Annast strætóferðir en hafa ekki rekstrarleyfi Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2019 07:15 Árið 2013 sömdu Hópferðabílar Akureyrar við Eyþing um akstur þriggja leiða í landshlutanum. Fréttablaðið/Pjetur Hópferðabílar Akureyrar, sem sjá um almenningssamgöngur á Norðausturlandi, hafa misst rekstrarleyfi sitt til fólksflutninga. Því var ekið á öðru rekstrarleyfi síðastliðinn föstudag. Árið 2013 gerði Hópferðabílar Akureyrar ehf. samning við Eyþing, sem er samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, um akstur þriggja leiða í landshlutanum. Um er að ræða samgöngur milli Siglufjarðar og Akureyrar, Húsavíkur og Akureyrar og Egilsstaða og Akureyrar. Fram hefur komið í fréttum í vetur að fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun. Fyrirtækið fékk heimildina síðan þann 26. febrúar. Gilti greiðslustöðvunin til 16. mars og því þurfti að taka hana fyrir aftur þá. Það var svo í síðustu viku að fyrirtækið fékk ekki áframhaldandi greiðslustöðvun og er nú unnið að því að bjarga því sem bjargað verður. Rekstrarleyfi fyrirtækisins til fólksflutninga í atvinnuskyni, með bifreiðum sem skráðar eru fyrir níu eða fleiri farþega, rann út 2. maí síðastliðinn og því hefur fyrirtækið ekki leyfi til að aka leiðirnar á sínu rekstrarleyfi. Fjalar Úlfarsson, framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar, segir fyrirtækið nú vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. Hann segir að síðastliðinn föstudag hafi aðrir bílar keyrt þessar leiðir undir öðru rekstrarleyfi. Hann vildi ekki gefa upp á hvaða rekstrarleyfi það var gert. Samkvæmt lögum um farþegaflutninga á landi þarf hver sá sem stundar farþegaflutninga í atvinnuskyni almennt rekstrarleyfi. Óheimilt er að stunda leyfisskylda farþegaflutninga án tilskilins leyfis og getur slíkt varðað sektum. Hilda Jana Gísladóttir, formaður Eyþings, segir samtökin vera að skoða þá stöðu sem upp er komin. „Ég er mjög bjartsýn á að almenningssamgöngur riðlist ekki í landsfjórðungnum og við hjá Eyþingi munum kappkosta að tryggja áframhaldandi akstur þessara leiða,“ segir Hilda Jana. „Við fylgjumst náið með gangi mála þar sem okkar verkefni er fyrst og fremst að tryggja áframhaldandi þjónustu við almenning.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Hópferðabílar Akureyrar, sem sjá um almenningssamgöngur á Norðausturlandi, hafa misst rekstrarleyfi sitt til fólksflutninga. Því var ekið á öðru rekstrarleyfi síðastliðinn föstudag. Árið 2013 gerði Hópferðabílar Akureyrar ehf. samning við Eyþing, sem er samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, um akstur þriggja leiða í landshlutanum. Um er að ræða samgöngur milli Siglufjarðar og Akureyrar, Húsavíkur og Akureyrar og Egilsstaða og Akureyrar. Fram hefur komið í fréttum í vetur að fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun. Fyrirtækið fékk heimildina síðan þann 26. febrúar. Gilti greiðslustöðvunin til 16. mars og því þurfti að taka hana fyrir aftur þá. Það var svo í síðustu viku að fyrirtækið fékk ekki áframhaldandi greiðslustöðvun og er nú unnið að því að bjarga því sem bjargað verður. Rekstrarleyfi fyrirtækisins til fólksflutninga í atvinnuskyni, með bifreiðum sem skráðar eru fyrir níu eða fleiri farþega, rann út 2. maí síðastliðinn og því hefur fyrirtækið ekki leyfi til að aka leiðirnar á sínu rekstrarleyfi. Fjalar Úlfarsson, framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar, segir fyrirtækið nú vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. Hann segir að síðastliðinn föstudag hafi aðrir bílar keyrt þessar leiðir undir öðru rekstrarleyfi. Hann vildi ekki gefa upp á hvaða rekstrarleyfi það var gert. Samkvæmt lögum um farþegaflutninga á landi þarf hver sá sem stundar farþegaflutninga í atvinnuskyni almennt rekstrarleyfi. Óheimilt er að stunda leyfisskylda farþegaflutninga án tilskilins leyfis og getur slíkt varðað sektum. Hilda Jana Gísladóttir, formaður Eyþings, segir samtökin vera að skoða þá stöðu sem upp er komin. „Ég er mjög bjartsýn á að almenningssamgöngur riðlist ekki í landsfjórðungnum og við hjá Eyþingi munum kappkosta að tryggja áframhaldandi akstur þessara leiða,“ segir Hilda Jana. „Við fylgjumst náið með gangi mála þar sem okkar verkefni er fyrst og fremst að tryggja áframhaldandi þjónustu við almenning.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira