Þegar einn hundur byrjar að gjamma... Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. maí 2019 10:00 Við Íslendingar erum eyjarskeggjar, og auðvitað einkennist skapgerð okkar nokkuð af því. Sumir eru hér þröngsýnir og íhaldssamir, og sjá þeir skrattann málaðan á vegginn, ef horft er út fyrir landsteina, svo ekki sé nú talað um, að gengið sé til náinnar samvinnu og tengsla við erlenda aðila, þjóðir og ríkjasambönd. Alþjóðleg mynt er í hugum margra illt mál og hættulegt, og ógn við sjálfstæði landsmanna, þó svo að gjaldmiðill landsmanna, „blessuð krónan“, hafi reynzt hið mesta svikatól og bölvaldur. Sem betur fer er verulegur hluti þjóðarinnar opinn í hugsun, framfarasinnaður og með víðan sjóndeildarhring. Þetta fólk skilur, að ný samskipta- og samgöngutækni hefur fært menn og þjóðir nær hverjum öðrum, og, að náin og góð samskipti, samvinna og gagnkvæm viðskipti, einkum milli frændríkja og nágrannaþjóða, er því það, sem koma skal. Á síðustu vikum hafa einangrunarsinnar og afturhaldsöfl landsins látið mikið til sín heyra; haft hátt og verið digurbarkalegir; nú er hættan 3. orkupakki ESB. Mér dettur hér í hug, að þegar einn hundur byrjar að gjamma, oft án tilefnis, taka allir hinir undir, án þess þó að hafa hugmynd um, út af hverju gjammað sé. Í 25 ár höfum við verið á innri markaði ESB, stærsta markaði heims, með framleiðsluvörur okkar og þjónustu. Þetta hefur tryggt okkur bezta mögulega verð fyrir afurðir okkar, á sama hátt og við höfum haft aðgang að því vöruframboði annarra þjóða, sem innri markaður ESB býður upp á, á lægsta mögulegu verði. Þetta er frjáls verzlun með margvíslegan söluvarning, þar sem markaðurinn tryggir neytendum hagstæðust kjör og bezta mögulega þjónustu. Vatns- og hveraorkan okkar er auðvitað ekkert annað en hver annar söluvarningur, sem gengið getur kaupum og sölu á grundvelli framboðs, eftirspurnar og markaðsverðs, kaupendum og neytendum til góðs, og má líkja henni við viðskipti með hverja aðra orku (kolar-, olíu-, gas-, kjarn-, vind-, sólar-, sjávarfallaorku).Heldur einhver virkilega, að okkar íslenzka raf- eða hveraorka sé eitthvað alveg sérstakt, einhver yfirburðaorka, sem liggja verður á eins og ormur á gulli, og, að virkjanirnar okkar eigi að hafa stöðu heilagra véa? Hvílíkur barnaskapur og fásinna!Það gildir það sama um raforku landsmanna og virkjanir og um hátæknivörur og –verksmiðjur, sjávarafurðir, skipaflota og fiskiðnað, ál og áliðnað, flutningsþjónustu; Icelandair, hótel og veitingastaði, aðrar verksmiðjur og verzlunarfyrirtæki hvers konar, svo að ekki sé nú talað um land, landhlunnindi og auðlindir svo og fasteignir og byggingar; þetta stendur flest til sölu og kaups, í opinni og frjálsri samkeppni, á hinum opna og frjálsa innri markaði ESB. Auðvitað verður að hafa stjórn á þessu, og er það gert með ýmsum hætti. Flestar „viðkvæmar eignir“ landsmanna; lönd, auðlindir og náttúruperlur, eru í eigu ríkis eða sveitarfélaga, og neyðir þau enginn, allra sízt útlendingar, til sölu eða eignaryfirfærslu. Í sambandi við 3. orkupakkann, er ekkert sérstakt að gerast, umfram það, sem gerist í öðrum viðskipta-, fjárfestingar-, eignasýslu- eða eignahaldsmálum. Er hlutabréfamarkaðurinn ekki opinn og frjáls? Geta menn – útlendir (ESB) sem innlendir – ekki keypt þar hluti í öllum okkar helztu og þýðingarmestu fyrirtækjum og eignum með frjálsum hætti? Um hvaða vanda eru menn eiginlega að tala!? Til viðbótar kemur, að 30 aðrar evrópskar þjóðir, frændur okkar, Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar þeirra á meðal, hafa samþykkt þennan orkupakka og sjá sér hag í honum.Enginn vill hér afsala sér forræði og sjálfstæði, frekar en við. Kannske þyrfti að senda þeim nokkur stykki íslenzkra afdalamanna til ráðgjafar; til að koma vitinu fyrir þá?Annað mál er, að við erum hreint ekki inni á evrópskum orkumarkaði, þar sem við erum ekki tengd því orkukerfi. Til þess þyrfti sæstreng til Bretlands, sem óvíst er að komi nokkru sinni, en á meginlandi Evrópu er nánast ótakmarkaður aðgangur að vind-, sólar- og sjávarfallaorku, en með nýrri tækni má telja, að meginlandið verði sjálfu sér nægt með hagstæða, græna orku í framtíðinni. Einn þeirra, sem taldi sig hafa eitthvað til málsins að leggja, fáraðist í nýlegri grein yfir allt of háu verði Landsvirkjunar á rafmagni. Stafar þetta ekki einmitt af fákeppni og einokunarstarfsemi Landsvirkjunar? Hún yrði brotin á bak aftur, ef við tengdumst orkuneti Evrópu, á grundvelli frjálsrar samkeppni. Undarlegt nokk var þó höfundur á móti slíkri tengingu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum eyjarskeggjar, og auðvitað einkennist skapgerð okkar nokkuð af því. Sumir eru hér þröngsýnir og íhaldssamir, og sjá þeir skrattann málaðan á vegginn, ef horft er út fyrir landsteina, svo ekki sé nú talað um, að gengið sé til náinnar samvinnu og tengsla við erlenda aðila, þjóðir og ríkjasambönd. Alþjóðleg mynt er í hugum margra illt mál og hættulegt, og ógn við sjálfstæði landsmanna, þó svo að gjaldmiðill landsmanna, „blessuð krónan“, hafi reynzt hið mesta svikatól og bölvaldur. Sem betur fer er verulegur hluti þjóðarinnar opinn í hugsun, framfarasinnaður og með víðan sjóndeildarhring. Þetta fólk skilur, að ný samskipta- og samgöngutækni hefur fært menn og þjóðir nær hverjum öðrum, og, að náin og góð samskipti, samvinna og gagnkvæm viðskipti, einkum milli frændríkja og nágrannaþjóða, er því það, sem koma skal. Á síðustu vikum hafa einangrunarsinnar og afturhaldsöfl landsins látið mikið til sín heyra; haft hátt og verið digurbarkalegir; nú er hættan 3. orkupakki ESB. Mér dettur hér í hug, að þegar einn hundur byrjar að gjamma, oft án tilefnis, taka allir hinir undir, án þess þó að hafa hugmynd um, út af hverju gjammað sé. Í 25 ár höfum við verið á innri markaði ESB, stærsta markaði heims, með framleiðsluvörur okkar og þjónustu. Þetta hefur tryggt okkur bezta mögulega verð fyrir afurðir okkar, á sama hátt og við höfum haft aðgang að því vöruframboði annarra þjóða, sem innri markaður ESB býður upp á, á lægsta mögulegu verði. Þetta er frjáls verzlun með margvíslegan söluvarning, þar sem markaðurinn tryggir neytendum hagstæðust kjör og bezta mögulega þjónustu. Vatns- og hveraorkan okkar er auðvitað ekkert annað en hver annar söluvarningur, sem gengið getur kaupum og sölu á grundvelli framboðs, eftirspurnar og markaðsverðs, kaupendum og neytendum til góðs, og má líkja henni við viðskipti með hverja aðra orku (kolar-, olíu-, gas-, kjarn-, vind-, sólar-, sjávarfallaorku).Heldur einhver virkilega, að okkar íslenzka raf- eða hveraorka sé eitthvað alveg sérstakt, einhver yfirburðaorka, sem liggja verður á eins og ormur á gulli, og, að virkjanirnar okkar eigi að hafa stöðu heilagra véa? Hvílíkur barnaskapur og fásinna!Það gildir það sama um raforku landsmanna og virkjanir og um hátæknivörur og –verksmiðjur, sjávarafurðir, skipaflota og fiskiðnað, ál og áliðnað, flutningsþjónustu; Icelandair, hótel og veitingastaði, aðrar verksmiðjur og verzlunarfyrirtæki hvers konar, svo að ekki sé nú talað um land, landhlunnindi og auðlindir svo og fasteignir og byggingar; þetta stendur flest til sölu og kaups, í opinni og frjálsri samkeppni, á hinum opna og frjálsa innri markaði ESB. Auðvitað verður að hafa stjórn á þessu, og er það gert með ýmsum hætti. Flestar „viðkvæmar eignir“ landsmanna; lönd, auðlindir og náttúruperlur, eru í eigu ríkis eða sveitarfélaga, og neyðir þau enginn, allra sízt útlendingar, til sölu eða eignaryfirfærslu. Í sambandi við 3. orkupakkann, er ekkert sérstakt að gerast, umfram það, sem gerist í öðrum viðskipta-, fjárfestingar-, eignasýslu- eða eignahaldsmálum. Er hlutabréfamarkaðurinn ekki opinn og frjáls? Geta menn – útlendir (ESB) sem innlendir – ekki keypt þar hluti í öllum okkar helztu og þýðingarmestu fyrirtækjum og eignum með frjálsum hætti? Um hvaða vanda eru menn eiginlega að tala!? Til viðbótar kemur, að 30 aðrar evrópskar þjóðir, frændur okkar, Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar þeirra á meðal, hafa samþykkt þennan orkupakka og sjá sér hag í honum.Enginn vill hér afsala sér forræði og sjálfstæði, frekar en við. Kannske þyrfti að senda þeim nokkur stykki íslenzkra afdalamanna til ráðgjafar; til að koma vitinu fyrir þá?Annað mál er, að við erum hreint ekki inni á evrópskum orkumarkaði, þar sem við erum ekki tengd því orkukerfi. Til þess þyrfti sæstreng til Bretlands, sem óvíst er að komi nokkru sinni, en á meginlandi Evrópu er nánast ótakmarkaður aðgangur að vind-, sólar- og sjávarfallaorku, en með nýrri tækni má telja, að meginlandið verði sjálfu sér nægt með hagstæða, græna orku í framtíðinni. Einn þeirra, sem taldi sig hafa eitthvað til málsins að leggja, fáraðist í nýlegri grein yfir allt of háu verði Landsvirkjunar á rafmagni. Stafar þetta ekki einmitt af fákeppni og einokunarstarfsemi Landsvirkjunar? Hún yrði brotin á bak aftur, ef við tengdumst orkuneti Evrópu, á grundvelli frjálsrar samkeppni. Undarlegt nokk var þó höfundur á móti slíkri tengingu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun