Ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. maí 2019 20:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. vísir/vilhelm Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. Umræðan um loftslagsbreytingar er ofarlega á baugi en í liðinni viku lýstu bæði breska og skoska þingið yfir neyðarástandi vegna þeirrar vár sem vofir yfir vegna loftslagsbreytinga. Í opinberri heimsókn til Bretlands í vikunni gerði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra loftslagsmál að umræðuefni á fundum sínum við helstu stjórnmálaleiðtoga í Bretlandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort Íslendingar muni einnig lýsa yfir neyðarástandi. „Mér finnst alveg koma til greina að skoða það hvort að ríki eða sveitarfélög, Alþingi, lýsi einhverju svona yfir ef að það verður til þess að á bakvið það sé það sem í raun og veru öllu máli skiptir og eru aðgerðir,“ segir Guðmundur Ingi. Hann kveðst líta svo á að þegar hafi íslensk stjórnvöld gripið til ýmiss konar aðgerða. „Umræðan í Bretlandi snýst í rauninni í fyrsta lagi um það eigi að ná kolefnishlutleysi árið 2050, eitthvað sem að við höfum sett okkur markmið um að ná 2040. Við höfum líka sett okkur markmið um að fylgja Evrópusambandinu því að þar eru metnaðarfyllstu áætlanirnar í gangi,“ segir Guðmundur Ingi. „Við höfum sett metnaðarfulla áætlun í loftslagsmálum sem við erum að vinna eftir og það eru aðgerðirnar sem skipta mestu máli. En það að gefa loftslagsmálunum rými með einhverju svona finnst mér líka vera eitthvað sem að getur hjálpað umræðunni,“ bætir hann við.Fagnar átaki gegn einnota plasti En það eru fleiri verkefni sem heyra undir málaflokk ráðherrans en sem varða loftslagsbreytingar. Aukin vitundarvakning hefur orðið að undanförnu vegna plastmengunar og þeirra afleiðinga sem hún getur haft í för með sér. Umhverfisstofnun setti til að mynda nýlega af stað átak til að vekja athygli á mikilvægi þess að draga úr notkun einnota plasts en með átakinu eru landsmenn hvattir til að taka höndum saman um að hætta notkun einnota plastvara. „Við erum að horfa upp á það að þau vandamál sem hafa skapast af of mikilli plastnotkun í heiminum og framleiðslu og notkun og því að plastið endar í rauninni oft og tíðum í hafinu og er að skapa mikil vandamál þar fyrir lífríki hafsins. Við verðum að takast á við þetta bæði alþjóðlega, og þar höfum við ásamt Norðurlöndum ákveðið að hvetja til þess að það verði alþjóðlegur samningur gerður. Og það þarf líka að hlúa að þessu heima fyrir," segir Guðmundur Ingi. Þá liggur fyrir Alþingi frumvarp sem felur í sér bann við plastpokum í verslunum.En þarf ekki róttækari aðgerðir en vitundarvakningu og plastpokabann? „Jú það þarf svo sannarlega róttækari aðgerðir þar en þetta er í raun hluti af stærri heild,“ segir Guðmundur Ingi. „Það er von á að fleiri aðgerðum verði hrint í gang núna í haust og næsta vor.“Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti túlka viðtal við umhverfisráðherra á þann veg að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum lúti fyrst og fremst að aðgerðum gegn plastmengun. Áréttað skal að þar var ráðherrann að svara spurningu um afmarkaðar aðgerðir gegn plasti, en um ekki víðtækari aðgerðir stjórnvalda vegna loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. 1. maí 2019 19:30 Katrín og Sturgeon ræddu loftlagsmál og Brexit Í kvöld sitja þær heiðurskvöldverð vegna heimsóknar Katrínar þar sem íslenskir og skorskir glæpasagnahöfunar verða einnig en ráðherrarnir hafa báðar mikin áhuga á glæpasögum. 30. apríl 2019 18:15 Katrín og May funduðu í Downingstræti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fund með Theresu May forsætisráðherra Bretlands í bústað breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í dag. 2. maí 2019 15:29 Amanpour spurði Katrínu út í loftslagsmál, nauðganir og ferðamannasprengjuna Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. 3. maí 2019 22:32 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. Umræðan um loftslagsbreytingar er ofarlega á baugi en í liðinni viku lýstu bæði breska og skoska þingið yfir neyðarástandi vegna þeirrar vár sem vofir yfir vegna loftslagsbreytinga. Í opinberri heimsókn til Bretlands í vikunni gerði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra loftslagsmál að umræðuefni á fundum sínum við helstu stjórnmálaleiðtoga í Bretlandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort Íslendingar muni einnig lýsa yfir neyðarástandi. „Mér finnst alveg koma til greina að skoða það hvort að ríki eða sveitarfélög, Alþingi, lýsi einhverju svona yfir ef að það verður til þess að á bakvið það sé það sem í raun og veru öllu máli skiptir og eru aðgerðir,“ segir Guðmundur Ingi. Hann kveðst líta svo á að þegar hafi íslensk stjórnvöld gripið til ýmiss konar aðgerða. „Umræðan í Bretlandi snýst í rauninni í fyrsta lagi um það eigi að ná kolefnishlutleysi árið 2050, eitthvað sem að við höfum sett okkur markmið um að ná 2040. Við höfum líka sett okkur markmið um að fylgja Evrópusambandinu því að þar eru metnaðarfyllstu áætlanirnar í gangi,“ segir Guðmundur Ingi. „Við höfum sett metnaðarfulla áætlun í loftslagsmálum sem við erum að vinna eftir og það eru aðgerðirnar sem skipta mestu máli. En það að gefa loftslagsmálunum rými með einhverju svona finnst mér líka vera eitthvað sem að getur hjálpað umræðunni,“ bætir hann við.Fagnar átaki gegn einnota plasti En það eru fleiri verkefni sem heyra undir málaflokk ráðherrans en sem varða loftslagsbreytingar. Aukin vitundarvakning hefur orðið að undanförnu vegna plastmengunar og þeirra afleiðinga sem hún getur haft í för með sér. Umhverfisstofnun setti til að mynda nýlega af stað átak til að vekja athygli á mikilvægi þess að draga úr notkun einnota plasts en með átakinu eru landsmenn hvattir til að taka höndum saman um að hætta notkun einnota plastvara. „Við erum að horfa upp á það að þau vandamál sem hafa skapast af of mikilli plastnotkun í heiminum og framleiðslu og notkun og því að plastið endar í rauninni oft og tíðum í hafinu og er að skapa mikil vandamál þar fyrir lífríki hafsins. Við verðum að takast á við þetta bæði alþjóðlega, og þar höfum við ásamt Norðurlöndum ákveðið að hvetja til þess að það verði alþjóðlegur samningur gerður. Og það þarf líka að hlúa að þessu heima fyrir," segir Guðmundur Ingi. Þá liggur fyrir Alþingi frumvarp sem felur í sér bann við plastpokum í verslunum.En þarf ekki róttækari aðgerðir en vitundarvakningu og plastpokabann? „Jú það þarf svo sannarlega róttækari aðgerðir þar en þetta er í raun hluti af stærri heild,“ segir Guðmundur Ingi. „Það er von á að fleiri aðgerðum verði hrint í gang núna í haust og næsta vor.“Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti túlka viðtal við umhverfisráðherra á þann veg að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum lúti fyrst og fremst að aðgerðum gegn plastmengun. Áréttað skal að þar var ráðherrann að svara spurningu um afmarkaðar aðgerðir gegn plasti, en um ekki víðtækari aðgerðir stjórnvalda vegna loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. 1. maí 2019 19:30 Katrín og Sturgeon ræddu loftlagsmál og Brexit Í kvöld sitja þær heiðurskvöldverð vegna heimsóknar Katrínar þar sem íslenskir og skorskir glæpasagnahöfunar verða einnig en ráðherrarnir hafa báðar mikin áhuga á glæpasögum. 30. apríl 2019 18:15 Katrín og May funduðu í Downingstræti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fund með Theresu May forsætisráðherra Bretlands í bústað breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í dag. 2. maí 2019 15:29 Amanpour spurði Katrínu út í loftslagsmál, nauðganir og ferðamannasprengjuna Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. 3. maí 2019 22:32 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. 1. maí 2019 19:30
Katrín og Sturgeon ræddu loftlagsmál og Brexit Í kvöld sitja þær heiðurskvöldverð vegna heimsóknar Katrínar þar sem íslenskir og skorskir glæpasagnahöfunar verða einnig en ráðherrarnir hafa báðar mikin áhuga á glæpasögum. 30. apríl 2019 18:15
Katrín og May funduðu í Downingstræti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fund með Theresu May forsætisráðherra Bretlands í bústað breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í dag. 2. maí 2019 15:29
Amanpour spurði Katrínu út í loftslagsmál, nauðganir og ferðamannasprengjuna Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. 3. maí 2019 22:32