Banaslysið við Álfhellu: Sviptur ökuréttindum ævilangt en fékk mótorhjólið skráð á sig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2019 10:00 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem lést í umferðarslysi sem varð við Álfhellu í Hafnarfirði 24. maí 2017 hafði tveimur árum áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Fimmtán dögum áður en slysið varð hafði hann fengið Kawasaki GPZ 500S mótorhjólið sem hann ók skráð á sig. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að skoðað verði hvort hægt sé að koma í veg fyrir að ökumenn sem hafi verið sviptir ökuréttindum geti verið skráðir eigendur ökutækja án athugasemda.Slysið varð með þeim hætti að bíl sem ekið var vestur Álfhellu var beygt í veg fyrir mótorhjól sem kom á mikilli ferð úr gagnstæðri átt. Ökumaður mótorhjólsins, 25 ára gamall karlmaður, kastaðist af hjólinu í slysinu oglést á sjúkrahúsi tveimur dögum síðarvegna áverka sem hann hlaut í slysinu.Hafði ítrekað verið sviptur ökuréttindumÍ skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysasem kom út á föstudag eru orsakir slyssins raktar til þess að ökumaður bílsins hafi beygt í veg fyrir mótorhjólið og að mótorhjólinu hafi verið ekið á of miklum hraða, en hraði mótorhjólsins rett fyrir slysið var reiknaður á bilinu 83 km/klst til 103 km/klst. Líklegasti hraði var metinn um 93 km/klst en hámarkshraði á Álfhellu er 50 kílómetrar.Frá vettvangi slyssins.Mynd/RNSAÞá er orsök slyssins einnig rakin til þess að ökumaður mótorhjólsins var ökuréttindalaus en í skýrslunni kemur fram að hann hafi ítrekað gerst sekur við umferðarlög og verið ítrekað sviptur ökuréttindum. Var hann sviptur ökuréttindum ævilangt árið 2015. Þá hafði hann almenn ökuréttindi en hafði aldrei öðlast réttindi til að aka mótorhjóli.Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn hafði eignast mótorhjólið fimmtán dögum fyrir slysið og fengið það skráð á nafn sitt sama dag. Er það mat Rannsóknarnefndar að taka þurfi til skoðunar hvort og þá hvernig megi koma í veg fyrir að einstaklingar sem ekki hafi aflað sér ökuréttinda eða hafi verið sviptir ökuréttindum ævilangt séu skráðir eigendur að ökutækjum án athugasemda.Er því beint til Samgönguráðuneytisins að taka það til skoðunar auk þess sem að brýnt er fyrir ökumönum að líta tvisvar eftir umferð áður en beygja er tekin fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Þá er einnig bent á að hraðakstur langt yfir leyfilegum ökuhraða valdi þeim sem hann stunda og öðrum vegfarendum mikilli hættu. Lesa má skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa hér. Hafnarfjörður Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Hafnarfirði Bifhjól og pallbíll rákust saman. 29. maí 2017 13:28 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Karlmaður sem lést í umferðarslysi sem varð við Álfhellu í Hafnarfirði 24. maí 2017 hafði tveimur árum áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Fimmtán dögum áður en slysið varð hafði hann fengið Kawasaki GPZ 500S mótorhjólið sem hann ók skráð á sig. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að skoðað verði hvort hægt sé að koma í veg fyrir að ökumenn sem hafi verið sviptir ökuréttindum geti verið skráðir eigendur ökutækja án athugasemda.Slysið varð með þeim hætti að bíl sem ekið var vestur Álfhellu var beygt í veg fyrir mótorhjól sem kom á mikilli ferð úr gagnstæðri átt. Ökumaður mótorhjólsins, 25 ára gamall karlmaður, kastaðist af hjólinu í slysinu oglést á sjúkrahúsi tveimur dögum síðarvegna áverka sem hann hlaut í slysinu.Hafði ítrekað verið sviptur ökuréttindumÍ skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysasem kom út á föstudag eru orsakir slyssins raktar til þess að ökumaður bílsins hafi beygt í veg fyrir mótorhjólið og að mótorhjólinu hafi verið ekið á of miklum hraða, en hraði mótorhjólsins rett fyrir slysið var reiknaður á bilinu 83 km/klst til 103 km/klst. Líklegasti hraði var metinn um 93 km/klst en hámarkshraði á Álfhellu er 50 kílómetrar.Frá vettvangi slyssins.Mynd/RNSAÞá er orsök slyssins einnig rakin til þess að ökumaður mótorhjólsins var ökuréttindalaus en í skýrslunni kemur fram að hann hafi ítrekað gerst sekur við umferðarlög og verið ítrekað sviptur ökuréttindum. Var hann sviptur ökuréttindum ævilangt árið 2015. Þá hafði hann almenn ökuréttindi en hafði aldrei öðlast réttindi til að aka mótorhjóli.Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn hafði eignast mótorhjólið fimmtán dögum fyrir slysið og fengið það skráð á nafn sitt sama dag. Er það mat Rannsóknarnefndar að taka þurfi til skoðunar hvort og þá hvernig megi koma í veg fyrir að einstaklingar sem ekki hafi aflað sér ökuréttinda eða hafi verið sviptir ökuréttindum ævilangt séu skráðir eigendur að ökutækjum án athugasemda.Er því beint til Samgönguráðuneytisins að taka það til skoðunar auk þess sem að brýnt er fyrir ökumönum að líta tvisvar eftir umferð áður en beygja er tekin fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Þá er einnig bent á að hraðakstur langt yfir leyfilegum ökuhraða valdi þeim sem hann stunda og öðrum vegfarendum mikilli hættu. Lesa má skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa hér.
Hafnarfjörður Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Hafnarfirði Bifhjól og pallbíll rákust saman. 29. maí 2017 13:28 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira