Hagsmunaaðilar kaupa samfélagsmiðlaauglýsingar gegn innflutningi á kjöti Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2019 20:00 Úr auglýsingunni sem birtist meðal annars á Youtube. Þar er varað við sýklalyfjanotkun erlendis og ónæmi fyrir þeim. Skjáskot/Youtube Á þriðja tug félagasamtaka í landbúnaði og fyrirtækja í búvöruframleiðslu kaupa nú auglýsingar með áróðri gegn innflutningi á erlendu kjöti á samfélagsmiðlinum eins og Facebook og Youtube. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir verkefnið ekki drög að nýjum þrýstihópi. „Það er ekki skynsamlegt að flytja inn hvaða matvæli sem er þó að það sé hægt. Það gæti skapað fleiri vandamál á eyjunni okkar ef við vöndum okkur ekki,“ eru upphafsorð tæplega einnar og hálfrar mínútu langrar keyptrar auglýsingar sem birtist nú íslenskum netverjum. Titill myndbandsins er „Matvælaöryggi í fyrsta sæti“. Notandinn sem birtir myndbandið heitir „Öruggur matur“. Í lýsingu þess segir: „Aðstæður okkar – hafið og einangrunin – mynda náttúrulega vörn gegn utanaðkomandi hættum. Þessar aðstæður skapa einstakt umhverfi fyrir matvælaframleiðslu og verja hana fyrir sýkingum og sjúkdómum sem víða annars staðar eru landlægir.“ Í lok myndbandsins segir aðeins að auglýsandinn sé Hópur um örugg matvæli og er vísað á vefsíðuna Öruggurmatur.is. Þar kemur fram að 23 fyrirtæki og hagsmunasamtök tilheyri hópnum, þar á meðal Bændasamtök Íslands, Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og MS Auðhumla. Á vefsíðunni er meðal annars fjallað um sýklalyfjaónæmi í samhengi við innflutta kjötvöru og mögulega óræðan uppruna hennar.Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir í samtali við Vísi að fyrirtækin og félögin sem eigi aðild að hópnum hafi lagt fjármuni í verkefnið. Spurður að því hvort að það sé vísir að nýjum þrýstihópi eins og þekkist erlendis segir hann að ekki hafi verið stofnað sérstakt fyrirtæki eða samtök í kringum það. Spurður út í tilefni þess að hópurinn kjósi að ráðast í auglýsingaherferð gegn innflutningi á erlendu kjöti nú vísar Sigurður til umræðu og frumvarps um að opna á innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Hann segir verkefnið þó ekki bein viðbrögð við frumvarpinu sem liggi fyrir á Alþingi. „Við erum að benda á ákveðin atriði sem er rétt og eðlilegt fyrir okkur innlenda framleiðendur að vekja athygli á,“ segir Sigurður. Auglýsingar hafa einnig verið keyptar á Facebook, íslenskum vefmiðlum og á prenti, að sögn Tjörva Bjarnasonar, sviðsstjóra útgáfu- og kynningarsviðs Bændasamtakanna. Um mánaðarbirtingu sé að ræða sem sé að ljúka. Markmiðið sé þó að byggja ofan á vefsíðuna og nota vettvanginn áfram í framtíðinni. Fjárhagsáætlun verkefnisins geri ráð fyrir um átján milljónum króna í verkefnið en ekki sé þó búið að fullfjármagna það enn. Um helmingur fjármagnsins hafi verið nýttur í birtingu auglýsinga og hinn í framleiðslu þeirra. Aðstandendur hópsins hafi stofnað til samstarfsins í kjölfar umræðu um innflutning á ófrosnu kjöti. „Það er ekkert leyndarmál að kveikjan að þessu er bara þessi umræða í tengslum við hráakjötsmálið. Þar eru hagsmunahópar innan landbúnaðarins sem eru sammála um ákveðna þætti sem við erum að vara við,“ segir Tjörvi og nefnir sérstaklega hættu vegna sýklalyfjaónæmis. Landbúnaður Tengdar fréttir Átök um fisk og kjöt á lokametrunum Stór mál bíða afgreiðslu þingsins en sex vikur eru til stefnu. Fullveldið sjálft er undir í umræðum um kjöt og orku. 24. apríl 2019 08:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Á þriðja tug félagasamtaka í landbúnaði og fyrirtækja í búvöruframleiðslu kaupa nú auglýsingar með áróðri gegn innflutningi á erlendu kjöti á samfélagsmiðlinum eins og Facebook og Youtube. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir verkefnið ekki drög að nýjum þrýstihópi. „Það er ekki skynsamlegt að flytja inn hvaða matvæli sem er þó að það sé hægt. Það gæti skapað fleiri vandamál á eyjunni okkar ef við vöndum okkur ekki,“ eru upphafsorð tæplega einnar og hálfrar mínútu langrar keyptrar auglýsingar sem birtist nú íslenskum netverjum. Titill myndbandsins er „Matvælaöryggi í fyrsta sæti“. Notandinn sem birtir myndbandið heitir „Öruggur matur“. Í lýsingu þess segir: „Aðstæður okkar – hafið og einangrunin – mynda náttúrulega vörn gegn utanaðkomandi hættum. Þessar aðstæður skapa einstakt umhverfi fyrir matvælaframleiðslu og verja hana fyrir sýkingum og sjúkdómum sem víða annars staðar eru landlægir.“ Í lok myndbandsins segir aðeins að auglýsandinn sé Hópur um örugg matvæli og er vísað á vefsíðuna Öruggurmatur.is. Þar kemur fram að 23 fyrirtæki og hagsmunasamtök tilheyri hópnum, þar á meðal Bændasamtök Íslands, Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og MS Auðhumla. Á vefsíðunni er meðal annars fjallað um sýklalyfjaónæmi í samhengi við innflutta kjötvöru og mögulega óræðan uppruna hennar.Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir í samtali við Vísi að fyrirtækin og félögin sem eigi aðild að hópnum hafi lagt fjármuni í verkefnið. Spurður að því hvort að það sé vísir að nýjum þrýstihópi eins og þekkist erlendis segir hann að ekki hafi verið stofnað sérstakt fyrirtæki eða samtök í kringum það. Spurður út í tilefni þess að hópurinn kjósi að ráðast í auglýsingaherferð gegn innflutningi á erlendu kjöti nú vísar Sigurður til umræðu og frumvarps um að opna á innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Hann segir verkefnið þó ekki bein viðbrögð við frumvarpinu sem liggi fyrir á Alþingi. „Við erum að benda á ákveðin atriði sem er rétt og eðlilegt fyrir okkur innlenda framleiðendur að vekja athygli á,“ segir Sigurður. Auglýsingar hafa einnig verið keyptar á Facebook, íslenskum vefmiðlum og á prenti, að sögn Tjörva Bjarnasonar, sviðsstjóra útgáfu- og kynningarsviðs Bændasamtakanna. Um mánaðarbirtingu sé að ræða sem sé að ljúka. Markmiðið sé þó að byggja ofan á vefsíðuna og nota vettvanginn áfram í framtíðinni. Fjárhagsáætlun verkefnisins geri ráð fyrir um átján milljónum króna í verkefnið en ekki sé þó búið að fullfjármagna það enn. Um helmingur fjármagnsins hafi verið nýttur í birtingu auglýsinga og hinn í framleiðslu þeirra. Aðstandendur hópsins hafi stofnað til samstarfsins í kjölfar umræðu um innflutning á ófrosnu kjöti. „Það er ekkert leyndarmál að kveikjan að þessu er bara þessi umræða í tengslum við hráakjötsmálið. Þar eru hagsmunahópar innan landbúnaðarins sem eru sammála um ákveðna þætti sem við erum að vara við,“ segir Tjörvi og nefnir sérstaklega hættu vegna sýklalyfjaónæmis.
Landbúnaður Tengdar fréttir Átök um fisk og kjöt á lokametrunum Stór mál bíða afgreiðslu þingsins en sex vikur eru til stefnu. Fullveldið sjálft er undir í umræðum um kjöt og orku. 24. apríl 2019 08:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Átök um fisk og kjöt á lokametrunum Stór mál bíða afgreiðslu þingsins en sex vikur eru til stefnu. Fullveldið sjálft er undir í umræðum um kjöt og orku. 24. apríl 2019 08:00