Innflutningur blóma mengandi og óþarfur Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 9. maí 2019 08:00 Árlega eru flutt 300 þúsund afskorin blóm til landsins. vísir/getty Innflutningur á afskornum blómum skilur eftir sig mun stærra kolefnisspor en innlend ræktun blóma. Kolefnisspor innlendrar ræktunar er einungis 18 prósent af innfluttum afskornum blómum. Axel Sæland, blómabóndi á Espiflöt, segir innflutning afskorinna blóma ekki nauðsynlegan. Hann segir þau blóm sem flutt eru inn langflest vera af sömu tegundum og þau sem ræktuð eru hér á landi og að innlend framleiðsla geti vel staðið undir íslenskum blómamarkaði. „Mest er verið að flytja inn tegundir sem eru í ræktun á Íslandi, það er það sem blómabúðirnar og kúnnarnir þekkja. Það er rosalega lítið um það að verið sé að flytja inn eitthvert framandi efni sem enginn þekkir því þá þorir enginn að nota það.“ Óskað var eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á blómum seinni hluta ársins 2019 á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins í lok síðasta mánaðar. Ekki liggur fyrir niðurstaða útboðsins en samkvæmt niðurstöðum útboða síðastliðinna tveggja ára má gera ráð fyrir því að um 300 þúsund afskorin blóm séu flutt inn til landsins á ári hverju. Axel segir tollkvótann ekki hvetjandi fyrir íslenska blómabændur. „Það var settur tollkvóti fyrir einhverjum árum síðan, tollur settur á hvert stykki, einhver krónutala. Sú krónutala hefur alls ekki haldið gildi sínu þar sem hún fylgir ekki verðlagi en það hefur breyst síðastliðin 20 ár. Tollverndin heldur því ekki lengur, verndunin er ekki fyrir innlendan markað. Við getum því ekki leyft okkur verðhækkanir á innlendum blómum sem þýðir bara minna í kassann fyrir íslenska framleiðendur og meiri óvissu á markaði“. Meirihluti þeirra blóma sem seljast hér á landi er framleiddur hér en Axel framleiðir um tvær milljónir blóma á ári hverju. Hann segir neytendur á Íslandi vera meðvitaða um þær vörur sem þeir kaupa og treystir á þá frekar en stjórnvöld til að halda lífi í íslenskum blómabændum. „Hugsunin mín er farin úr því að treysta stjórnvöldum til að vernda og passa okkur í það að almenningur muni gera það með sinni umhverfishugsun. Það er það sem mun halda okkur á lífi í þessum bransa,“ segir Axel og bætir við að stjórnvöld stjórnist af markaðsöflum frekar en lýðheilsu og náttúruvernd: „Það eru ekki lýðheilsa eða náttúruvernd sem stjórna ákvörðunum stjórnvalda. Því bindur maður hreinlega vonir við íslenska kúnnann, að hann sé nógu vel upplýstur til að taka ákvarðanir um það hvað hann vill.“ Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Innflutningur á afskornum blómum skilur eftir sig mun stærra kolefnisspor en innlend ræktun blóma. Kolefnisspor innlendrar ræktunar er einungis 18 prósent af innfluttum afskornum blómum. Axel Sæland, blómabóndi á Espiflöt, segir innflutning afskorinna blóma ekki nauðsynlegan. Hann segir þau blóm sem flutt eru inn langflest vera af sömu tegundum og þau sem ræktuð eru hér á landi og að innlend framleiðsla geti vel staðið undir íslenskum blómamarkaði. „Mest er verið að flytja inn tegundir sem eru í ræktun á Íslandi, það er það sem blómabúðirnar og kúnnarnir þekkja. Það er rosalega lítið um það að verið sé að flytja inn eitthvert framandi efni sem enginn þekkir því þá þorir enginn að nota það.“ Óskað var eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á blómum seinni hluta ársins 2019 á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins í lok síðasta mánaðar. Ekki liggur fyrir niðurstaða útboðsins en samkvæmt niðurstöðum útboða síðastliðinna tveggja ára má gera ráð fyrir því að um 300 þúsund afskorin blóm séu flutt inn til landsins á ári hverju. Axel segir tollkvótann ekki hvetjandi fyrir íslenska blómabændur. „Það var settur tollkvóti fyrir einhverjum árum síðan, tollur settur á hvert stykki, einhver krónutala. Sú krónutala hefur alls ekki haldið gildi sínu þar sem hún fylgir ekki verðlagi en það hefur breyst síðastliðin 20 ár. Tollverndin heldur því ekki lengur, verndunin er ekki fyrir innlendan markað. Við getum því ekki leyft okkur verðhækkanir á innlendum blómum sem þýðir bara minna í kassann fyrir íslenska framleiðendur og meiri óvissu á markaði“. Meirihluti þeirra blóma sem seljast hér á landi er framleiddur hér en Axel framleiðir um tvær milljónir blóma á ári hverju. Hann segir neytendur á Íslandi vera meðvitaða um þær vörur sem þeir kaupa og treystir á þá frekar en stjórnvöld til að halda lífi í íslenskum blómabændum. „Hugsunin mín er farin úr því að treysta stjórnvöldum til að vernda og passa okkur í það að almenningur muni gera það með sinni umhverfishugsun. Það er það sem mun halda okkur á lífi í þessum bransa,“ segir Axel og bætir við að stjórnvöld stjórnist af markaðsöflum frekar en lýðheilsu og náttúruvernd: „Það eru ekki lýðheilsa eða náttúruvernd sem stjórna ákvörðunum stjórnvalda. Því bindur maður hreinlega vonir við íslenska kúnnann, að hann sé nógu vel upplýstur til að taka ákvarðanir um það hvað hann vill.“
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira