Mannauður kennara Katrín Atladóttir skrifar 8. maí 2019 07:00 Menntamálaráðherra leggur til að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum í stað þriggja samkvæmt núgildandi lögum. Þetta myndi opna á möguleika fyrir kennara að kenna með full réttindi á fleiri skólastigum en núverandi kerfi heimilar. Verði frumvarpið að lögum gætu falist í því fjölmörg tækifæri fyrir Reykjavíkurborg. Með bindingu leyfisbréfa við tiltekið skólastig er æskilegt flæði kennara milli skólastiga hindrað. Með breytingunni eykst sveigjanleiki í starfi kennara verulega. Líklegt er að frumvarpið verði til þess að auka á svigrúm í skólastarfi, bæði hvað varðar starfsþróun kennara og þróun á fagstarfi. Skólastjórnendur munu hafa úr stærri potti að velja þegar kemur að ráðningum og meiri möguleika á að fá inn kennara með þá sérhæfingu sem vantar. Breytingin skapar tækifæri fyrir skólastjórnendur í Reykjavík til að ráða inn kennara með reynslu á ólíkum stigum. Aukin réttindi og tækifæri til starfsþróunar ættu að styrkja stéttina og gera kennarastarfið meira aðlaðandi. Einnig mun starfsöryggi kennara aukast, en þeir sem ráða sig til kennslu milli skólastiga eru núna ráðnir inn sem leiðbeinendur og störf þeirra auglýst árlega. Þannig má með frumvarpinu vonast eftir aukinni aðsókn í kennaranám og að lærðir kennarar sem ekki starfa við kennslu snúi sér að kennslu. Í ljósi skorts á fagmenntuðum kennurum í leik- og grunnskólum ber að fagna hugmyndum sem kunna að fjölga í stéttinni. Á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar, þegar ný störf verða til, munu skólabörn dagsins í dag þurfa að tileinka sér annars konar færni en fyrri kynslóðir. Þannig munu samskipti, samstarf, tilfinningagreind, sköpun og lausnamiðuð hugsun fá aukið vægi. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á lestur, stærðfræði, tækni og vísindi. Það er því ljóst að þeir sem græða mest á því að kennarar séu með ólíkan bakgrunn og þekkingu eru nemendur. Með frumvarpinu fá kennarar fjölbreyttari tækifæri til að þróa sig í starfi og gæði skólastarfsins munu aukast. Þegar öllu er á botninn hvolft er fyrst og fremst um hagsmunamál nemenda að ræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra leggur til að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum í stað þriggja samkvæmt núgildandi lögum. Þetta myndi opna á möguleika fyrir kennara að kenna með full réttindi á fleiri skólastigum en núverandi kerfi heimilar. Verði frumvarpið að lögum gætu falist í því fjölmörg tækifæri fyrir Reykjavíkurborg. Með bindingu leyfisbréfa við tiltekið skólastig er æskilegt flæði kennara milli skólastiga hindrað. Með breytingunni eykst sveigjanleiki í starfi kennara verulega. Líklegt er að frumvarpið verði til þess að auka á svigrúm í skólastarfi, bæði hvað varðar starfsþróun kennara og þróun á fagstarfi. Skólastjórnendur munu hafa úr stærri potti að velja þegar kemur að ráðningum og meiri möguleika á að fá inn kennara með þá sérhæfingu sem vantar. Breytingin skapar tækifæri fyrir skólastjórnendur í Reykjavík til að ráða inn kennara með reynslu á ólíkum stigum. Aukin réttindi og tækifæri til starfsþróunar ættu að styrkja stéttina og gera kennarastarfið meira aðlaðandi. Einnig mun starfsöryggi kennara aukast, en þeir sem ráða sig til kennslu milli skólastiga eru núna ráðnir inn sem leiðbeinendur og störf þeirra auglýst árlega. Þannig má með frumvarpinu vonast eftir aukinni aðsókn í kennaranám og að lærðir kennarar sem ekki starfa við kennslu snúi sér að kennslu. Í ljósi skorts á fagmenntuðum kennurum í leik- og grunnskólum ber að fagna hugmyndum sem kunna að fjölga í stéttinni. Á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar, þegar ný störf verða til, munu skólabörn dagsins í dag þurfa að tileinka sér annars konar færni en fyrri kynslóðir. Þannig munu samskipti, samstarf, tilfinningagreind, sköpun og lausnamiðuð hugsun fá aukið vægi. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á lestur, stærðfræði, tækni og vísindi. Það er því ljóst að þeir sem græða mest á því að kennarar séu með ólíkan bakgrunn og þekkingu eru nemendur. Með frumvarpinu fá kennarar fjölbreyttari tækifæri til að þróa sig í starfi og gæði skólastarfsins munu aukast. Þegar öllu er á botninn hvolft er fyrst og fremst um hagsmunamál nemenda að ræða.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar