og starfsánægja og möguleikarnir til að samþætta fjölskyldulíf og einkalíf“. Sonja er einnig sammála félagsmálaráðherra um mikilvægi niðurstöðunnar fyrir kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðarins. „Þetta er auðvitað það sem við höfum verið að horfa til, að það sé ávinningur fyrir bæði starfsfólk og atvinnurekendur og þess vegna hefur krafan verið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Við sjáum það líka að almennt er að draga úr veikindafjarvistum bæði í tilraunaverkefninu hjá ríkinu og hjá Reykjavíkurborg,“ segir Sonja og að þetta bendi til þess að stytting vinnuvikunnar sýni fram á að hægt sé að vinna skipulega á stuttum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. 3. maí 2019 19:45 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Greina má jákvæð áhrif styttri vinnuviku hjá starfsfólki þeirra vinnustaða sem tóku þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Starfsfólkið finnur bæði fyrir aukinni starfsánægju og betri andlegri og líkamlegri líðan. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin var út um niðurstöður verkefnisins. Árið 2015 fór Reykjavíkurborg af stað með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar í tveimur starfsstöðvum borgarinnar. Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og skrifstofu Barnaverndar. Vinnustundum var fækkað úr 40 klukkustundum á viku í 35 á Þjónustumiðstöðinni og úr 40 í 36 á skrifstofu Barnaverndar. Verkefnið var unnið í samvinnu við BSRB. Niðurstöðurnar sem fram koma í skýrslunni eru úr fyrri hluta verkefnisins en verkefnið er tvíþætt. Annars vegar er um samvinnu BSRB og Reykjavíkurborgar að ræða og hins vegar samvinnu BSRB og ríkisins. Ekki var mælanlegur munur á viðhorfi til þjónustu og opnunartíma stofnananna en veikindadögum fækkaði og engar breytingar voru á hreyfingum á málaskrá Barnaverndar. Yfirvinna jókst lítillega á báðum stöðum. Innan Barnaverndar er yfirvinna í formi bakvakta sem unnar eru á föstudögum en á þjónustumiðstöðinni fellur hún innan fastlaunasamninga svo launakostnaður eykst ekki. Ekki mátti greina minni árangur eða skilvirkni innan starfstöðvanna þrátt fyrir færri vinnustundir ásamt því að streitueinkenni starfsfólks drógust saman. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir niðurstöður verkefnisins vera innlegg í þá vinnu sem fram undan er hjá opinbera vinnumarkaðnum í gerð kjarasamninga. En yfir 100 kjarasamningar opinberra starfsmanna eru lausir í lok maí. „Niðurstaðan af þessu verkefni er auðvitað innlegg í vinnuna sem fram undan er og við höfum fundið það að opinberi vinnumarkaðurinn hefur líkt og sá almenni verið að leggja áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Ásmundur og bætir því við að tekin hafi verið ákvörðun í ríkisstjórn um að framlengja verkefnið á þeim starfsstöðvum þar sem það hefur verið innleitt þar til samist hefur á opinbera vinnumarkaðnum.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fréttablaðið/Anton BrinkFormaður BSRB, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, segir niðurstöðu verkefnisins jákvæða. „Niðurstaðan er mjög skýr um að allir þessir neikvæðu þættir sem við vildum sjá dragast saman eru að gera það eins og andleg og líkamleg streitueinkenni og einkenni kulnunar. Síðan eru jákvæðu þættirnir að aukast eins og starfsánægja og möguleikarnir til að samþætta fjölskyldulíf og einkalíf“. Sonja er einnig sammála félagsmálaráðherra um mikilvægi niðurstöðunnar fyrir kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðarins. „Þetta er auðvitað það sem við höfum verið að horfa til, að það sé ávinningur fyrir bæði starfsfólk og atvinnurekendur og þess vegna hefur krafan verið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Við sjáum það líka að almennt er að draga úr veikindafjarvistum bæði í tilraunaverkefninu hjá ríkinu og hjá Reykjavíkurborg,“ segir Sonja og að þetta bendi til þess að stytting vinnuvikunnar sýni fram á að hægt sé að vinna skipulega á stuttum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. 3. maí 2019 19:45 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28
Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. 3. maí 2019 19:45