Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2019 19:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Málið er auðvitað þess eðlis að það þurfti mikla yfirlegu og við höfum fengið fjölda gesta til að heyra öll þessi ólíku sjónarmið og fá svör við ýmsum spurningum vegna málsins. Það var ekki síst dagurinn í dag sem var afar mikilvægur því við fengum svör við ýmsum spurningum sem höfðu ekki komið fram áður svona skýrt allavega,“ sagði Áslaug Arna. Á meðal gesta á fundi utanríkismálanefndar í dag var Carl Baudenbacher fyrrverandi forseti EFTA dómstólsins en Baudenbacher vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni utanríkisráðuneytisins. Hann telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það teflt aðild ríkisins að EES-samningnum í tvísýnu. Baudenbacher segir í álitsgerð sinni að ef Ísland myndi ekki staðfesta ákvörðun um innleiðingu þriðja orkupakkans myndi það virkja 102. gr. EES-samningsins sem felur í sér að viðauka við samninginn, í þessu tilviki gildistöku reglna þriðja orkupakkans, yrði frestað til bráðabirgða. Baudenbacher segir hins vegar í að í ljósi hlutverks Evrópusambandsins í þessari löggjöf, mikilvægi löggjafarinnar, þeirrar staðreyndar að ESB hafi lagt lykkju á leið sína til að koma til móts við Ísland og í ljósi þess að slíkt myndi ganga í berhögg við fyrri framkvæmd við innleiðingu orkupakka eitt og tvö hér á landi sé líklegt að ESB muni setja einhvers konar fordæmi. Þá gæti slíkt sett aðild Íslands að EES-samningnum í uppnám til lengri tíma. Baudenbacher undirstrikar hins vegar að Ísland geti farið þessa leið og virkjað 102. gr. EES-samningsins. Hins vegar sé engin ástæða að beita slíkum öryggisventli í málinu. Hagsmunasamtökin Orkan okkar, með Frosta Sigurjónsson í broddi fylkingar, hafa krafist þess að afgreiðslu þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann verði frestað að minnsta kosti fram á haust svo almenningur og alþingismenn fái meiri tíma til að kynna sér málið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði ekki ástæðu til að taka undir þá kröfu. „Málið hefur nú verið í níu ár á könnu Alþingis og það hefur verið unnið vel af hálfu ráðuneytanna tveggja, utanríkisráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins. Við einhentum okkur auðvitað í það að vinna það vel í nefndinni og erum að fá svör við þeim spurningum sem á okkur brennur varðandi pakkann og ég tel ekki tilefni til að fresta þessu fram á haust.“ Áslaug Arna sagði aðspurð að utanríkismálanefnd kæmi til með að ljúka afgreiðslu málsins á næstunni. „Við höfum fengið meira en tuttugu gesti á fundi nefndarinnar og ætlum að halda því áfram á morgun.“Sjá umfjöllun Stöðvar 2 þar sem rætt er við Carl Baudenbacher og viðtal við Áslaugu Örnu í klippunni hér fyrir neðan. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Málið er auðvitað þess eðlis að það þurfti mikla yfirlegu og við höfum fengið fjölda gesta til að heyra öll þessi ólíku sjónarmið og fá svör við ýmsum spurningum vegna málsins. Það var ekki síst dagurinn í dag sem var afar mikilvægur því við fengum svör við ýmsum spurningum sem höfðu ekki komið fram áður svona skýrt allavega,“ sagði Áslaug Arna. Á meðal gesta á fundi utanríkismálanefndar í dag var Carl Baudenbacher fyrrverandi forseti EFTA dómstólsins en Baudenbacher vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni utanríkisráðuneytisins. Hann telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það teflt aðild ríkisins að EES-samningnum í tvísýnu. Baudenbacher segir í álitsgerð sinni að ef Ísland myndi ekki staðfesta ákvörðun um innleiðingu þriðja orkupakkans myndi það virkja 102. gr. EES-samningsins sem felur í sér að viðauka við samninginn, í þessu tilviki gildistöku reglna þriðja orkupakkans, yrði frestað til bráðabirgða. Baudenbacher segir hins vegar í að í ljósi hlutverks Evrópusambandsins í þessari löggjöf, mikilvægi löggjafarinnar, þeirrar staðreyndar að ESB hafi lagt lykkju á leið sína til að koma til móts við Ísland og í ljósi þess að slíkt myndi ganga í berhögg við fyrri framkvæmd við innleiðingu orkupakka eitt og tvö hér á landi sé líklegt að ESB muni setja einhvers konar fordæmi. Þá gæti slíkt sett aðild Íslands að EES-samningnum í uppnám til lengri tíma. Baudenbacher undirstrikar hins vegar að Ísland geti farið þessa leið og virkjað 102. gr. EES-samningsins. Hins vegar sé engin ástæða að beita slíkum öryggisventli í málinu. Hagsmunasamtökin Orkan okkar, með Frosta Sigurjónsson í broddi fylkingar, hafa krafist þess að afgreiðslu þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann verði frestað að minnsta kosti fram á haust svo almenningur og alþingismenn fái meiri tíma til að kynna sér málið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði ekki ástæðu til að taka undir þá kröfu. „Málið hefur nú verið í níu ár á könnu Alþingis og það hefur verið unnið vel af hálfu ráðuneytanna tveggja, utanríkisráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins. Við einhentum okkur auðvitað í það að vinna það vel í nefndinni og erum að fá svör við þeim spurningum sem á okkur brennur varðandi pakkann og ég tel ekki tilefni til að fresta þessu fram á haust.“ Áslaug Arna sagði aðspurð að utanríkismálanefnd kæmi til með að ljúka afgreiðslu málsins á næstunni. „Við höfum fengið meira en tuttugu gesti á fundi nefndarinnar og ætlum að halda því áfram á morgun.“Sjá umfjöllun Stöðvar 2 þar sem rætt er við Carl Baudenbacher og viðtal við Áslaugu Örnu í klippunni hér fyrir neðan.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira