Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2019 12:13 Úr stjórnklefa Boeing 737 Max-vélar Lion Air sem var kyrrsett eftir flugslysið í Eþíópíu í mars. Vísir/Getty Stjórnendur bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hafa viðurkennt að þeir hafi vitað af galla í sjálfstýringarhugbúnaði 737 Max-flugvéla sinna áður en mannskætt flugslys varð í Indónesíu sem rakið hefur verið til hans. Þeir fullyrða að fyrir mistök hafi viðvörunarbúnaður sem hefði getað gefið flugmönnunum til kynna að eitthvað bjátaði á hafi verið gerður að aukabúnaði í vélunum. Allar Boeing 737 Max-farþegaþotur voru kyrrsettar í mars í kjölfar þess að vél af þeirri gerð á vegum Ethiopian Airlines fórst með 157 manns um borð. Aðeins fimm mánuðum fyrr höfðu 189 manns farist með sams konar vél Lyon Air í Indónesíu. Böndin hafa síðan beinst að sjálfstýringarhugbúnaði vélanna. Vísbendingar hafa fundist um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu. 737 Max-vélarnar eru búnar tveimur svokölluðum afstöðuskynjurum. Sjálfstýringin reiðir sig hins vegar aðeins á gögn frá öðrum þeirra um afstöðu vélarinnar. Svo virðist sem að misræmi hafi verið í mælingum skynjaranna í tilfelli vélanna tveggja sem fórust. Nú segja stjórnendur Boeing að fyrir mistök hafi viðvörunarmerki sem gefur flugmönnum til kynna að misræmi sé að milli skynjaranna ekki verið staðalbúnaður í 737 Max-vélunum heldur hafi það verið selt sem aukabúnaður.Afstöðuskynjari á Boeing 737 Max 8-vél. Vélarnar voru búnar óvenjuöflugri sjálfstýringu til að koma í veg fyrir ofris vegna nýrra og stærri þotuhreyfla þeirra.Vísir/GettyNew York Times segir að upphaflega hafi stjórnendurnir talið að viðvörunarmerkið væri staðalbúnaður. Verkfræðingar fyrirtækisins hafi uppgötvað árið 2017 að það virkaði aðeins í vélum þegar viðskiptavinir höfðu keypt annan vísi sem sýndi mælingar afstöðuskynjaranna sem aukabúnað. Aðeins um fimmtungur viðskiptavina Boeing hafði keypt þann vísi. Hvorki vél Lion Air né Ethiopian Airlines var með viðvörunarvísinn. Í kjölfarið lét Boeing gera innri úttekt og komast að þeirri niðurstöðu að það kæmi ekki niður á öryggi flugvélanna eða stjórn þeirra að viðvörunarmerkið vantaði. Þess vegna segist Boeing ekki hafa gert bandarískum flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að indónesíska flugvélin fórst í október. Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) segir að Boeing hafi ekki látið vita af málinu fyrr en um mánuði eftir hrap Lion Air-vélarinnar. Lítil hætta hafi verið á ferðum en að flugvélaframleiðandinn hafi getað hjálpað til við að eyða mögulegum ruglingi með því að láta vita fyrr. Á fjórða hundrað 737 Max-véla hafa nú verið kyrrsettar í meira en mánuð. Boeing segir að von sé á hugbúnaðaruppfærslu til að ráða bót á vandanum þannig að hægt verði að koma þeim aftur í loftið í sumar. Uppfærslan á að draga úr vægi sjálfstýringarinnar og mata hana á gögnum frá báðum afstöðuskynjurunum. Þá eigi viðvörunarmerkið einnig að vera aðgengilegt í öllum vélunum. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18 Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31 Forstjóri Boeing: 737 MAX verði ein öruggasta flugvél í heimi Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, heitir því að ný útgáfa 737 MAX-flugvélanna verði meðal öruggustu farartækja háloftanna. 29. apríl 2019 16:08 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Stjórnendur bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hafa viðurkennt að þeir hafi vitað af galla í sjálfstýringarhugbúnaði 737 Max-flugvéla sinna áður en mannskætt flugslys varð í Indónesíu sem rakið hefur verið til hans. Þeir fullyrða að fyrir mistök hafi viðvörunarbúnaður sem hefði getað gefið flugmönnunum til kynna að eitthvað bjátaði á hafi verið gerður að aukabúnaði í vélunum. Allar Boeing 737 Max-farþegaþotur voru kyrrsettar í mars í kjölfar þess að vél af þeirri gerð á vegum Ethiopian Airlines fórst með 157 manns um borð. Aðeins fimm mánuðum fyrr höfðu 189 manns farist með sams konar vél Lyon Air í Indónesíu. Böndin hafa síðan beinst að sjálfstýringarhugbúnaði vélanna. Vísbendingar hafa fundist um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu. 737 Max-vélarnar eru búnar tveimur svokölluðum afstöðuskynjurum. Sjálfstýringin reiðir sig hins vegar aðeins á gögn frá öðrum þeirra um afstöðu vélarinnar. Svo virðist sem að misræmi hafi verið í mælingum skynjaranna í tilfelli vélanna tveggja sem fórust. Nú segja stjórnendur Boeing að fyrir mistök hafi viðvörunarmerki sem gefur flugmönnum til kynna að misræmi sé að milli skynjaranna ekki verið staðalbúnaður í 737 Max-vélunum heldur hafi það verið selt sem aukabúnaður.Afstöðuskynjari á Boeing 737 Max 8-vél. Vélarnar voru búnar óvenjuöflugri sjálfstýringu til að koma í veg fyrir ofris vegna nýrra og stærri þotuhreyfla þeirra.Vísir/GettyNew York Times segir að upphaflega hafi stjórnendurnir talið að viðvörunarmerkið væri staðalbúnaður. Verkfræðingar fyrirtækisins hafi uppgötvað árið 2017 að það virkaði aðeins í vélum þegar viðskiptavinir höfðu keypt annan vísi sem sýndi mælingar afstöðuskynjaranna sem aukabúnað. Aðeins um fimmtungur viðskiptavina Boeing hafði keypt þann vísi. Hvorki vél Lion Air né Ethiopian Airlines var með viðvörunarvísinn. Í kjölfarið lét Boeing gera innri úttekt og komast að þeirri niðurstöðu að það kæmi ekki niður á öryggi flugvélanna eða stjórn þeirra að viðvörunarmerkið vantaði. Þess vegna segist Boeing ekki hafa gert bandarískum flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að indónesíska flugvélin fórst í október. Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) segir að Boeing hafi ekki látið vita af málinu fyrr en um mánuði eftir hrap Lion Air-vélarinnar. Lítil hætta hafi verið á ferðum en að flugvélaframleiðandinn hafi getað hjálpað til við að eyða mögulegum ruglingi með því að láta vita fyrr. Á fjórða hundrað 737 Max-véla hafa nú verið kyrrsettar í meira en mánuð. Boeing segir að von sé á hugbúnaðaruppfærslu til að ráða bót á vandanum þannig að hægt verði að koma þeim aftur í loftið í sumar. Uppfærslan á að draga úr vægi sjálfstýringarinnar og mata hana á gögnum frá báðum afstöðuskynjurunum. Þá eigi viðvörunarmerkið einnig að vera aðgengilegt í öllum vélunum.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18 Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31 Forstjóri Boeing: 737 MAX verði ein öruggasta flugvél í heimi Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, heitir því að ný útgáfa 737 MAX-flugvélanna verði meðal öruggustu farartækja háloftanna. 29. apríl 2019 16:08 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18
Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31
Forstjóri Boeing: 737 MAX verði ein öruggasta flugvél í heimi Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, heitir því að ný útgáfa 737 MAX-flugvélanna verði meðal öruggustu farartækja háloftanna. 29. apríl 2019 16:08