Annast strætóferðir en hafa ekki rekstrarleyfi Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2019 07:15 Árið 2013 sömdu Hópferðabílar Akureyrar við Eyþing um akstur þriggja leiða í landshlutanum. Fréttablaðið/Pjetur Hópferðabílar Akureyrar, sem sjá um almenningssamgöngur á Norðausturlandi, hafa misst rekstrarleyfi sitt til fólksflutninga. Því var ekið á öðru rekstrarleyfi síðastliðinn föstudag. Árið 2013 gerði Hópferðabílar Akureyrar ehf. samning við Eyþing, sem er samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, um akstur þriggja leiða í landshlutanum. Um er að ræða samgöngur milli Siglufjarðar og Akureyrar, Húsavíkur og Akureyrar og Egilsstaða og Akureyrar. Fram hefur komið í fréttum í vetur að fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun. Fyrirtækið fékk heimildina síðan þann 26. febrúar. Gilti greiðslustöðvunin til 16. mars og því þurfti að taka hana fyrir aftur þá. Það var svo í síðustu viku að fyrirtækið fékk ekki áframhaldandi greiðslustöðvun og er nú unnið að því að bjarga því sem bjargað verður. Rekstrarleyfi fyrirtækisins til fólksflutninga í atvinnuskyni, með bifreiðum sem skráðar eru fyrir níu eða fleiri farþega, rann út 2. maí síðastliðinn og því hefur fyrirtækið ekki leyfi til að aka leiðirnar á sínu rekstrarleyfi. Fjalar Úlfarsson, framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar, segir fyrirtækið nú vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. Hann segir að síðastliðinn föstudag hafi aðrir bílar keyrt þessar leiðir undir öðru rekstrarleyfi. Hann vildi ekki gefa upp á hvaða rekstrarleyfi það var gert. Samkvæmt lögum um farþegaflutninga á landi þarf hver sá sem stundar farþegaflutninga í atvinnuskyni almennt rekstrarleyfi. Óheimilt er að stunda leyfisskylda farþegaflutninga án tilskilins leyfis og getur slíkt varðað sektum. Hilda Jana Gísladóttir, formaður Eyþings, segir samtökin vera að skoða þá stöðu sem upp er komin. „Ég er mjög bjartsýn á að almenningssamgöngur riðlist ekki í landsfjórðungnum og við hjá Eyþingi munum kappkosta að tryggja áframhaldandi akstur þessara leiða,“ segir Hilda Jana. „Við fylgjumst náið með gangi mála þar sem okkar verkefni er fyrst og fremst að tryggja áframhaldandi þjónustu við almenning.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Hópferðabílar Akureyrar, sem sjá um almenningssamgöngur á Norðausturlandi, hafa misst rekstrarleyfi sitt til fólksflutninga. Því var ekið á öðru rekstrarleyfi síðastliðinn föstudag. Árið 2013 gerði Hópferðabílar Akureyrar ehf. samning við Eyþing, sem er samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, um akstur þriggja leiða í landshlutanum. Um er að ræða samgöngur milli Siglufjarðar og Akureyrar, Húsavíkur og Akureyrar og Egilsstaða og Akureyrar. Fram hefur komið í fréttum í vetur að fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun. Fyrirtækið fékk heimildina síðan þann 26. febrúar. Gilti greiðslustöðvunin til 16. mars og því þurfti að taka hana fyrir aftur þá. Það var svo í síðustu viku að fyrirtækið fékk ekki áframhaldandi greiðslustöðvun og er nú unnið að því að bjarga því sem bjargað verður. Rekstrarleyfi fyrirtækisins til fólksflutninga í atvinnuskyni, með bifreiðum sem skráðar eru fyrir níu eða fleiri farþega, rann út 2. maí síðastliðinn og því hefur fyrirtækið ekki leyfi til að aka leiðirnar á sínu rekstrarleyfi. Fjalar Úlfarsson, framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar, segir fyrirtækið nú vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. Hann segir að síðastliðinn föstudag hafi aðrir bílar keyrt þessar leiðir undir öðru rekstrarleyfi. Hann vildi ekki gefa upp á hvaða rekstrarleyfi það var gert. Samkvæmt lögum um farþegaflutninga á landi þarf hver sá sem stundar farþegaflutninga í atvinnuskyni almennt rekstrarleyfi. Óheimilt er að stunda leyfisskylda farþegaflutninga án tilskilins leyfis og getur slíkt varðað sektum. Hilda Jana Gísladóttir, formaður Eyþings, segir samtökin vera að skoða þá stöðu sem upp er komin. „Ég er mjög bjartsýn á að almenningssamgöngur riðlist ekki í landsfjórðungnum og við hjá Eyþingi munum kappkosta að tryggja áframhaldandi akstur þessara leiða,“ segir Hilda Jana. „Við fylgjumst náið með gangi mála þar sem okkar verkefni er fyrst og fremst að tryggja áframhaldandi þjónustu við almenning.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira