Styttri vinnuvika hefur jákvæð áhrif birnadrofn@frettabladid.is skrifar 4. maí 2019 08:30 Jákvæð áhrif af styttri vinnuviku var meðal niðurstaðna tilraunaverkefnis hjá Reykjavíkurborg. Vísir/vilhelm Greina má jákvæð áhrif styttri vinnuviku hjá starfsfólki þeirra vinnustaða sem tóku þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Starfsfólkið finnur bæði fyrir aukinni starfsánægju og betri andlegri og líkamlegri líðan. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin var út um niðurstöður verkefnisins. Árið 2015 fór Reykjavíkurborg af stað með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar í tveimur starfsstöðvum borgarinnar. Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og skrifstofu Barnaverndar. Vinnustundum var fækkað úr 40 klukkustundum á viku í 35 á Þjónustumiðstöðinni og úr 40 í 36 á skrifstofu Barnaverndar. Verkefnið var unnið í samvinnu við BSRB. Niðurstöðurnar sem fram koma í skýrslunni eru úr fyrri hluta verkefnisins en verkefnið er tvíþætt. Annars vegar er um samvinnu BSRB og Reykjavíkurborgar að ræða og hins vegar samvinnu BSRB og ríkisins. Ekki var mælanlegur munur á viðhorfi til þjónustu og opnunartíma stofnananna en veikindadögum fækkaði og engar breytingar voru á hreyfingum á málaskrá Barnaverndar. Yfirvinna jókst lítillega á báðum stöðum. Innan Barnaverndar er yfirvinna í formi bakvakta sem unnar eru á föstudögum en á þjónustumiðstöðinni fellur hún innan fastlaunasamninga svo launakostnaður eykst ekki. Ekki mátti greina minni árangur eða skilvirkni innan starfstöðvanna þrátt fyrir færri vinnustundir ásamt því að streitueinkenni starfsfólks drógust saman. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir niðurstöður verkefnisins vera innlegg í þá vinnu sem fram undan er hjá opinbera vinnumarkaðnum í gerð kjarasamninga. En yfir 100 kjarasamningar opinberra starfsmanna eru lausir í lok maí. „Niðurstaðan af þessu verkefni er auðvitað innlegg í vinnuna sem fram undan er og við höfum fundið það að opinberi vinnumarkaðurinn hefur líkt og sá almenni verið að leggja áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Ásmundur og bætir því við að tekin hafi verið ákvörðun í ríkisstjórn um að framlengja verkefnið á þeim starfsstöðvum þar sem það hefur verið innleitt þar til samist hefur á opinbera vinnumarkaðnum.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fréttablaðið/Anton BrinkFormaður BSRB, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, segir niðurstöðu verkefnisins jákvæða. „Niðurstaðan er mjög skýr um að allir þessir neikvæðu þættir sem við vildum sjá dragast saman eru að gera það eins og andleg og líkamleg streitueinkenni og einkenni kulnunar. Síðan eru jákvæðu þættirnir að aukast eins og starfsánægja og möguleikarnir til að samþætta fjölskyldulíf og einkalíf“. Sonja er einnig sammála félagsmálaráðherra um mikilvægi niðurstöðunnar fyrir kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðarins. „Þetta er auðvitað það sem við höfum verið að horfa til, að það sé ávinningur fyrir bæði starfsfólk og atvinnurekendur og þess vegna hefur krafan verið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Við sjáum það líka að almennt er að draga úr veikindafjarvistum bæði í tilraunaverkefninu hjá ríkinu og hjá Reykjavíkurborg,“ segir Sonja og að þetta bendi til þess að stytting vinnuvikunnar sýni fram á að hægt sé að vinna skipulega á stuttum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. 3. maí 2019 19:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Greina má jákvæð áhrif styttri vinnuviku hjá starfsfólki þeirra vinnustaða sem tóku þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Starfsfólkið finnur bæði fyrir aukinni starfsánægju og betri andlegri og líkamlegri líðan. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin var út um niðurstöður verkefnisins. Árið 2015 fór Reykjavíkurborg af stað með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar í tveimur starfsstöðvum borgarinnar. Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og skrifstofu Barnaverndar. Vinnustundum var fækkað úr 40 klukkustundum á viku í 35 á Þjónustumiðstöðinni og úr 40 í 36 á skrifstofu Barnaverndar. Verkefnið var unnið í samvinnu við BSRB. Niðurstöðurnar sem fram koma í skýrslunni eru úr fyrri hluta verkefnisins en verkefnið er tvíþætt. Annars vegar er um samvinnu BSRB og Reykjavíkurborgar að ræða og hins vegar samvinnu BSRB og ríkisins. Ekki var mælanlegur munur á viðhorfi til þjónustu og opnunartíma stofnananna en veikindadögum fækkaði og engar breytingar voru á hreyfingum á málaskrá Barnaverndar. Yfirvinna jókst lítillega á báðum stöðum. Innan Barnaverndar er yfirvinna í formi bakvakta sem unnar eru á föstudögum en á þjónustumiðstöðinni fellur hún innan fastlaunasamninga svo launakostnaður eykst ekki. Ekki mátti greina minni árangur eða skilvirkni innan starfstöðvanna þrátt fyrir færri vinnustundir ásamt því að streitueinkenni starfsfólks drógust saman. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir niðurstöður verkefnisins vera innlegg í þá vinnu sem fram undan er hjá opinbera vinnumarkaðnum í gerð kjarasamninga. En yfir 100 kjarasamningar opinberra starfsmanna eru lausir í lok maí. „Niðurstaðan af þessu verkefni er auðvitað innlegg í vinnuna sem fram undan er og við höfum fundið það að opinberi vinnumarkaðurinn hefur líkt og sá almenni verið að leggja áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Ásmundur og bætir því við að tekin hafi verið ákvörðun í ríkisstjórn um að framlengja verkefnið á þeim starfsstöðvum þar sem það hefur verið innleitt þar til samist hefur á opinbera vinnumarkaðnum.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fréttablaðið/Anton BrinkFormaður BSRB, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, segir niðurstöðu verkefnisins jákvæða. „Niðurstaðan er mjög skýr um að allir þessir neikvæðu þættir sem við vildum sjá dragast saman eru að gera það eins og andleg og líkamleg streitueinkenni og einkenni kulnunar. Síðan eru jákvæðu þættirnir að aukast eins og starfsánægja og möguleikarnir til að samþætta fjölskyldulíf og einkalíf“. Sonja er einnig sammála félagsmálaráðherra um mikilvægi niðurstöðunnar fyrir kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðarins. „Þetta er auðvitað það sem við höfum verið að horfa til, að það sé ávinningur fyrir bæði starfsfólk og atvinnurekendur og þess vegna hefur krafan verið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Við sjáum það líka að almennt er að draga úr veikindafjarvistum bæði í tilraunaverkefninu hjá ríkinu og hjá Reykjavíkurborg,“ segir Sonja og að þetta bendi til þess að stytting vinnuvikunnar sýni fram á að hægt sé að vinna skipulega á stuttum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. 3. maí 2019 19:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28
Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. 3. maí 2019 19:45