Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. maí 2019 08:15 Ástandið í Austur-Kongó er grafalvarlegt og illa gengur að berjast gegn þessum erfiða faraldri. Vísir/AP Þúsundasti sjúklingurinn lést að öllum líkindum í gær af völdum ebólufaraldursins sem geisar enn í Austur-Kongó. Frá þessu greindi Michael Ryan, stjórnandi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) á blaðamannafundi. Faraldurinn er sá næstversti í skráðri sögu heimsins og illa gengur að ráða niðurlögum hans. „Við búumst við því að smitum haldi áfram að fjölga. Við vorum ekki komin upp fyrir þúsund látna í morgun en við förum líklega fram úr þeirri tölu þegar við fáum nýjar tölur í kvöld,“ sagði Ryan. Stofnunin hyggst setja af stað nýtt bólusetningarátak í Afríkuríkinu á næstu vikum þegar nýtt bóluefni Johnson & Johnson hefur verið samþykkt. WHO notar nú þegar nýtt bóluefni á tilraunastigi úr smiðju Merck í baráttunni gegn faraldrinum. Enn sem komið er hafa rúm hundrað þúsund verið bólusett og hefur það gefist afar vel, samkvæmt WHO. Merck-bóluefnið hefur einkum verið notað til svokallaðra hringbólusetninga. Þá eru allir aðstandendur hins sýkta bólusettir. Fyrirhugað er að bóluefnið frá Johnson & Johnson verði notað á sama hátt. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um stöðuna í Austur-Kongó í apríl. Þar kom fram að helstu ástæðurnar fyrir því hversu illa baráttan við faraldurinn gengur eru annars vegar vantraust íbúa í garð alþjóðlegs heilbrigðisstarfsfólks og hins vegar linnulausar árásir vopnaðra samtaka á meðferðarstöðvar og þá bæi sem hafa komið einna verst út úr faraldrinum. Að því er Ryan greindi frá á blaðamannafundinum í gær hefur staðan ekki skánað. „Við glímum enn við alvarlegar áskoranir á sviði samfélagslegs trausts,“ sagði Ryan. Hann tók aukinheldur fram að á fimmtudag hafi verið gerð misheppnuð árásartilraun á meðferðarstöð í Butembo. Vegna hins erfiða ástands og árása er birgðastaðan farin að versna sömuleiðis. Sérfræðingar WHO munu vegna þess skera úr um það á mánudag hvort það þurfi að byrja að gefa einn skammt af bóluefni. Þannig væri hægt að bólusetja fleiri þótt bólusetningin myndi líklegast ekki virka jafnvel. Yfirstjórn verkefnis WHO í Butembo sendi frá sér tilkynningu á þriðjudag í tilefni af heimsókn Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóra og Matshidiso Moeti, æðsta stjórnanda WHO í Afríku, til borgarinnar. Framkvæmdastjórinn sagði að nú væri þörf á miklu átaki. „WHO og samstarfsaðilar stofnunarinnar geta ekki tekist á við þessar áskoranir án þess að alþjóðasamfélagið skerist í leikinn og veiti auknu fjármagni til verkefnisins,“ var haft eftir Ghebreyesus. Hann sagði einnig að einungis helmingur þess fjármagns sem óskað hefur verið eftir hafi borist. Það gæti leitt til þess að WHO þurfi að hætta lífsnauðsynlegri starfsemi. Ghebreyesus sagði að auki í viðtali við Nature í vikunni að hann hafi aldrei upplifað neitt eins og þennan ebólufaraldur. „Þetta er einstakt ástand. Heimurinn hefur ekki séð neitt þessu líkt áður. Þetta er afar flókið. [...] Ég bjóst við því að stuðningsaðilar myndu ólmir vilja hjálpa en það hefur ekki reynst rétt. Ég hef mjög, mjög miklar áhyggjur. Við munum gera okkar besta en ég get ekki spáð fyrir um hvenær okkur tekst að ráða niðurlögum faraldursins.“ Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Þúsundasti sjúklingurinn lést að öllum líkindum í gær af völdum ebólufaraldursins sem geisar enn í Austur-Kongó. Frá þessu greindi Michael Ryan, stjórnandi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) á blaðamannafundi. Faraldurinn er sá næstversti í skráðri sögu heimsins og illa gengur að ráða niðurlögum hans. „Við búumst við því að smitum haldi áfram að fjölga. Við vorum ekki komin upp fyrir þúsund látna í morgun en við förum líklega fram úr þeirri tölu þegar við fáum nýjar tölur í kvöld,“ sagði Ryan. Stofnunin hyggst setja af stað nýtt bólusetningarátak í Afríkuríkinu á næstu vikum þegar nýtt bóluefni Johnson & Johnson hefur verið samþykkt. WHO notar nú þegar nýtt bóluefni á tilraunastigi úr smiðju Merck í baráttunni gegn faraldrinum. Enn sem komið er hafa rúm hundrað þúsund verið bólusett og hefur það gefist afar vel, samkvæmt WHO. Merck-bóluefnið hefur einkum verið notað til svokallaðra hringbólusetninga. Þá eru allir aðstandendur hins sýkta bólusettir. Fyrirhugað er að bóluefnið frá Johnson & Johnson verði notað á sama hátt. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um stöðuna í Austur-Kongó í apríl. Þar kom fram að helstu ástæðurnar fyrir því hversu illa baráttan við faraldurinn gengur eru annars vegar vantraust íbúa í garð alþjóðlegs heilbrigðisstarfsfólks og hins vegar linnulausar árásir vopnaðra samtaka á meðferðarstöðvar og þá bæi sem hafa komið einna verst út úr faraldrinum. Að því er Ryan greindi frá á blaðamannafundinum í gær hefur staðan ekki skánað. „Við glímum enn við alvarlegar áskoranir á sviði samfélagslegs trausts,“ sagði Ryan. Hann tók aukinheldur fram að á fimmtudag hafi verið gerð misheppnuð árásartilraun á meðferðarstöð í Butembo. Vegna hins erfiða ástands og árása er birgðastaðan farin að versna sömuleiðis. Sérfræðingar WHO munu vegna þess skera úr um það á mánudag hvort það þurfi að byrja að gefa einn skammt af bóluefni. Þannig væri hægt að bólusetja fleiri þótt bólusetningin myndi líklegast ekki virka jafnvel. Yfirstjórn verkefnis WHO í Butembo sendi frá sér tilkynningu á þriðjudag í tilefni af heimsókn Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóra og Matshidiso Moeti, æðsta stjórnanda WHO í Afríku, til borgarinnar. Framkvæmdastjórinn sagði að nú væri þörf á miklu átaki. „WHO og samstarfsaðilar stofnunarinnar geta ekki tekist á við þessar áskoranir án þess að alþjóðasamfélagið skerist í leikinn og veiti auknu fjármagni til verkefnisins,“ var haft eftir Ghebreyesus. Hann sagði einnig að einungis helmingur þess fjármagns sem óskað hefur verið eftir hafi borist. Það gæti leitt til þess að WHO þurfi að hætta lífsnauðsynlegri starfsemi. Ghebreyesus sagði að auki í viðtali við Nature í vikunni að hann hafi aldrei upplifað neitt eins og þennan ebólufaraldur. „Þetta er einstakt ástand. Heimurinn hefur ekki séð neitt þessu líkt áður. Þetta er afar flókið. [...] Ég bjóst við því að stuðningsaðilar myndu ólmir vilja hjálpa en það hefur ekki reynst rétt. Ég hef mjög, mjög miklar áhyggjur. Við munum gera okkar besta en ég get ekki spáð fyrir um hvenær okkur tekst að ráða niðurlögum faraldursins.“
Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira