Dapurlegt að hjólastólar skemmist og fólki þurfti að bíða lengi eftir þeim á Keflavíkurflugvelli Sighvatur Jónsson skrifar 6. maí 2019 12:00 Fyrir fjórtán árum lamaðist Magnús Jóel Jónsson vinstra megin á líkama eftir heilablóðfall. Sérútbúinn hjólastóll veitir Magnúsi nauðsynlegan stuðning, hvort sem hann situr eða stendur. Vísir/Arnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir það dapurlegt að hjólastólar skemmist í flugi og að fólk þurfi að bíða lengi eftir afhendingu þeirra eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Það sé ekkert nýtt að fólk kvarti yfir þessari þjónustu sem sé óboðleg.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að Magnús Jóel Jónsson þurfti að bíða eftir sérútbúnum rafmagnshjólastól sínum á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn þriðjudag í tæpar tvær klukkustundir. Magnús er lamaður á vinstri helmingi líkamans. Stólinn er sérsniðinn til að veita honum nauðsynlegan stuðning. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að málefnahópur bandalagsins um aðgengismál hafi átt fundi með fulltrúum Isavia um þjónustu á Keflavíkurflugvelli við fatlað fólk og aðstandendur þess. „Mér þykir það afskaplega dapurlegt að þetta skuli enn vera að gerast. Það er ekkert nýtt að við fáum svona kvartanir til okkar, bæði vegna þess að hjólastólar eru að eyðileggjast og svo líka með þessa bið.“ Þuríður segist treysta því að Isavia muni bæta úr málum. „Vissulega finnst mér að þjónustan við fatlað fólk á Keflavíkurflugvelli megi batna. Þetta er bara óboðlegt,“ segir Þuríður.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels.Vísir/Arnar„Kannski verður stóllinn eyðilagður“ Þuríður hjá Öryrkjabandalaginu bendir á það sama og Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels, að fólk veiti nákvæmar upplýsingar um hjólastóla og annan búnað til þjónustuaðila á flugvöllum. „Isavia er að þjónusta flugvöllinn, þeir gera kröfu til þess að fá þessar upplýsingar. Eitthvað hljóta þeir að ætla að gera við þær. En þarna er eitthvað mjög ábótavant,“ segir Sigríður. Hún segir að fjölskyldan hafi lent í svipuðu máli fyrir þremur árum, þá hafi hjólastóll eyðilagst í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna. Sigríður segir þetta draga úr áhuga Magnúsar Jóels á ferðalögum. „Hann er farinn að segja: „Mamma, ég veit ekki hvort ég treysti mér, kannski verður stóllinn eyðilagður.“ Þetta er farið að draga úr því að hann í sínum lokaða heimi geti hugsað sér að fara og ferðast með okkur. Sem er skortur á lífsgæðum.“ Mál fjölskyldunnar er til skoðunar hjá Isavia. Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins segir það dapurlegt að hjólastólar skemmist í flugi og að fólk þurfi að bíða lengi eftir afhendingu þeirra eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Það sé ekkert nýtt að fólk kvarti yfir þessari þjónustu sem sé óboðleg.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að Magnús Jóel Jónsson þurfti að bíða eftir sérútbúnum rafmagnshjólastól sínum á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn þriðjudag í tæpar tvær klukkustundir. Magnús er lamaður á vinstri helmingi líkamans. Stólinn er sérsniðinn til að veita honum nauðsynlegan stuðning. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að málefnahópur bandalagsins um aðgengismál hafi átt fundi með fulltrúum Isavia um þjónustu á Keflavíkurflugvelli við fatlað fólk og aðstandendur þess. „Mér þykir það afskaplega dapurlegt að þetta skuli enn vera að gerast. Það er ekkert nýtt að við fáum svona kvartanir til okkar, bæði vegna þess að hjólastólar eru að eyðileggjast og svo líka með þessa bið.“ Þuríður segist treysta því að Isavia muni bæta úr málum. „Vissulega finnst mér að þjónustan við fatlað fólk á Keflavíkurflugvelli megi batna. Þetta er bara óboðlegt,“ segir Þuríður.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels.Vísir/Arnar„Kannski verður stóllinn eyðilagður“ Þuríður hjá Öryrkjabandalaginu bendir á það sama og Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels, að fólk veiti nákvæmar upplýsingar um hjólastóla og annan búnað til þjónustuaðila á flugvöllum. „Isavia er að þjónusta flugvöllinn, þeir gera kröfu til þess að fá þessar upplýsingar. Eitthvað hljóta þeir að ætla að gera við þær. En þarna er eitthvað mjög ábótavant,“ segir Sigríður. Hún segir að fjölskyldan hafi lent í svipuðu máli fyrir þremur árum, þá hafi hjólastóll eyðilagst í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna. Sigríður segir þetta draga úr áhuga Magnúsar Jóels á ferðalögum. „Hann er farinn að segja: „Mamma, ég veit ekki hvort ég treysti mér, kannski verður stóllinn eyðilagður.“ Þetta er farið að draga úr því að hann í sínum lokaða heimi geti hugsað sér að fara og ferðast með okkur. Sem er skortur á lífsgæðum.“ Mál fjölskyldunnar er til skoðunar hjá Isavia.
Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira