Barátta bæjarstjóranna við Google bar árangur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 13:23 Bæjarfélögin eru nú hin blómlegustu á Google Maps. Google Maps/Skjáskot Kvartanir bæjarstjóra Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar vegna þeirrar staðreyndar að sá hluti Vestfjarða þar sem bæjarfélögin eru staðsett er þakinn snjó allt árið um kring á Google Maps virðast hafa komist til skila og borið tilætlaðan árangur. Þetta má sjá í færslu sem að Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, birti á Facebook nú í dag. Umkvörtunarefni bæjarstjóranna tveggja, þeirra Jóns Páls og Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var að sú snævi þakta mynd sem hingað til hefur verið til sýnis á kortavef Google gæfi ekki raunsanna mynd af veðurfari á Vestfjörðum allt árið um kring og gæti orðið til þess að fæla ferðamenn frá því að heimsækja svæðið. Þar segir Jón mátt Internetsins vera mikinn og setur málið í samhengi við Biblíusöguna um baráttu fjárhirðisins Davíðs við filistínska risann GolíatBæjarstjórarnir tveir, Jón Páll og Guðmundur.Vísir/Samsett„Að lítið bæjarfélag á Íslandi skuli vera með kröfur á eitt stærsta fyrirtæki í heimi. Þetta var í hugum sumra einhverskonar barátta Davíðs og Golíats. Og með hjálp allra þeirra sem komu þessari frétt á framfæri og þeirra fjölmörgu sem buðust til að hafa samband beint við Googla þá náði þetta greinilega á endanum á réttan stað og núna erum við græn allt árið.“ Með færslunni fylgir skjáskot af Google Maps þar sem sjá má Bolungarvík í grænum skrúða og ljóst að Google hefur skipt fyrri mynd út fyrir aðra sumarlegri. Blaðamaður fór á stúfana og rétt þykir að benda á að sömu sögu er að segja um Ísafjarðarbæ. Google hefur svipt hinni hvítu vetrarhulu af bænum og þar ríkir nú sumar allt árið um kring, í það minnsta á Google Maps. Færslu Jóns Páls má sjá hér að neðanAthygli út fyrir landsteinana Þessi herferð bæjarstjóranna tveggja náði lengra en bara hringinn í kring um okkar eldgamla Ísafold, en málið vakti athygli margra stórra miðla úti í heimi, þá helst í Bretlandi og Bandaríkjunum. Meðal miðla sem fjölluðu um baráttu bæjarstjóranna á sínum tíma voru BBC, Fox news og Telegraph en allir vísuðu þessir miðlar í frétt Vísis um málið. Líklegt má telja að þessi áhugi erlendra miðla á málinu hafi fangað athygli Google og orðið til þess að bæjarstjórarnir fengu ósk sína uppfyllta. Bolungarvík Google Ísafjarðarbær Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Kvartanir bæjarstjóra Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar vegna þeirrar staðreyndar að sá hluti Vestfjarða þar sem bæjarfélögin eru staðsett er þakinn snjó allt árið um kring á Google Maps virðast hafa komist til skila og borið tilætlaðan árangur. Þetta má sjá í færslu sem að Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, birti á Facebook nú í dag. Umkvörtunarefni bæjarstjóranna tveggja, þeirra Jóns Páls og Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var að sú snævi þakta mynd sem hingað til hefur verið til sýnis á kortavef Google gæfi ekki raunsanna mynd af veðurfari á Vestfjörðum allt árið um kring og gæti orðið til þess að fæla ferðamenn frá því að heimsækja svæðið. Þar segir Jón mátt Internetsins vera mikinn og setur málið í samhengi við Biblíusöguna um baráttu fjárhirðisins Davíðs við filistínska risann GolíatBæjarstjórarnir tveir, Jón Páll og Guðmundur.Vísir/Samsett„Að lítið bæjarfélag á Íslandi skuli vera með kröfur á eitt stærsta fyrirtæki í heimi. Þetta var í hugum sumra einhverskonar barátta Davíðs og Golíats. Og með hjálp allra þeirra sem komu þessari frétt á framfæri og þeirra fjölmörgu sem buðust til að hafa samband beint við Googla þá náði þetta greinilega á endanum á réttan stað og núna erum við græn allt árið.“ Með færslunni fylgir skjáskot af Google Maps þar sem sjá má Bolungarvík í grænum skrúða og ljóst að Google hefur skipt fyrri mynd út fyrir aðra sumarlegri. Blaðamaður fór á stúfana og rétt þykir að benda á að sömu sögu er að segja um Ísafjarðarbæ. Google hefur svipt hinni hvítu vetrarhulu af bænum og þar ríkir nú sumar allt árið um kring, í það minnsta á Google Maps. Færslu Jóns Páls má sjá hér að neðanAthygli út fyrir landsteinana Þessi herferð bæjarstjóranna tveggja náði lengra en bara hringinn í kring um okkar eldgamla Ísafold, en málið vakti athygli margra stórra miðla úti í heimi, þá helst í Bretlandi og Bandaríkjunum. Meðal miðla sem fjölluðu um baráttu bæjarstjóranna á sínum tíma voru BBC, Fox news og Telegraph en allir vísuðu þessir miðlar í frétt Vísis um málið. Líklegt má telja að þessi áhugi erlendra miðla á málinu hafi fangað athygli Google og orðið til þess að bæjarstjórarnir fengu ósk sína uppfyllta.
Bolungarvík Google Ísafjarðarbær Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira